Tom Brady opinn fyrir því að spila með öðru liði en New England Patriots Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 18:00 Það er erfitt að sjá Tom Brady fyrir sér í einhverju öðru en búningi New England Patriots. Getty/Maddie Meyer Tom Brady verður væntanlega með lausan samning í mars í fyrsta sinn á tuttugu ára ferli sínum í NFL-deildinni. Brady er ekki á því að hætta og ýjar nú að því að hann gæti samið við annað lið en það sem hann hefur spilað með allan sinn feril. Tom Brady heldur upp á 43 ára afmælið sitt í ágúst og flestir jafnaldrar hans í ameríska fótboltanum eru löngu hættir. Brady virðist hins vegar ekki vera tilbúinn að segja þetta gott þrátt fyrir að hafa unnið allt í boði og það mörgum sinnum. Brady var spurður út í það í útvarpsviðtali hvort að það kæmi til greina hjá honum að spila með öðru liði en New England Patriots á næsta tímabili náist ekki samningar. "I am open-minded about the process. ... Whatever the future may bring, I will embrace it with open arms." - Tom Brady on Westwood One https://t.co/0QZVyv3Ds1— WEEI (@WEEI) January 20, 2020 „Ég mæti í þetta ferli með opnum huga. Ég elska að spila fótbolta og ég vil halda áfram að spila og skila góðu verki. Mér hlakkar til næsta tímabils og þess sem framtíðin mun bjóða upp á. Ég tek því öllum tækifærum fagnandi,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali á Westwood One radio. Tom Brady varð NFL-meistari í sjötta sinn í fyrra en enginn leikmaður í sögu NFL deildarinnar hefur unnið titilinn jafnoft. Where will Tom Brady be playing next season? https://t.co/cAehiTUUiE— 93.7 The Fan (@937theFan) January 20, 2020 Á laugardaginn var Tom Bardy í Las Vegas til að horfa á UFC 246 og hitti þar á meðal Mark Davis, eiganda Oakland Raiders sem breytist í Las Vegas Raiders frá og með næstu leiktíð. Tom Brady passaði upp á það í síðasta samningi sínum við New England Patriots að hann væri laus allra mála eftir þetta tímabil. Hann jafnar félagsmetið ef hann spilar á sínu 21. tímabili með Patriots en sparkarinn Jason Hanson á það met. Toma Brady og félagar duttu óvænt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að hafa gefið eftir að lokakafla tímabilsisn. Brady sagðist hafa eytt síðustu vikum að jafna sig eftir tímabilið og með fjölskyldu sinni. NFL Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjá meira
Tom Brady verður væntanlega með lausan samning í mars í fyrsta sinn á tuttugu ára ferli sínum í NFL-deildinni. Brady er ekki á því að hætta og ýjar nú að því að hann gæti samið við annað lið en það sem hann hefur spilað með allan sinn feril. Tom Brady heldur upp á 43 ára afmælið sitt í ágúst og flestir jafnaldrar hans í ameríska fótboltanum eru löngu hættir. Brady virðist hins vegar ekki vera tilbúinn að segja þetta gott þrátt fyrir að hafa unnið allt í boði og það mörgum sinnum. Brady var spurður út í það í útvarpsviðtali hvort að það kæmi til greina hjá honum að spila með öðru liði en New England Patriots á næsta tímabili náist ekki samningar. "I am open-minded about the process. ... Whatever the future may bring, I will embrace it with open arms." - Tom Brady on Westwood One https://t.co/0QZVyv3Ds1— WEEI (@WEEI) January 20, 2020 „Ég mæti í þetta ferli með opnum huga. Ég elska að spila fótbolta og ég vil halda áfram að spila og skila góðu verki. Mér hlakkar til næsta tímabils og þess sem framtíðin mun bjóða upp á. Ég tek því öllum tækifærum fagnandi,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali á Westwood One radio. Tom Brady varð NFL-meistari í sjötta sinn í fyrra en enginn leikmaður í sögu NFL deildarinnar hefur unnið titilinn jafnoft. Where will Tom Brady be playing next season? https://t.co/cAehiTUUiE— 93.7 The Fan (@937theFan) January 20, 2020 Á laugardaginn var Tom Bardy í Las Vegas til að horfa á UFC 246 og hitti þar á meðal Mark Davis, eiganda Oakland Raiders sem breytist í Las Vegas Raiders frá og með næstu leiktíð. Tom Brady passaði upp á það í síðasta samningi sínum við New England Patriots að hann væri laus allra mála eftir þetta tímabil. Hann jafnar félagsmetið ef hann spilar á sínu 21. tímabili með Patriots en sparkarinn Jason Hanson á það met. Toma Brady og félagar duttu óvænt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að hafa gefið eftir að lokakafla tímabilsisn. Brady sagðist hafa eytt síðustu vikum að jafna sig eftir tímabilið og með fjölskyldu sinni.
NFL Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjá meira