Sat fastur uppi á fjalli í tólf sólarhringa: „Þetta er bara það sem starfið býður upp á“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 21:23 Halldór Halldórsson er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli. Landhelgisgæslan Halldór Halldórsson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem sat fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum, segir að vistin hafi verið góð og farið hafi vel um hann. Halldór, sem er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöð Landhelgisgæslunnar á Gunnólfsvíkurfjalli, segir að þegar snjóþungt sé ferðist starfsmenn Landhelgisgæslunnar að ratsjárstöð á fjallinu á vélsleðum, en annars fari þeir keyrandi. Stöðin er ein fjögurra ratsjár- og fjarskiptastöðva stöðva Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Landhelgisgæslan rekur hér á landi. Í samtali við Vísi segir Halldór að ástæða þess að hann hafi þurft að dvelja jafn lengi uppi á fjallinu og raun ber vitni, hafi verið ofsaveðrið sem gekk yfir stóran hluta landsins í desember síðastliðnum. Halldór hélt upp á fjallið að morgni 9. desember, en kom ekki niður fyrr en þann 21. eða, tólf sólarhringum síðar. „Það var svo leiðinlegt veðrið, að það var ekki hægt nema rétt að gægjast út,“ segir Halldór. Hann segist þó hafa verið í góðu símasambandi allan og að vistin hafi verið hin ágætasta. „Ég var bara að vinna – það var rafmagnsleysi og við vorum að keyra ljósavél til þess að hafa rafmagn á stöðinni,“ segir Halldór. Hann segir að almennt sé vinnutími þeirra sem starfa við stöðina frá klukkan átta á morgnana til fjögur á daginn. „Þarna var rafmagnsleysi sem gerði það að verkum að við þurftum að vera uppi og keyra ljósavél til að halda rafmagni á öllu.“ Vindhraði uppi á fjallinu var mikill, að meðaltali í kring um 55 metrar á sekúndu, en Halldór segir mestu hviðurnar hafa náð yfir 70 metrum á sekúndu. „Við höfum oft séð mikinn vind þarna, þetta er ekki alveg í fyrsta skipti sem vindmælirinn fer svona hátt,“ segir Halldór. Hann segir þó að þetta sé lengsti óveðurskafli sem gengið hafi yfir stöðina. Alvanalegt sé að starfsmenn þurfi stundum að halda kyrru fyrir í stöðinni yfir nótt, en þessi lota hafi verið sú lengsta. „Þetta var bara eins og það sem gekk yfir hér á Norðurlandi, rafmagnsleysi og vont veður,“ segir Halldór. Hann segir það hafa verið ágætt þegar hann komst loks niður af fjallinu, tólf sólarhringum eftir að hann kom þangað. Þrátt fyrir það hafi næsta lota einfaldlega tekið við. „Við höfum gist aftur eftir þetta, það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Honum þyki það ekkert tiltökumál. „Þetta er bara það sem starfið býður upp á, maður þarf að gista þarna í stöðinni stundum,“ sagði Halldór að lokum í samtali við fréttastofu. Hér að neðan má síðan hlusta á viðtal við Halldór úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Landhelgisgæslan Langanesbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Halldór Halldórsson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem sat fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum, segir að vistin hafi verið góð og farið hafi vel um hann. Halldór, sem er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöð Landhelgisgæslunnar á Gunnólfsvíkurfjalli, segir að þegar snjóþungt sé ferðist starfsmenn Landhelgisgæslunnar að ratsjárstöð á fjallinu á vélsleðum, en annars fari þeir keyrandi. Stöðin er ein fjögurra ratsjár- og fjarskiptastöðva stöðva Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Landhelgisgæslan rekur hér á landi. Í samtali við Vísi segir Halldór að ástæða þess að hann hafi þurft að dvelja jafn lengi uppi á fjallinu og raun ber vitni, hafi verið ofsaveðrið sem gekk yfir stóran hluta landsins í desember síðastliðnum. Halldór hélt upp á fjallið að morgni 9. desember, en kom ekki niður fyrr en þann 21. eða, tólf sólarhringum síðar. „Það var svo leiðinlegt veðrið, að það var ekki hægt nema rétt að gægjast út,“ segir Halldór. Hann segist þó hafa verið í góðu símasambandi allan og að vistin hafi verið hin ágætasta. „Ég var bara að vinna – það var rafmagnsleysi og við vorum að keyra ljósavél til þess að hafa rafmagn á stöðinni,“ segir Halldór. Hann segir að almennt sé vinnutími þeirra sem starfa við stöðina frá klukkan átta á morgnana til fjögur á daginn. „Þarna var rafmagnsleysi sem gerði það að verkum að við þurftum að vera uppi og keyra ljósavél til að halda rafmagni á öllu.“ Vindhraði uppi á fjallinu var mikill, að meðaltali í kring um 55 metrar á sekúndu, en Halldór segir mestu hviðurnar hafa náð yfir 70 metrum á sekúndu. „Við höfum oft séð mikinn vind þarna, þetta er ekki alveg í fyrsta skipti sem vindmælirinn fer svona hátt,“ segir Halldór. Hann segir þó að þetta sé lengsti óveðurskafli sem gengið hafi yfir stöðina. Alvanalegt sé að starfsmenn þurfi stundum að halda kyrru fyrir í stöðinni yfir nótt, en þessi lota hafi verið sú lengsta. „Þetta var bara eins og það sem gekk yfir hér á Norðurlandi, rafmagnsleysi og vont veður,“ segir Halldór. Hann segir það hafa verið ágætt þegar hann komst loks niður af fjallinu, tólf sólarhringum eftir að hann kom þangað. Þrátt fyrir það hafi næsta lota einfaldlega tekið við. „Við höfum gist aftur eftir þetta, það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Honum þyki það ekkert tiltökumál. „Þetta er bara það sem starfið býður upp á, maður þarf að gista þarna í stöðinni stundum,“ sagði Halldór að lokum í samtali við fréttastofu. Hér að neðan má síðan hlusta á viðtal við Halldór úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20