Segir of mikið gert úr gulri viðvörun Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 07:46 Frá vettvangi við Langjökul þann 7. janúar síðastliðinn. Landsbjörg Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, segir að of mikið hafi verið gert úr því að Veðurstofan hafi gefið út gula viðvörun daginn sem farið var með hóp ferðamanna á vélsleðum við Langjökul. Þann 7. janúar voru björgunarsveitir kallaðar út til að koma 39 ferðamönnum til byggða. „Það er ekkert í gulri viðvörun sem gefur til kynna að það skuli afdráttarlaust aflýsa öllum ferðum, þótt vissulega sé tekið fram að slík veður krefjist árvekni við skipulagningu ferða milli landshluta,“ segir Haukur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Við vorum meðvitaðir um veðrið og ætluðum að vera farnir af svæðinu áður en það kæmi vont veður.“ Upprunalega átti ferðinni að ljúka áður en veðrið skall á. Hún hafi þó dregist. Henni átti að ljúka klukkan tvö en það var ekki fyrr en 15:20 sem leiðsögumaður sagði að tafirnar kölluðu hugsanlega á aðgerðir. Þá var hópurinn lagður af stað frá Íshellinum við Langjökul að Geldingarfelli, þar sem bækistöðvar Mountaineers of Iceland eru. Haukur segir einnig að hugsanlega hefði átt að hringja fyrr eftir aðstoð. Starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki séð fyrir sér að þörf væri á því. Snjótroðari sem fyrirtækið á hafi þó bilað og bíll þar að auki. Þá þurfti jarðýtu til að ryðja leiðina að fólkinu fyrir þá jeppa sem voru eftir. „Við töldum okkur hafa allan þann tækjabúnað og mannskap á svæðinu sem þyrfti til að koma fólkinu sem fyrst í öruggt skjól í bækistöð okkar. Við tölum alltaf að við hefðum besta tækifærið til að skila fólkinu sem fyrst.“ Mountaineers tókst að koma jarðýtu og tveimur jeppum að fólkinu og þriðja jeppanum nokkrum klukkustundum eftir það. Skömmu seinna voru björgunarsveitarmenn komnir að hópnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa rætt við flesta sem voru í ferðinni og byrjuðu þeir strax daginn eftir umrædda ferð. „Við erum gjörsamlega miður okkar yfir þessu atviki. Okkur þykir mjög fyrir því að viðskiptavinir okkar hafi þurft að upplifa þetta og að þeir hafi lent í þessum vandræðum með okkur,“ segir Haukur. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira
Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, segir að of mikið hafi verið gert úr því að Veðurstofan hafi gefið út gula viðvörun daginn sem farið var með hóp ferðamanna á vélsleðum við Langjökul. Þann 7. janúar voru björgunarsveitir kallaðar út til að koma 39 ferðamönnum til byggða. „Það er ekkert í gulri viðvörun sem gefur til kynna að það skuli afdráttarlaust aflýsa öllum ferðum, þótt vissulega sé tekið fram að slík veður krefjist árvekni við skipulagningu ferða milli landshluta,“ segir Haukur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Við vorum meðvitaðir um veðrið og ætluðum að vera farnir af svæðinu áður en það kæmi vont veður.“ Upprunalega átti ferðinni að ljúka áður en veðrið skall á. Hún hafi þó dregist. Henni átti að ljúka klukkan tvö en það var ekki fyrr en 15:20 sem leiðsögumaður sagði að tafirnar kölluðu hugsanlega á aðgerðir. Þá var hópurinn lagður af stað frá Íshellinum við Langjökul að Geldingarfelli, þar sem bækistöðvar Mountaineers of Iceland eru. Haukur segir einnig að hugsanlega hefði átt að hringja fyrr eftir aðstoð. Starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki séð fyrir sér að þörf væri á því. Snjótroðari sem fyrirtækið á hafi þó bilað og bíll þar að auki. Þá þurfti jarðýtu til að ryðja leiðina að fólkinu fyrir þá jeppa sem voru eftir. „Við töldum okkur hafa allan þann tækjabúnað og mannskap á svæðinu sem þyrfti til að koma fólkinu sem fyrst í öruggt skjól í bækistöð okkar. Við tölum alltaf að við hefðum besta tækifærið til að skila fólkinu sem fyrst.“ Mountaineers tókst að koma jarðýtu og tveimur jeppum að fólkinu og þriðja jeppanum nokkrum klukkustundum eftir það. Skömmu seinna voru björgunarsveitarmenn komnir að hópnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa rætt við flesta sem voru í ferðinni og byrjuðu þeir strax daginn eftir umrædda ferð. „Við erum gjörsamlega miður okkar yfir þessu atviki. Okkur þykir mjög fyrir því að viðskiptavinir okkar hafi þurft að upplifa þetta og að þeir hafi lent í þessum vandræðum með okkur,“ segir Haukur.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira