Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 18:54 Lið Menntaskólans á Ísafirði skipa Davíð Hjaltason, Einar Geir Jónasson (t.h) og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir (t.v.). Þau þurftu að takast á við Austfirðinga aftur, og höfðu betur. Menntaskólinn á Ísafirði Lið Menntaskólans á Ísafirði hafði betur gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í endurtekinni viðureign í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld, 23 - 12. Endurtaka þurfti viðureignina vegna mistaka við tímatöku. Austfirðingar fóru með sigur af hólmi í upprunalegri viðureign skólanna, en við athugun liðsmanna MÍ kom í ljós að afdrifarík mistök höfðu átt sér stað. Austfirðingar höfðu nefnilega fengið 17 sekúndur umfram þær 90 sem hvoru liði eru gefnar til þess að svara hraðaspurningum, en þær eru fyrsti liður hverrar viðureignar í keppninni. Á þessum 17 sekúndum svöruðu VA-liðar fjórum spurningum rétt, og hlutu fyrir vikið fjögur stig utan tímans sem liðum er gefinn til að svara hraðaspurningum. Fór svo að Austfirðingar fóru með tveggja stiga sigur af hólmi, 19 – 17. Eftir að Ísfirðingar bentu á mistökin, sem Ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á, var ákveðið að viðureign skólanna í spurningakeppninni vinsælu skyldi endurtekin. Sú ákvörðun RÚV lagðist þó misvel í hlutaðeigandi aðila. Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands sagði í samtali við Vísi að liðsmenn VA hafi fagnað sigri eftir keppnina umdeildu, og benti á að samkvæmt reglum Gettu betur yrði úrslitum keppni sem þegar hefði farið fram ekki breytt eftir á. Hann greindi þar frá því að daginn eftir keppnina hafi fulltrúi RÚV hringt í einn liðsmanna Austfirðinga og tilkynnt honum að keppnin hafi verið ógild. Umræddur nemandi hafi þá tjáð samband frá Ríkissjónvarpinu að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Áður en færi gafst á því að VA gæti sagt skoðun sína á málinu hafi RÚV hins vegar sent frá sér yfirlýsingu um að keppnin yrði endurtekin. Í viðtalinu lýsti Birgir því sjónarmiði sínu að sanngjarnast væri að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Sú virðist þó ekki raunin að óbreyttu, og MÍ komið í 8-liða úrslit keppninnar eftir sigur á VA í endurtekinni viðureign. Menntaskólinn á Ísafirði dróst á móti Verzlunarskólanum og mætast liðin í sjónvarpssal 21. febrúar. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Lið Menntaskólans á Ísafirði hafði betur gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í endurtekinni viðureign í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld, 23 - 12. Endurtaka þurfti viðureignina vegna mistaka við tímatöku. Austfirðingar fóru með sigur af hólmi í upprunalegri viðureign skólanna, en við athugun liðsmanna MÍ kom í ljós að afdrifarík mistök höfðu átt sér stað. Austfirðingar höfðu nefnilega fengið 17 sekúndur umfram þær 90 sem hvoru liði eru gefnar til þess að svara hraðaspurningum, en þær eru fyrsti liður hverrar viðureignar í keppninni. Á þessum 17 sekúndum svöruðu VA-liðar fjórum spurningum rétt, og hlutu fyrir vikið fjögur stig utan tímans sem liðum er gefinn til að svara hraðaspurningum. Fór svo að Austfirðingar fóru með tveggja stiga sigur af hólmi, 19 – 17. Eftir að Ísfirðingar bentu á mistökin, sem Ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á, var ákveðið að viðureign skólanna í spurningakeppninni vinsælu skyldi endurtekin. Sú ákvörðun RÚV lagðist þó misvel í hlutaðeigandi aðila. Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands sagði í samtali við Vísi að liðsmenn VA hafi fagnað sigri eftir keppnina umdeildu, og benti á að samkvæmt reglum Gettu betur yrði úrslitum keppni sem þegar hefði farið fram ekki breytt eftir á. Hann greindi þar frá því að daginn eftir keppnina hafi fulltrúi RÚV hringt í einn liðsmanna Austfirðinga og tilkynnt honum að keppnin hafi verið ógild. Umræddur nemandi hafi þá tjáð samband frá Ríkissjónvarpinu að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Áður en færi gafst á því að VA gæti sagt skoðun sína á málinu hafi RÚV hins vegar sent frá sér yfirlýsingu um að keppnin yrði endurtekin. Í viðtalinu lýsti Birgir því sjónarmiði sínu að sanngjarnast væri að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Sú virðist þó ekki raunin að óbreyttu, og MÍ komið í 8-liða úrslit keppninnar eftir sigur á VA í endurtekinni viðureign. Menntaskólinn á Ísafirði dróst á móti Verzlunarskólanum og mætast liðin í sjónvarpssal 21. febrúar.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19
Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10