Bjarg byggir 58 íbúðir í Hraunbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 16:30 Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga með lágar tekjur. Íbúðirnar fara í byggingu á þessu ári. reykjavíkurborg Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Bjargi, íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, lóð og byggingarrétti fyrir 58 íbúðir í þremur stakstæðum húsum við Hraunbæ 133 í Árbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en um er að ræða leiguíbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga með lágar tekjur. Íbúðirnar fara í byggingu á þessu ári. „Samkvæmt úthlutuninni fær Bjarg heimild til að byggja þrjú stakstæð hús, tæpa 6.200 fermetra ofanjarðar ásamt bílakjöllurum. Samanlagður byggingarréttur er um 8.400 fermetrar. Samþykkið er háð því skilyrði að Bjarg fái úthlutað stofnframlagi frá ríkinu. Bjarg greiðir 45.000 krónur á fermetrann sem er verð byggingarréttar fyrir húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtals greiðir Bjarg rúmar 309 milljónir króna fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld. Hluta byggingarréttar verður skuldajafnað á móti 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar sem er veitt á grundvelli laga nr. 52/2016. Bjarg skuldbindur sig til þess að framselja 20% íbúðanna, sem verða byggðar á lóðinni, á kostnaðarverði til Félagsbústaða. Félögin gera með sér sérstakan samning um kaupin,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Uppbygging hefst með haustinu Haft er eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, að hafist verði handa við uppbyggingu á lóðinni með haustinu. Íbúðirnar verði að öllum líkindum aðeins stærri en þær sem félagið hefur til þessa og eru ætlaðar fjölskyldufólki þar sem tekjuviðmið leigutaka hjá Bjargi hafa hækkað með nýjum lögum. „Þetta eru ekki einu íbúðirnar sem Bjarg byggir í Árbæ því félagið er langt komið með byggingu 99 íbúða í fjórum fjölbýlishúsum við Hraunbæ 153-163. Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða. Félagið hefur að markmiði að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd. Bjarg íbúðafélag hefur verið með leiguíbúðir í byggingu við Móaveg í Grafarvogi, Úlfarsárdal, Hraunbæ og Kirkjusandi í Reykjavík auk íbúða á Akranesi og Akureyri. Fyrsta verkefni Bjargs var uppbygging á 155 íbúðum við Móaveg. Því verkefni er nú að fullu lokið og afhentu Íslenskir aðalverktakar félaginu síðustu íbúðirnar nú um miðjan janúar, á pari við kostnaðaráætlun og sex mánuðum á undan áætlun,“ segir í tilkynningu. Húsnæðismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Bjargi, íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, lóð og byggingarrétti fyrir 58 íbúðir í þremur stakstæðum húsum við Hraunbæ 133 í Árbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en um er að ræða leiguíbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga með lágar tekjur. Íbúðirnar fara í byggingu á þessu ári. „Samkvæmt úthlutuninni fær Bjarg heimild til að byggja þrjú stakstæð hús, tæpa 6.200 fermetra ofanjarðar ásamt bílakjöllurum. Samanlagður byggingarréttur er um 8.400 fermetrar. Samþykkið er háð því skilyrði að Bjarg fái úthlutað stofnframlagi frá ríkinu. Bjarg greiðir 45.000 krónur á fermetrann sem er verð byggingarréttar fyrir húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtals greiðir Bjarg rúmar 309 milljónir króna fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld. Hluta byggingarréttar verður skuldajafnað á móti 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar sem er veitt á grundvelli laga nr. 52/2016. Bjarg skuldbindur sig til þess að framselja 20% íbúðanna, sem verða byggðar á lóðinni, á kostnaðarverði til Félagsbústaða. Félögin gera með sér sérstakan samning um kaupin,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Uppbygging hefst með haustinu Haft er eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, að hafist verði handa við uppbyggingu á lóðinni með haustinu. Íbúðirnar verði að öllum líkindum aðeins stærri en þær sem félagið hefur til þessa og eru ætlaðar fjölskyldufólki þar sem tekjuviðmið leigutaka hjá Bjargi hafa hækkað með nýjum lögum. „Þetta eru ekki einu íbúðirnar sem Bjarg byggir í Árbæ því félagið er langt komið með byggingu 99 íbúða í fjórum fjölbýlishúsum við Hraunbæ 153-163. Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða. Félagið hefur að markmiði að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd. Bjarg íbúðafélag hefur verið með leiguíbúðir í byggingu við Móaveg í Grafarvogi, Úlfarsárdal, Hraunbæ og Kirkjusandi í Reykjavík auk íbúða á Akranesi og Akureyri. Fyrsta verkefni Bjargs var uppbygging á 155 íbúðum við Móaveg. Því verkefni er nú að fullu lokið og afhentu Íslenskir aðalverktakar félaginu síðustu íbúðirnar nú um miðjan janúar, á pari við kostnaðaráætlun og sex mánuðum á undan áætlun,“ segir í tilkynningu.
Húsnæðismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira