Nýjar reglur á landamærunum „algjört rothögg“ Sylvía Hall skrifar 15. ágúst 2020 16:03 Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri Hótel Sögu. Vísir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir nýjar reglur um komu ferðamanna hingað til lands mikil vonbrigði. Það sé fyrirséð að þær muni hafa áhrif á ferðamennsku hér á landi og þar af leiðandi samfélagið allt. „Þetta er algjört rothögg fyrir okkur. Það er alltaf talað um ferðaþjónustuna, hún tengist inn í samfélagið allt og þjóðfélagið – þannig þetta er ekki bara rothögg fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ingibjörg í Vikulokunum á Rás 2 í morgun. Hún segir aðila í ferðaþjónustu hafa verið vongóða eftir umræðu um að samfélagið þyrfti að læra að lifa með veirunni. Í ofanálag hafi lítill hluti smita komið frá ferðamönnum og þær aðgerðir sem gripið var til á landamærunum 15. júní höfðu skilað góðum árangri. „Landið hefur aldrei verið lokað. Þegar er verið að tala um að landið hafi verið opnað 15. júní, það er ekki rétt. Þá var farið að setja ákveðnar leiðbeiningar um skimunina og hvaða lönd mættu koma inn,“ sagði Ingibjörg. Guðmundur Steingrímsson tók undir með Ingibjörgu og sagði landið ekki hafa verið opið frá og með 15. júní. Gripið hafi verið til ákveðinna aðgerða til þess að sporna gegn því að veiran kæmist inn með ferðamönnum en það þýddi þó ekki að ferðafrelsi fólks væri ótakmarkað. „Það er ekki einkenni á heilbrigðu, opnu landi að það sé potað prjóni upp í nefið á öllum sem koma til flugstöðvarinnar. Þetta voru sérstakar aðgerðir og mér fannst þær mjög skynsamlegar,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann skildi ekki hvert markmiðið með breyttum aðgerðum væri ef ekki væri hægt að lofa því að landið yrði veirulaust. „Ein veira slapp inn með þessum afleiðingum – var það þá ekki býsna góð aðferð? Megum við ekki leggja mat á hana og megum við ekki bara halda henni áfram? Hvað ættum við að fá meira með þessari fyrst að vírusleysi er ekki í boði?“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir nýjar reglur um komu ferðamanna hingað til lands mikil vonbrigði. Það sé fyrirséð að þær muni hafa áhrif á ferðamennsku hér á landi og þar af leiðandi samfélagið allt. „Þetta er algjört rothögg fyrir okkur. Það er alltaf talað um ferðaþjónustuna, hún tengist inn í samfélagið allt og þjóðfélagið – þannig þetta er ekki bara rothögg fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ingibjörg í Vikulokunum á Rás 2 í morgun. Hún segir aðila í ferðaþjónustu hafa verið vongóða eftir umræðu um að samfélagið þyrfti að læra að lifa með veirunni. Í ofanálag hafi lítill hluti smita komið frá ferðamönnum og þær aðgerðir sem gripið var til á landamærunum 15. júní höfðu skilað góðum árangri. „Landið hefur aldrei verið lokað. Þegar er verið að tala um að landið hafi verið opnað 15. júní, það er ekki rétt. Þá var farið að setja ákveðnar leiðbeiningar um skimunina og hvaða lönd mættu koma inn,“ sagði Ingibjörg. Guðmundur Steingrímsson tók undir með Ingibjörgu og sagði landið ekki hafa verið opið frá og með 15. júní. Gripið hafi verið til ákveðinna aðgerða til þess að sporna gegn því að veiran kæmist inn með ferðamönnum en það þýddi þó ekki að ferðafrelsi fólks væri ótakmarkað. „Það er ekki einkenni á heilbrigðu, opnu landi að það sé potað prjóni upp í nefið á öllum sem koma til flugstöðvarinnar. Þetta voru sérstakar aðgerðir og mér fannst þær mjög skynsamlegar,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann skildi ekki hvert markmiðið með breyttum aðgerðum væri ef ekki væri hægt að lofa því að landið yrði veirulaust. „Ein veira slapp inn með þessum afleiðingum – var það þá ekki býsna góð aðferð? Megum við ekki leggja mat á hana og megum við ekki bara halda henni áfram? Hvað ættum við að fá meira með þessari fyrst að vírusleysi er ekki í boði?“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35
„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26