Ísland færist upp um þrjú sæti á spillingarlista Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. janúar 2020 07:09 Ísland fær þó sérstaka umfjöllun í skýrslunni vegna Samherjamálsins en samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða er sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafa landsins á götum úti. vísir/vilhelm Ísland færist upp um þrjú sæti á nýjum lista Transparancy International þar sem reynt er að mæla hversu vel varin lönd eru gegn spillingu. Því ofar sem lönd eru á listanum því minni spilling er talin vera í landinu. Ísland mælist nú í ellefta sæti af 180 mældum löndum en sem fyrr raða Norðurlöndin sér í efstu sæti listans og eru Danmörk, Noregur, Finnland og Svíþjóð á topp tíu. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum könnunarinnar hér á landi segir að listinn í ár sýni hversu erfitt er að uppræta kerfislæga spillingu, því litla sem enga breytingu er að finna á spillingarvísum flestra landa milli ára. Ísland færist þó upp um þrjú sæti en of snemmt er að fullyrða um hvort það sé merki um að landið hafi tekið sig á í málaflokknum og hert löggjöf og aukið eftirlit með þáttum eins og hagsmunaárekstrum, vina- og frændhygli, fjárstyrkjum til stjórnmálaflokka, mútugreiðslum íslenskra fyrirtækja erlendis, og svo framvegis, eða hvort önnur lönd hafi einfaldlega færst til og Ísland því hlutfallslega einnig. Ísland fær þó sérstaka umfjöllun í skýrslunni vegna Samherjamálsins en samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða er sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafa landsins á götum úti. Samherjamálið hafi vakið hneykslan fólks og leitt til mótmælaaðgerða á opinberum vettvangi í Reykjavík, sem meðal annars fólu í sér kröfu um afsögn núverandi sjávarútvegsráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar. Samherjaskjölin Stjórnsýsla Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Ísland færist upp um þrjú sæti á nýjum lista Transparancy International þar sem reynt er að mæla hversu vel varin lönd eru gegn spillingu. Því ofar sem lönd eru á listanum því minni spilling er talin vera í landinu. Ísland mælist nú í ellefta sæti af 180 mældum löndum en sem fyrr raða Norðurlöndin sér í efstu sæti listans og eru Danmörk, Noregur, Finnland og Svíþjóð á topp tíu. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum könnunarinnar hér á landi segir að listinn í ár sýni hversu erfitt er að uppræta kerfislæga spillingu, því litla sem enga breytingu er að finna á spillingarvísum flestra landa milli ára. Ísland færist þó upp um þrjú sæti en of snemmt er að fullyrða um hvort það sé merki um að landið hafi tekið sig á í málaflokknum og hert löggjöf og aukið eftirlit með þáttum eins og hagsmunaárekstrum, vina- og frændhygli, fjárstyrkjum til stjórnmálaflokka, mútugreiðslum íslenskra fyrirtækja erlendis, og svo framvegis, eða hvort önnur lönd hafi einfaldlega færst til og Ísland því hlutfallslega einnig. Ísland fær þó sérstaka umfjöllun í skýrslunni vegna Samherjamálsins en samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða er sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafa landsins á götum úti. Samherjamálið hafi vakið hneykslan fólks og leitt til mótmælaaðgerða á opinberum vettvangi í Reykjavík, sem meðal annars fólu í sér kröfu um afsögn núverandi sjávarútvegsráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar.
Samherjaskjölin Stjórnsýsla Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira