Fékk skammir í hattinn fyrir að biðja boltastelpu að taka utan af banana fyrir sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2020 23:30 Bananamaðurinn Benchetrit. vísir/getty Dómari jós skömmum yfir franska tenniskappann Elliot Benchetrit eftir að hann bað boltastelpu að taka utan af banana fyrir sig. Atvikið átti sér stað í leik Benchetrits og Dmitry Popko á Opna ástralska meistaramótinu á sunnudaginn. Í hléi í lokasettinu gekk boltastelpan til Benchetrits með banana og hann bað hana um að taka utan af honum fyrir sig. Dómari leiksins, John Blom, var allt annað en sáttur við Benchetrit og sagði að stelpan væri ekki þrællinn hans. Hann þurfti því að gjöra svo vel að taka sjálfur utan af banananum. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. So this is the moment where Elliot Benchetrit asks the ballkid to peel his banana. I’m glad the umpire (John Blom) stepped in and told him off. pic.twitter.com/TK1GET68pG— Alex Theodoridis (@AlexTheodorid1s) January 19, 2020 Netverjar gagnrýndu Benchetrit en hann sagði ekkert óeðlilegt við bón sína. Stelpan hafi meira að segja tekið utan af banana fyrir sig fyrr í leiknum. Benchetrit kvaðst hissa á ummælum dómarans og viðbrögðunum við atvikinu á samfélagsmiðlum. Þar hefði fólk tjáð sig án þess að þekkja málavöxtu. Meðal þeirra sem gagnrýndu Benchetrit var tennisgoðsögnin Martina Navratilova. „Hvað næst, vínber?“ skrifaði hún og hrósaði viðbrögðum dómarans. Benchetrit sigraði Popko, 4-6, 6-2, 6-3, en tapaði svo fyrir Japananum Yūichi Sugita í næstu umferð, 6-2, 6-0, 6-3. Tennis Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Dómari jós skömmum yfir franska tenniskappann Elliot Benchetrit eftir að hann bað boltastelpu að taka utan af banana fyrir sig. Atvikið átti sér stað í leik Benchetrits og Dmitry Popko á Opna ástralska meistaramótinu á sunnudaginn. Í hléi í lokasettinu gekk boltastelpan til Benchetrits með banana og hann bað hana um að taka utan af honum fyrir sig. Dómari leiksins, John Blom, var allt annað en sáttur við Benchetrit og sagði að stelpan væri ekki þrællinn hans. Hann þurfti því að gjöra svo vel að taka sjálfur utan af banananum. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. So this is the moment where Elliot Benchetrit asks the ballkid to peel his banana. I’m glad the umpire (John Blom) stepped in and told him off. pic.twitter.com/TK1GET68pG— Alex Theodoridis (@AlexTheodorid1s) January 19, 2020 Netverjar gagnrýndu Benchetrit en hann sagði ekkert óeðlilegt við bón sína. Stelpan hafi meira að segja tekið utan af banana fyrir sig fyrr í leiknum. Benchetrit kvaðst hissa á ummælum dómarans og viðbrögðunum við atvikinu á samfélagsmiðlum. Þar hefði fólk tjáð sig án þess að þekkja málavöxtu. Meðal þeirra sem gagnrýndu Benchetrit var tennisgoðsögnin Martina Navratilova. „Hvað næst, vínber?“ skrifaði hún og hrósaði viðbrögðum dómarans. Benchetrit sigraði Popko, 4-6, 6-2, 6-3, en tapaði svo fyrir Japananum Yūichi Sugita í næstu umferð, 6-2, 6-0, 6-3.
Tennis Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira