Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 23. janúar 2020 13:00 Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. Ég held að það sé alveg ljóst að mikið vantraust ríkir á milli almennings í landinu og þeirra sem nýta fiskveiðiauðlindina okkar. Á árinu 2019 gaf Verðlagsstofa skiptasverðs út skýrslu þar sem fjallað var um mun á verði á makríl frá Íslandi annarsvegar og Noregi hinsvegar. Tölurnar náðu yfir árin 2012-2018 og voru sláandi. Munaði allt að 300% á því verði sem Norðmenn gefa upp sem meðalverð og því verði sem íslenskir útgerðarmenn gefa upp. Það urðu eðlilega læti í samfélaginu í kringum þessa skýrslu, talsmaður útgerðarmanna kom fram í fjölmiðlum og sagði að þessi munur væri eðlilegur, Norðmenn seldu sinn makríl á dýrari markaði en við Íslendingar og því væri þetta moldviðri. Gott og vel, góð rök segja sumir. Norðmenn hafa unnið baráttuna um betri markaði á unnum makríl. En hvað um makríl til bræðslu? Árið 2018 fékkst 43% hærra verð fyrir makríl til bræðslu í Noregi en á Íslandi samkvæmt skýrslu Verðlagsstofu. Ég er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna en í því félagi eru meðal annars vélstjórar á fiskiskipum. Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi orðrómur um það að útgerðarmenn gefi ekki upp rétt verð á sjávarfangi. Ef rétt reynist er það grafalvarlegt, enda svindla þeir þá ekki bara á launum sjómanna heldur á samfélaginu öllu. Samfélagið allt verður af tekjum ef verð á sjávarafurðum úr okkar sameiginlegri fiskveiðiauðlind er ekki rétt upp gefin. Hafnarsjóðir bæjarfélaganna verða af tekjum, bæjarsjóðir verða af útsvari og ríkissjóður af auðlindagjöldum og tekjuskatti. Kjarasamningar vélstjóra á fiskiskipum hafa verið lausir síðan 1. október síðastliðinn. Um jól og áramót fórum við hjá VM hringinn í kringum landið til þess að hitta félagsmenn okkar og spurðum þá meðal annars hvað félagið eigi að leggja áherslu á í samningaviðræðum við útgerðarmenn. Allir svöruðu þeir á sömu leið; „Við viljum að fiskverð sé gagnsætt og að við fáum greidd rétt laun“. Eðlileg krafa segja flestir. Þegar borið er upp á útgerðarmenn að þeir greiði ekki rétt verð fyrir fiskinn í sjónum til sjómanna og almennings er stutt í hneykslisgírinn og þeir skilja bara ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Í mars árið 2019 lönduðu þrjú skip á Íslandi kolmunna sama dag, hjá sama fyrirtæki, fiski úr sömu torfunni. Tvö þessara skipa voru íslensk og eitt var norskt. Íslensku skipin fengu 25,17 krónur á kíló fyrir sinn farm, en norska skipið fékk 36,07 krónur á kíló fyrir sinn kolmunna. Munurinn er rúmlega 43%. Það er sami verðmunur og var á makríl til bræðslu sumarið áður, er það tilviljun? Af hverju er hægt að borga Norðmönnum svona miklu betur en Íslendingum? Þessu þurfa útgerðarmenn að svara. Sögur af misbresti eru bara svo margar, að almenningur getur ekki lengur setið hjá. Hvað þá stjórnmálamenn. Útlit er fyrir að sameiginlegir sjóðir okkar verði af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Er því nema vona að við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna spyrjum: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Sjávarútvegur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. Ég held að það sé alveg ljóst að mikið vantraust ríkir á milli almennings í landinu og þeirra sem nýta fiskveiðiauðlindina okkar. Á árinu 2019 gaf Verðlagsstofa skiptasverðs út skýrslu þar sem fjallað var um mun á verði á makríl frá Íslandi annarsvegar og Noregi hinsvegar. Tölurnar náðu yfir árin 2012-2018 og voru sláandi. Munaði allt að 300% á því verði sem Norðmenn gefa upp sem meðalverð og því verði sem íslenskir útgerðarmenn gefa upp. Það urðu eðlilega læti í samfélaginu í kringum þessa skýrslu, talsmaður útgerðarmanna kom fram í fjölmiðlum og sagði að þessi munur væri eðlilegur, Norðmenn seldu sinn makríl á dýrari markaði en við Íslendingar og því væri þetta moldviðri. Gott og vel, góð rök segja sumir. Norðmenn hafa unnið baráttuna um betri markaði á unnum makríl. En hvað um makríl til bræðslu? Árið 2018 fékkst 43% hærra verð fyrir makríl til bræðslu í Noregi en á Íslandi samkvæmt skýrslu Verðlagsstofu. Ég er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna en í því félagi eru meðal annars vélstjórar á fiskiskipum. Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi orðrómur um það að útgerðarmenn gefi ekki upp rétt verð á sjávarfangi. Ef rétt reynist er það grafalvarlegt, enda svindla þeir þá ekki bara á launum sjómanna heldur á samfélaginu öllu. Samfélagið allt verður af tekjum ef verð á sjávarafurðum úr okkar sameiginlegri fiskveiðiauðlind er ekki rétt upp gefin. Hafnarsjóðir bæjarfélaganna verða af tekjum, bæjarsjóðir verða af útsvari og ríkissjóður af auðlindagjöldum og tekjuskatti. Kjarasamningar vélstjóra á fiskiskipum hafa verið lausir síðan 1. október síðastliðinn. Um jól og áramót fórum við hjá VM hringinn í kringum landið til þess að hitta félagsmenn okkar og spurðum þá meðal annars hvað félagið eigi að leggja áherslu á í samningaviðræðum við útgerðarmenn. Allir svöruðu þeir á sömu leið; „Við viljum að fiskverð sé gagnsætt og að við fáum greidd rétt laun“. Eðlileg krafa segja flestir. Þegar borið er upp á útgerðarmenn að þeir greiði ekki rétt verð fyrir fiskinn í sjónum til sjómanna og almennings er stutt í hneykslisgírinn og þeir skilja bara ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Í mars árið 2019 lönduðu þrjú skip á Íslandi kolmunna sama dag, hjá sama fyrirtæki, fiski úr sömu torfunni. Tvö þessara skipa voru íslensk og eitt var norskt. Íslensku skipin fengu 25,17 krónur á kíló fyrir sinn farm, en norska skipið fékk 36,07 krónur á kíló fyrir sinn kolmunna. Munurinn er rúmlega 43%. Það er sami verðmunur og var á makríl til bræðslu sumarið áður, er það tilviljun? Af hverju er hægt að borga Norðmönnum svona miklu betur en Íslendingum? Þessu þurfa útgerðarmenn að svara. Sögur af misbresti eru bara svo margar, að almenningur getur ekki lengur setið hjá. Hvað þá stjórnmálamenn. Útlit er fyrir að sameiginlegir sjóðir okkar verði af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Er því nema vona að við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna spyrjum: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar