Hver sat við lyklaborðið? Yngvi Óttarsson skrifar 22. janúar 2020 10:15 Á síðasta ári samþykkti Alþingi uppfærð lög um fiskeldi. Í þeim lögum framseldi Alþingi illu heilli veigamiklar ákvarðanir um fyrirkomulag sjókvíaeldis til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem átti að útfæra nánar í reglugerð. Í núgildandi reglugerð um fiskeldi er kveðið á um lágmarksfjarlægð sjókvíaeldis frá ósum laxveiðiáa. Þar er lagt bann við sjókvíaeldi innan 5 km frá laxveiðiá þar sem að jafnaði veiðast fleiri en 100 laxar og innan 15 km ef veiðin er meiri en 500 laxar. Í fyrirliggjandi drögum að nýrri reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu er lagt til að fella þessi fjarlægðarmörk niður og þar með megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa til dæmis í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska. Í skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins frá 2014 segir meðal annars um bann við laxeldi í opnum sjókvíum í námunda við laxveiðiár: „Með því að heimila eldi laxfiska ekki á ákveðnum svæðum í ákveðinni fjarlægð frá stærstu laxveiðiám er verið að draga úr líkum á því að eldisfiskur gangi upp í verðmætustu árnar“. Laxalús er einnig líkleg til að strádrepa sjógönguseiði sem ganga út nærri opnum sjókvíum. Hvernig stendur á að ráðuneytið snýr nú við blaðinu og telur ekki lengur þörf á að halda sjókvíaeldi í lágmarksfjarlægð frá ósum laxveiðiáa. Hvað hefur breyst? Jú, það vill svo til að tveir nýir starfsmenn hafa í millitíðinni verið ráðnir til ráðuneytisins til að sjá um fiskeldismál. Það er annars vegar „sérfræðingur“ sem kom beint úr starfi hjá fyrirtæki Kjartans Ólafssonar stjórnarformanns Arnarlax, og hins vegar tengdadóttir Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Landssambands fiskeldisstöðva frá 2016. Skyldu þau hafa setið við lyklaborðið þegar hin nýju reglugerðardrög voru samin? Það er því ekki bara að Alþingi Íslendinga hafi framselt ákvörðunarvaldið til ráðherra, heldur hefur útfærslan væntanlega verið í höndum aðila tengdum sjókvíaeldisiðnaðinum. Er nema von að spurt sé hvort Íslands sé orðið að Namibíu norðursins.Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári samþykkti Alþingi uppfærð lög um fiskeldi. Í þeim lögum framseldi Alþingi illu heilli veigamiklar ákvarðanir um fyrirkomulag sjókvíaeldis til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem átti að útfæra nánar í reglugerð. Í núgildandi reglugerð um fiskeldi er kveðið á um lágmarksfjarlægð sjókvíaeldis frá ósum laxveiðiáa. Þar er lagt bann við sjókvíaeldi innan 5 km frá laxveiðiá þar sem að jafnaði veiðast fleiri en 100 laxar og innan 15 km ef veiðin er meiri en 500 laxar. Í fyrirliggjandi drögum að nýrri reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu er lagt til að fella þessi fjarlægðarmörk niður og þar með megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa til dæmis í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska. Í skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins frá 2014 segir meðal annars um bann við laxeldi í opnum sjókvíum í námunda við laxveiðiár: „Með því að heimila eldi laxfiska ekki á ákveðnum svæðum í ákveðinni fjarlægð frá stærstu laxveiðiám er verið að draga úr líkum á því að eldisfiskur gangi upp í verðmætustu árnar“. Laxalús er einnig líkleg til að strádrepa sjógönguseiði sem ganga út nærri opnum sjókvíum. Hvernig stendur á að ráðuneytið snýr nú við blaðinu og telur ekki lengur þörf á að halda sjókvíaeldi í lágmarksfjarlægð frá ósum laxveiðiáa. Hvað hefur breyst? Jú, það vill svo til að tveir nýir starfsmenn hafa í millitíðinni verið ráðnir til ráðuneytisins til að sjá um fiskeldismál. Það er annars vegar „sérfræðingur“ sem kom beint úr starfi hjá fyrirtæki Kjartans Ólafssonar stjórnarformanns Arnarlax, og hins vegar tengdadóttir Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Landssambands fiskeldisstöðva frá 2016. Skyldu þau hafa setið við lyklaborðið þegar hin nýju reglugerðardrög voru samin? Það er því ekki bara að Alþingi Íslendinga hafi framselt ákvörðunarvaldið til ráðherra, heldur hefur útfærslan væntanlega verið í höndum aðila tengdum sjókvíaeldisiðnaðinum. Er nema von að spurt sé hvort Íslands sé orðið að Namibíu norðursins.Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar