Kristján: Ég er mjög ánægður með þessi þrjú ár Smári Jökull Jónsson skrifar 22. janúar 2020 22:02 Kristján Andrésson þjálfari Svia var að vonum sáttur eftir sigurinn á íslenska liðinu í kvöld. Þetta var hans síðasti leikur sem þjálfari sænska landsliðsins. „Mér fannst við vinna fyrir þessu. Það var góð varnarvinna, við settum pressu á Íslendingana og svo kom góð varsla frá Appelgren,“ sagði Kristján við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Malmö í kvöld. „Við komumst nokkrum mörkum yfir í byrjun. Við leystum varnarleik Íslands vel með háu 3:3 vörnina þeirra. Við fundum lausnir með línumenn og skytturnar og ég er ánægður með leikinn.“ Eins og áður segir er var leikurinn sá síðasti sem hann stjórnar hjá sænska liðinu. Hann hefur verið þjálfari liðsins síðan 2016 en tók við Rhein Neckar-Löwen í sumar og hefur þjálfað liðin tvö samhliða. „Mér líður bara vel. Ég er ekki að fara að skoða Sideline eða klippur á morgun, ég ætla bara að taka því rólega. Ég hef verið svolítið mikið í tölvunni að skoða handbolta. Ég sé til hvort ég skoða leikinn um helgina. Ég hlakka til að fara heim til fjölskyldunnar á morgun.“ Svíar höfðu forystuna allan tímann í dag og náðu strákarnir okkar aldrei að ógna sænska liðinu að ráði. „Ég var rólegur í dag. Ég vissi að þetta væri síðasti leikurinn og það er auðvitað mjög gaman að vinna þó svo að ég hafi vitað að það skipti í raun engu máli hvernig þetta færi í dag.“ „Það er mikilvægt að vinna og sýna góðan karakter. Það er gott fyrir leikmennina sem eru að fara að berjast um að komast á Ólympíuleikana. Ég er búinn að gera mitt besta,“ sagði Kristján og sagðist ánægður með tímann hjá sænska landsliðinu. „Þetta hefur verið mjög góður tími fyrir mig. Ég hef fengið tækifæri til að fara erlendis og sinna mínu starfi, hitt marga góða þjálfara og leikmenn. Þessi tími hefur gert mig að betri manneskju og betri þjálfara. Ég er mjög ánægður með þessi þrjú ár,“ sagði Kristján að lokum. EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn Landsliðsfyrirliðinn fór sparlega í yfirlýsingarnar eftir leikinn gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:49 Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45 Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02 Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Kristján Andrésson þjálfari Svia var að vonum sáttur eftir sigurinn á íslenska liðinu í kvöld. Þetta var hans síðasti leikur sem þjálfari sænska landsliðsins. „Mér fannst við vinna fyrir þessu. Það var góð varnarvinna, við settum pressu á Íslendingana og svo kom góð varsla frá Appelgren,“ sagði Kristján við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Malmö í kvöld. „Við komumst nokkrum mörkum yfir í byrjun. Við leystum varnarleik Íslands vel með háu 3:3 vörnina þeirra. Við fundum lausnir með línumenn og skytturnar og ég er ánægður með leikinn.“ Eins og áður segir er var leikurinn sá síðasti sem hann stjórnar hjá sænska liðinu. Hann hefur verið þjálfari liðsins síðan 2016 en tók við Rhein Neckar-Löwen í sumar og hefur þjálfað liðin tvö samhliða. „Mér líður bara vel. Ég er ekki að fara að skoða Sideline eða klippur á morgun, ég ætla bara að taka því rólega. Ég hef verið svolítið mikið í tölvunni að skoða handbolta. Ég sé til hvort ég skoða leikinn um helgina. Ég hlakka til að fara heim til fjölskyldunnar á morgun.“ Svíar höfðu forystuna allan tímann í dag og náðu strákarnir okkar aldrei að ógna sænska liðinu að ráði. „Ég var rólegur í dag. Ég vissi að þetta væri síðasti leikurinn og það er auðvitað mjög gaman að vinna þó svo að ég hafi vitað að það skipti í raun engu máli hvernig þetta færi í dag.“ „Það er mikilvægt að vinna og sýna góðan karakter. Það er gott fyrir leikmennina sem eru að fara að berjast um að komast á Ólympíuleikana. Ég er búinn að gera mitt besta,“ sagði Kristján og sagðist ánægður með tímann hjá sænska landsliðinu. „Þetta hefur verið mjög góður tími fyrir mig. Ég hef fengið tækifæri til að fara erlendis og sinna mínu starfi, hitt marga góða þjálfara og leikmenn. Þessi tími hefur gert mig að betri manneskju og betri þjálfara. Ég er mjög ánægður með þessi þrjú ár,“ sagði Kristján að lokum.
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn Landsliðsfyrirliðinn fór sparlega í yfirlýsingarnar eftir leikinn gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:49 Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45 Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02 Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Guðjón Valur: Meðan ég spila handbolta er ég til þjónustu reiðubúinn Landsliðsfyrirliðinn fór sparlega í yfirlýsingarnar eftir leikinn gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:49
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Svíþjóð í lokaleik sínum á EM 2020. Íslenska liðið lék sinn versta leik á mótinu. 22. janúar 2020 20:45
Aron: Erfitt að gíra sig upp í sjöunda leikinn á tólf dögum Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik gegn Svíþjóð. 22. janúar 2020 21:02
Guðmundur: Höfum fjárfest í framtíðinni Landsliðsþjálfarinn var svekktur með hvernig Ísland endaði Evrópumótið. 22. janúar 2020 21:34