Heimiliskötturinn var við dauðans dyr eftir áverka sem taldir eru af mannavöldum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 16:35 Tiffany kom heim útötuð blóði. Síðar kom í ljós að það lak úr tungu hennar. Aðsend Talið er að alvarlegir áverkar heimiliskattar á Sólvallagötu í Vesturbæ séu af mannavöldum. Kötturinn missti fjórar tennur við þungt högg í andlitið, mögulega spark, og missti einnig mikið blóð. Eigandi kisu segir hana hafa verið nær dauða en lífi, þó hún sé nú að braggast, og hefur íhugað að tilkynna málið til lögreglu. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi læðunnar Tiffany, vakti fyrst athygli á atvikinu inni á Facebook-hóp Vesturbæinga nú í vikunni, fyrst og fremst til að óska eftir vitnum ef einhver væru, og færslan vakti mikil viðbrögð. Fjöldi fólks hefur deilt henni og þá keppast Vesturbæingar við að senda Tiffany batakveðjur í athugasemdum. Fossaði úr henni blóðið Sesselja lýsir atburðarásinni í samtali við Vísi. Tiffany kom heim síðdegis á föstudag. Sonur Sesselju, sem er einn helsti vinur kisu, tók á móti henni en þegar hann hófst handa við að klappa henni tóku þau mæðginin eftir því að ekki var allt með felldu. „Það heyrðist skrýtið hljóð í henni og þá var eins og það væri eitthvað í munninum á henni. Og svo auðvitað fossaði blóð út úr henni,“ segir Sesselja. Þau hringdu strax á dýralæknavaktina og brunuðu svo með hana upp í Mosfellsbæ. Sesselja segir að hún hafi fyrst ályktað sem svo að Tiffany hefði orðið fyrir bíl eða dottið og meitt sig. Þungt spark eða högg Dýralæknir í Mosfellsbæ sem tók við Tiffany er hins vegar á öðru máli og telur líklegast að áverkarnir séu af mannavöldum. Tiffany var svæfð og úr henni teknar þrjár tennur. Fjórða tönnin, jaxl, datt hins vegar úr með rótum. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi Tiffany.Aðsend „Og okkur fannst það auðvitað mjög spes. Svo var saumað fyrir tvo tveggja sentímetra langa skurði á tungunni, tennurnar höfðu skorist í hana. Allt blóðið var úr tungunni og hún missti alveg rosalega mikið blóð,“ segir Sesselja. „Auðvitað veit maður ekkert hvað gerðist en þetta eru mjög miklir áverkar í andliti. Dýralæknirinn var á því að þetta væri ekki eftir bílslys, fall eða slagsmál. Henni fannst líklegast að þetta væri af mannavöldum, þungt spark eða högg, af því að þetta var þetta staðbundið.“ Nær dauða en lífi Sesselja fór með Tiffany heim eftir svæfinguna þar sem hún byrjaði að jafna sig. Fljótlega byrjaði kisu þó að hraka verulega og um nóttina var vart lífsmark með henni. Snemma um morguninn byrjaði hún svo að taka skjálftaköst. „Tungan lafði út og hún var alveg ísköld, allt hold orðið hvítt; tannholdið, trýnið og þófarnir. Ég setti þvottapoka við tunguna því hún var orðin þurr, hitateppi undir Tiffany og hitateppi ofan á hana. Svo var vakað yfir henni um nóttina.“ Tiffany eins og hún á að sér að vera.Aðsend Sesselja segir að áverkarnir hafi að öllum líkindum verið meiri en upphaflega var talið og hefur eftir dýralækninum að ef til vill hafi myndast gúlpur í höfðinu sem svo sprakk. Dýralæknirinn hafi jafnframt talið afar ólíklegt að Tiffany lifði nóttina af. „Ég talaði við hana klukkan 9 um morguninn og það fyrsta sem hún sagði var: Er hún dáin?“ En Tiffany þraukaði og er nú öll að braggast, að sögn Sesselju. Hún fékk sýkla- og verkjalyf, auk þess sem hún fær sérstakan mat fyrir veika ketti. „Það er bara dekur, dekur, dekur,“ segir Sesselja sem hyggst fara með Tiffany aftur í skoðun til dýralæknis eftir helgi. Fer aldrei langt Þá segir Sesselja að viðbrögð við Facebook-færslunni hafi verið ótrúleg. Afar gott sé að finna fyrir stuðningi nágranna og annarra velunnara Tiffany. „Nágrannar hafa sent mér skilaboð til að spyrja hvernig hún hefur það, segjast elska Tiffany og hitta hana alltaf þegar þeir fara í vinnuna.“ Aðspurð segir Sesselja að hún hafi leitt hugann að því að tilkynna málið til lögreglu og raunar verið hvött ítrekað til þess. Þá hafi Tiffany að öllum líkindum hlotið áverkana í næsta nágrenni Sólvallagötu þar sem hún fari aldrei langt frá heimili sínu. „Hún er bara hérna fyrir utan eða í götunum kring. Situr úti á gangstétt, skoðar mannlífið og fær klapp.