Berglind stefnir á að tryggja AC Milan sæti í Meistaradeildinni en spilar á Íslandi í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 23. janúar 2020 08:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar sigurmarki sínu á mánudaginn með nýju samherjum sinum hjá AC Milan. Getty/Emilio Andreoli Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með AC Milan er hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið á mánudaginn. Tilkynnt var um komu Berglindar um helgina og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir félagið. „Tilfinningin var mjög góð,“ sagði hún er Vísir sló á þráðinn til Ítalíu í gær en Berglind var þá nýbúin að klára æfingu. „Ég er ennþá að venjast því að vera í treyju merkt þessu stórliði, en það var virkilega gaman að hafa náð að brjóta ísinn strax og skora mörk í fyrsta leik.“ #MilanRoma: the highlights From 0-2 to 3-2: relive the Rossonere's thrilling comeback win Da 0-2 a 3-2: un'altra rimonta rossonera da rivivere #FollowTheRossonere#SempreMilanpic.twitter.com/uzleHt1M6G— AC Milan (@acmilan) January 20, 2020 Það leið ekki langur tími frá því að Berglind skrifað undir hjá ítalska liðinu og þangað til hún var komin í búninginn. Hvernig hefur henni tekist að koma sér inn í þetta á svona stuttum tíma? „Það hefur gengið frekar vel. Ég er bara að koma mér hægt og rólega inn í þetta allt og það sýna mér allir fullan skilning á því.“ Hún segir að það hafi ekki verið langur aðdragandi að félagaskiptunum. „Í rauninni ekki. Það var haft samband við mig og spurt hvort ég hefði áhuga á þessu. Ég fór svo út nokkrum dögum seinna að skoða aðstæður. Svo tók ég ákvörðun daginn eftir að ég kom heim að utan.“ Við bárum Eyjakonuna að bera saman gæðin í deildinni ytra og hér heima en Berglind var á mála hjá Verona frá 2017 til 2018. „Gæðin eru fín hérna. Deildin er orðin mun betri en þegar ég var hérna síðast, stærstu klúbbarnir eru búnir að stíga upp og vilja gera þetta vel. Munurinn er kannski sá að deildin heima er meira líkamleg, en hérna úti er lagt meiri áherslu á tækni og hraða.“ Við komu Berglindar var sagt frá því á Twitter-síðu þar sem margar milljónir manna fylgjast með á hverjum degi. Hún hefur fundið fyrir því. And the winner is...Berglind Björg Thorvaldsdottir #CalcioFemminile#SerieAFemminilepic.twitter.com/GdE2ArxsJE— FIGC Calcio Femminile (@FIGCfemminile) January 22, 2020 „Já ég fann mikið fyrir því. Ég er eiginlega ennþá að ná áttum eftir síðustu daga. Það er mikill áhugi á AC Milan út um allan heim og það eru algjör forréttindi að fá að vera í þessari stöðu. AC Milan er í 4. sæti deildarinnar með 23 stig en tvö efstu sætin gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Fiorentina er með 28 stig. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Vonandi get ég hjálpað AC Milan að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári,“ en hún mun ekki vera áfram úti er samningurinn rennur út. „Ég kem svo aftur heim til Íslands í maí og spila með Breiðabliki í sumar,“ sagði Eyjakonan að lokum. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Berglind varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir AC Milan í næstum því 71 ár Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. 20. janúar 2020 13:45 Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25 Sjáðu mörkin sem Berglind Björg skoraði í fyrsta leiknum fyrir Milan Eyjakonan hefði ekki getað beðið um betri byrjun með AC Milan. 20. janúar 2020 23:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með AC Milan er hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið á mánudaginn. Tilkynnt var um komu Berglindar um helgina og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir félagið. „Tilfinningin var mjög góð,“ sagði hún er Vísir sló á þráðinn til Ítalíu í gær en Berglind var þá nýbúin að klára æfingu. „Ég er ennþá að venjast því að vera í treyju merkt þessu stórliði, en það var virkilega gaman að hafa náð að brjóta ísinn strax og skora mörk í fyrsta leik.“ #MilanRoma: the highlights From 0-2 to 3-2: relive the Rossonere's thrilling comeback win Da 0-2 a 3-2: un'altra rimonta rossonera da rivivere #FollowTheRossonere#SempreMilanpic.twitter.com/uzleHt1M6G— AC Milan (@acmilan) January 20, 2020 Það leið ekki langur tími frá því að Berglind skrifað undir hjá ítalska liðinu og þangað til hún var komin í búninginn. Hvernig hefur henni tekist að koma sér inn í þetta á svona stuttum tíma? „Það hefur gengið frekar vel. Ég er bara að koma mér hægt og rólega inn í þetta allt og það sýna mér allir fullan skilning á því.“ Hún segir að það hafi ekki verið langur aðdragandi að félagaskiptunum. „Í rauninni ekki. Það var haft samband við mig og spurt hvort ég hefði áhuga á þessu. Ég fór svo út nokkrum dögum seinna að skoða aðstæður. Svo tók ég ákvörðun daginn eftir að ég kom heim að utan.“ Við bárum Eyjakonuna að bera saman gæðin í deildinni ytra og hér heima en Berglind var á mála hjá Verona frá 2017 til 2018. „Gæðin eru fín hérna. Deildin er orðin mun betri en þegar ég var hérna síðast, stærstu klúbbarnir eru búnir að stíga upp og vilja gera þetta vel. Munurinn er kannski sá að deildin heima er meira líkamleg, en hérna úti er lagt meiri áherslu á tækni og hraða.“ Við komu Berglindar var sagt frá því á Twitter-síðu þar sem margar milljónir manna fylgjast með á hverjum degi. Hún hefur fundið fyrir því. And the winner is...Berglind Björg Thorvaldsdottir #CalcioFemminile#SerieAFemminilepic.twitter.com/GdE2ArxsJE— FIGC Calcio Femminile (@FIGCfemminile) January 22, 2020 „Já ég fann mikið fyrir því. Ég er eiginlega ennþá að ná áttum eftir síðustu daga. Það er mikill áhugi á AC Milan út um allan heim og það eru algjör forréttindi að fá að vera í þessari stöðu. AC Milan er í 4. sæti deildarinnar með 23 stig en tvö efstu sætin gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Fiorentina er með 28 stig. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Vonandi get ég hjálpað AC Milan að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári,“ en hún mun ekki vera áfram úti er samningurinn rennur út. „Ég kem svo aftur heim til Íslands í maí og spila með Breiðabliki í sumar,“ sagði Eyjakonan að lokum.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Berglind varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir AC Milan í næstum því 71 ár Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. 20. janúar 2020 13:45 Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25 Sjáðu mörkin sem Berglind Björg skoraði í fyrsta leiknum fyrir Milan Eyjakonan hefði ekki getað beðið um betri byrjun með AC Milan. 20. janúar 2020 23:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Berglind varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir AC Milan í næstum því 71 ár Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. 20. janúar 2020 13:45
Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25
Sjáðu mörkin sem Berglind Björg skoraði í fyrsta leiknum fyrir Milan Eyjakonan hefði ekki getað beðið um betri byrjun með AC Milan. 20. janúar 2020 23:30