Sat fastur uppi á fjalli í tólf sólarhringa: „Þetta er bara það sem starfið býður upp á“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 21:23 Halldór Halldórsson er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli. Landhelgisgæslan Halldór Halldórsson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem sat fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum, segir að vistin hafi verið góð og farið hafi vel um hann. Halldór, sem er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöð Landhelgisgæslunnar á Gunnólfsvíkurfjalli, segir að þegar snjóþungt sé ferðist starfsmenn Landhelgisgæslunnar að ratsjárstöð á fjallinu á vélsleðum, en annars fari þeir keyrandi. Stöðin er ein fjögurra ratsjár- og fjarskiptastöðva stöðva Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Landhelgisgæslan rekur hér á landi. Í samtali við Vísi segir Halldór að ástæða þess að hann hafi þurft að dvelja jafn lengi uppi á fjallinu og raun ber vitni, hafi verið ofsaveðrið sem gekk yfir stóran hluta landsins í desember síðastliðnum. Halldór hélt upp á fjallið að morgni 9. desember, en kom ekki niður fyrr en þann 21. eða, tólf sólarhringum síðar. „Það var svo leiðinlegt veðrið, að það var ekki hægt nema rétt að gægjast út,“ segir Halldór. Hann segist þó hafa verið í góðu símasambandi allan og að vistin hafi verið hin ágætasta. „Ég var bara að vinna – það var rafmagnsleysi og við vorum að keyra ljósavél til þess að hafa rafmagn á stöðinni,“ segir Halldór. Hann segir að almennt sé vinnutími þeirra sem starfa við stöðina frá klukkan átta á morgnana til fjögur á daginn. „Þarna var rafmagnsleysi sem gerði það að verkum að við þurftum að vera uppi og keyra ljósavél til að halda rafmagni á öllu.“ Vindhraði uppi á fjallinu var mikill, að meðaltali í kring um 55 metrar á sekúndu, en Halldór segir mestu hviðurnar hafa náð yfir 70 metrum á sekúndu. „Við höfum oft séð mikinn vind þarna, þetta er ekki alveg í fyrsta skipti sem vindmælirinn fer svona hátt,“ segir Halldór. Hann segir þó að þetta sé lengsti óveðurskafli sem gengið hafi yfir stöðina. Alvanalegt sé að starfsmenn þurfi stundum að halda kyrru fyrir í stöðinni yfir nótt, en þessi lota hafi verið sú lengsta. „Þetta var bara eins og það sem gekk yfir hér á Norðurlandi, rafmagnsleysi og vont veður,“ segir Halldór. Hann segir það hafa verið ágætt þegar hann komst loks niður af fjallinu, tólf sólarhringum eftir að hann kom þangað. Þrátt fyrir það hafi næsta lota einfaldlega tekið við. „Við höfum gist aftur eftir þetta, það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Honum þyki það ekkert tiltökumál. „Þetta er bara það sem starfið býður upp á, maður þarf að gista þarna í stöðinni stundum,“ sagði Halldór að lokum í samtali við fréttastofu. Hér að neðan má síðan hlusta á viðtal við Halldór úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Landhelgisgæslan Langanesbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Halldór Halldórsson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem sat fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum, segir að vistin hafi verið góð og farið hafi vel um hann. Halldór, sem er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöð Landhelgisgæslunnar á Gunnólfsvíkurfjalli, segir að þegar snjóþungt sé ferðist starfsmenn Landhelgisgæslunnar að ratsjárstöð á fjallinu á vélsleðum, en annars fari þeir keyrandi. Stöðin er ein fjögurra ratsjár- og fjarskiptastöðva stöðva Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Landhelgisgæslan rekur hér á landi. Í samtali við Vísi segir Halldór að ástæða þess að hann hafi þurft að dvelja jafn lengi uppi á fjallinu og raun ber vitni, hafi verið ofsaveðrið sem gekk yfir stóran hluta landsins í desember síðastliðnum. Halldór hélt upp á fjallið að morgni 9. desember, en kom ekki niður fyrr en þann 21. eða, tólf sólarhringum síðar. „Það var svo leiðinlegt veðrið, að það var ekki hægt nema rétt að gægjast út,“ segir Halldór. Hann segist þó hafa verið í góðu símasambandi allan og að vistin hafi verið hin ágætasta. „Ég var bara að vinna – það var rafmagnsleysi og við vorum að keyra ljósavél til þess að hafa rafmagn á stöðinni,“ segir Halldór. Hann segir að almennt sé vinnutími þeirra sem starfa við stöðina frá klukkan átta á morgnana til fjögur á daginn. „Þarna var rafmagnsleysi sem gerði það að verkum að við þurftum að vera uppi og keyra ljósavél til að halda rafmagni á öllu.“ Vindhraði uppi á fjallinu var mikill, að meðaltali í kring um 55 metrar á sekúndu, en Halldór segir mestu hviðurnar hafa náð yfir 70 metrum á sekúndu. „Við höfum oft séð mikinn vind þarna, þetta er ekki alveg í fyrsta skipti sem vindmælirinn fer svona hátt,“ segir Halldór. Hann segir þó að þetta sé lengsti óveðurskafli sem gengið hafi yfir stöðina. Alvanalegt sé að starfsmenn þurfi stundum að halda kyrru fyrir í stöðinni yfir nótt, en þessi lota hafi verið sú lengsta. „Þetta var bara eins og það sem gekk yfir hér á Norðurlandi, rafmagnsleysi og vont veður,“ segir Halldór. Hann segir það hafa verið ágætt þegar hann komst loks niður af fjallinu, tólf sólarhringum eftir að hann kom þangað. Þrátt fyrir það hafi næsta lota einfaldlega tekið við. „Við höfum gist aftur eftir þetta, það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Honum þyki það ekkert tiltökumál. „Þetta er bara það sem starfið býður upp á, maður þarf að gista þarna í stöðinni stundum,“ sagði Halldór að lokum í samtali við fréttastofu. Hér að neðan má síðan hlusta á viðtal við Halldór úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20