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Talið er að alvarlegir áverkar heimiliskattar á Sólvallagötu í Vesturbæ séu af mannavöldum. Kötturinn missti fjórar tennur við þungt högg í andlitið, mögulega spark, og missti einnig mikið blóð. Eigandi kisu segir hana hafa verið nær dauða en lífi, þó hún sé nú að braggast, og hefur íhugað að tilkynna málið til lögreglu. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi læðunnar Tiffany, vakti fyrst athygli á atvikinu inni á Facebook-hóp Vesturbæinga nú í vikunni, fyrst og fremst til að óska eftir vitnum ef einhver væru, og færslan vakti mikil viðbrögð. Fjöldi fólks hefur deilt henni og þá keppast Vesturbæingar við að senda Tiffany batakveðjur í athugasemdum. Fossaði úr henni blóðið Sesselja lýsir atburðarásinni í samtali við Vísi. Tiffany kom heim síðdegis á föstudag. Sonur Sesselju, sem er einn helsti vinur kisu, tók á móti henni en þegar hann hófst handa við að klappa henni tóku þau mæðginin eftir því að ekki var allt með felldu. „Það heyrðist skrýtið hljóð í henni og þá var eins og það væri eitthvað í munninum á henni. Og svo auðvitað fossaði blóð út úr henni,“ segir Sesselja. Þau hringdu strax á dýralæknavaktina og brunuðu svo með hana upp í Mosfellsbæ. Sesselja segir að hún hafi fyrst ályktað sem svo að Tiffany hefði orðið fyrir bíl eða dottið og meitt sig. Þungt spark eða högg Dýralæknir í Mosfellsbæ sem tók við Tiffany er hins vegar á öðru máli og telur líklegast að áverkarnir séu af mannavöldum. Tiffany var svæfð og úr henni teknar þrjár tennur. Fjórða tönnin, jaxl, datt hins vegar úr með rótum. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi Tiffany.Aðsend „Og okkur fannst það auðvitað mjög spes. Svo var saumað fyrir tvo tveggja sentímetra langa skurði á tungunni, tennurnar höfðu skorist í hana. Allt blóðið var úr tungunni og hún missti alveg rosalega mikið blóð,“ segir Sesselja. „Auðvitað veit maður ekkert hvað gerðist en þetta eru mjög miklir áverkar í andliti. Dýralæknirinn var á því að þetta væri ekki eftir bílslys, fall eða slagsmál. Henni fannst líklegast að þetta væri af mannavöldum, þungt spark eða högg, af því að þetta var þetta staðbundið.“ Nær dauða en lífi Sesselja fór með Tiffany heim eftir svæfinguna þar sem hún byrjaði að jafna sig. Fljótlega byrjaði kisu þó að hraka verulega og um nóttina var vart lífsmark með henni. Snemma um morguninn byrjaði hún svo að taka skjálftaköst. „Tungan lafði út og hún var alveg ísköld, allt hold orðið hvítt; tannholdið, trýnið og þófarnir. Ég setti þvottapoka við tunguna því hún var orðin þurr, hitateppi undir Tiffany og hitateppi ofan á hana. Svo var vakað yfir henni um nóttina.“ Tiffany eins og hún á að sér að vera.Aðsend Sesselja segir að áverkarnir hafi að öllum líkindum verið meiri en upphaflega var talið og hefur eftir dýralækninum að ef til vill hafi myndast gúlpur í höfðinu sem svo sprakk. Dýralæknirinn hafi jafnframt talið afar ólíklegt að Tiffany lifði nóttina af. „Ég talaði við hana klukkan 9 um morguninn og það fyrsta sem hún sagði var: Er hún dáin?“ En Tiffany þraukaði og er nú öll að braggast, að sögn Sesselju. Hún fékk sýkla- og verkjalyf, auk þess sem hún fær sérstakan mat fyrir veika ketti. „Það er bara dekur, dekur, dekur,“ segir Sesselja sem hyggst fara með Tiffany aftur í skoðun til dýralæknis eftir helgi. Fer aldrei langt Þá segir Sesselja að viðbrögð við Facebook-færslunni hafi verið ótrúleg. Afar gott sé að finna fyrir stuðningi nágranna og annarra velunnara Tiffany. „Nágrannar hafa sent mér skilaboð til að spyrja hvernig hún hefur það, segjast elska Tiffany og hitta hana alltaf þegar þeir fara í vinnuna.“ Aðspurð segir Sesselja að hún hafi leitt hugann að því að tilkynna málið til lögreglu og raunar verið hvött ítrekað til þess. Þá hafi Tiffany að öllum líkindum hlotið áverkana í næsta nágrenni Sólvallagötu þar sem hún fari aldrei langt frá heimili sínu. „Hún er bara hérna fyrir utan eða í götunum kring. Situr úti á gangstétt, skoðar mannlífið og fær klapp.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira