Saksóknarar í Angóla saka ríkustu konu Afríku um fjárdrátt og peningaþvætti Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2020 10:40 Isabel dos Santos er dóttir forsetans fyrrvernandi, José Eduardo dos Santos. EPA Saksóknarar í Angóla hafa sakað ríkustu konu Afríku, Isabel dos Santos, um fjárdrátt og peningaþvætti. Dómsmálaráðherra landsins, Helder Pitta Gros, segir að ásakanirnar á hendur dos Santos tengist stjórnartíð hennar sem stjórnarformaður ríkisolíufélagsins Sonangol. Pitta Gros hefur beint því til dos Santos að snúa aftur til Angóla til að svara fyrir þær ásakanir sem á hana eru bornar. Dos Santos hefur hafnað öllum ásökunum um spillingu. Milljarðamæringurinn dos Santos býr nú í Bretlandi og hefur sagst hafa íhugað að bjóða sig fram til forseta í Angóla. Hún er dóttir José Eduardo dos Santos sem gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017. Segja dos Santos skulda milljarð Bandaríkjadala BBC segir frá því að saksóknarar sækjast nú eftir því að endurheimta um milljarð Bandaríkjadala, um 125 milljarða íslenskra króna, sem þeir segja dos Santos skulda angólska ríkinu. Dómsmálaráðherrann segir dos Santos vera grunaða um peningaþvætti, skaðlega stjórnun, skjalafals, auk fleiri efnahagsbrota. Angólsk yfirvöld muni nú hefja sakamálarannsókn og í kjölfarið ákvarða hvort að hún verði formlega ákærð. Fimm manns til víðbótar eru grunaðir um aðild að meintum brotum og hafa þeir sömuleiðis verið hvattir til að snúa aftur til Angóla. Ráðherrann segir að ef dos Santos snúi ekki sjálf til Angóla verði gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur henni. José Eduardo dos Santos gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017.Getty Skipaði dóttur sína stjórnarformann Faðir dos Santos skipaði í forsetatíð sinni dóttur sína sem stjórnarformann olíufélagsins Sonangol árið 2016. Arftaki José Eduardo dos Santos í embætti forseta, Joao Lourenço, vék svo Isabel dos Santos úr stóli stjórnarformanns árið 2017. Rannsókn á embættisfærslum dos Santos hófust eftir að núverandi stjórnarformaður Sonangol, Carlos Saturnino, greindi yfirvöldum frá grunsamlegum millifærslum hjá félaginu. Í kjölfarið var ákveðið að frysta eignir dos Santos. Í gögnum sem lekið var kemur fram að dos Santos hafi fengið aðgang að arðsömum samningum um kaup á landi, olíuauðlindum og fjárskiptakerfum í forsetatíð föður hennar. Þá eiga gögnin að sýna að vestræn fyrirtæki hafi aðstoðað hana að koma háum fjárhæðum úr landi. Auðævi Isabel dos Santos eru metin á 2,1 milljarða Bandaríkjadala. Angóla Tengdar fréttir Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Saksóknarar í Angóla hafa sakað ríkustu konu Afríku, Isabel dos Santos, um fjárdrátt og peningaþvætti. Dómsmálaráðherra landsins, Helder Pitta Gros, segir að ásakanirnar á hendur dos Santos tengist stjórnartíð hennar sem stjórnarformaður ríkisolíufélagsins Sonangol. Pitta Gros hefur beint því til dos Santos að snúa aftur til Angóla til að svara fyrir þær ásakanir sem á hana eru bornar. Dos Santos hefur hafnað öllum ásökunum um spillingu. Milljarðamæringurinn dos Santos býr nú í Bretlandi og hefur sagst hafa íhugað að bjóða sig fram til forseta í Angóla. Hún er dóttir José Eduardo dos Santos sem gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017. Segja dos Santos skulda milljarð Bandaríkjadala BBC segir frá því að saksóknarar sækjast nú eftir því að endurheimta um milljarð Bandaríkjadala, um 125 milljarða íslenskra króna, sem þeir segja dos Santos skulda angólska ríkinu. Dómsmálaráðherrann segir dos Santos vera grunaða um peningaþvætti, skaðlega stjórnun, skjalafals, auk fleiri efnahagsbrota. Angólsk yfirvöld muni nú hefja sakamálarannsókn og í kjölfarið ákvarða hvort að hún verði formlega ákærð. Fimm manns til víðbótar eru grunaðir um aðild að meintum brotum og hafa þeir sömuleiðis verið hvattir til að snúa aftur til Angóla. Ráðherrann segir að ef dos Santos snúi ekki sjálf til Angóla verði gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur henni. José Eduardo dos Santos gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017.Getty Skipaði dóttur sína stjórnarformann Faðir dos Santos skipaði í forsetatíð sinni dóttur sína sem stjórnarformann olíufélagsins Sonangol árið 2016. Arftaki José Eduardo dos Santos í embætti forseta, Joao Lourenço, vék svo Isabel dos Santos úr stóli stjórnarformanns árið 2017. Rannsókn á embættisfærslum dos Santos hófust eftir að núverandi stjórnarformaður Sonangol, Carlos Saturnino, greindi yfirvöldum frá grunsamlegum millifærslum hjá félaginu. Í kjölfarið var ákveðið að frysta eignir dos Santos. Í gögnum sem lekið var kemur fram að dos Santos hafi fengið aðgang að arðsömum samningum um kaup á landi, olíuauðlindum og fjárskiptakerfum í forsetatíð föður hennar. Þá eiga gögnin að sýna að vestræn fyrirtæki hafi aðstoðað hana að koma háum fjárhæðum úr landi. Auðævi Isabel dos Santos eru metin á 2,1 milljarða Bandaríkjadala.
Angóla Tengdar fréttir Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00