Villuráfandi skarfur var í vandræðum við Kárastíg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2020 21:00 Skarfurinn var nokkuð gæfur en kolvilltur. Mynd/Hlíf Una Bárudóttir Hlíf Una Bárudóttir, íbúi við Kárastíg í Reykjavík, rak upp stór augu fyrr í dag þegar stærðarinnar skarfur var á ferðinni um götuna. „Þessi gaur er að þvælast á Kárastíg og virðist lítill í sér. Hvert hringir kona vegna villuráfandi skarfa?“ skrifaði Hlíf á Facebook í dag og birti hún myndir á Facebook af fuglinum fagra. Skarfurinn reyndist bæði vera ungur og hraustur.Mynd/Hlíf Una Bárudóttir Í samtali við Vísi segir Hlíf að svarið við spurningunni sé Reykjavíkurborg. Eftir að hafa náð þangað inn og útskýrt erindið var meindýraeyðir sendur á vetvang. „Hann fræddi mig um það skarfar geti ekki hafið sig á loft nema á vatni þannig að hann væri í raunverulegum vandræðum,“ segir Hlíf en talið er líklegt að skarfurinn hafi hreinlega fokið inn í borgina í hvassviðrinu sem þar hefur verið í dag. Bjargvætturinn á vegum borgarinnar fangaði fuglinn með háfi og eftir því sem Hlíf best veit var skarfinum sleppt við sjóinn. „Ég fylgdi honum ekki á enda en maðurinn sem kom hingað sagði að þetta væri ungur og hraustur fugl og það væri minnsta málið að keyra hann niður að sjó.“ Hlíf náði meðfylgjandi myndum af skarfinum sem hún sagði hafa verið nokkuð gæfan eftir að hann plantaði sér á Káratorg, þar sem hann var í um tvo tíma áður en hann var fluttur niður að sjónum. Skarfar eru sjófuglar sem halda sig helst við ströndina eða á vötnum nálægt sjó, en eru alla jafna sjaldséðir inn í íbúðarhverfum. Dýr Reykjavík Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Hlíf Una Bárudóttir, íbúi við Kárastíg í Reykjavík, rak upp stór augu fyrr í dag þegar stærðarinnar skarfur var á ferðinni um götuna. „Þessi gaur er að þvælast á Kárastíg og virðist lítill í sér. Hvert hringir kona vegna villuráfandi skarfa?“ skrifaði Hlíf á Facebook í dag og birti hún myndir á Facebook af fuglinum fagra. Skarfurinn reyndist bæði vera ungur og hraustur.Mynd/Hlíf Una Bárudóttir Í samtali við Vísi segir Hlíf að svarið við spurningunni sé Reykjavíkurborg. Eftir að hafa náð þangað inn og útskýrt erindið var meindýraeyðir sendur á vetvang. „Hann fræddi mig um það skarfar geti ekki hafið sig á loft nema á vatni þannig að hann væri í raunverulegum vandræðum,“ segir Hlíf en talið er líklegt að skarfurinn hafi hreinlega fokið inn í borgina í hvassviðrinu sem þar hefur verið í dag. Bjargvætturinn á vegum borgarinnar fangaði fuglinn með háfi og eftir því sem Hlíf best veit var skarfinum sleppt við sjóinn. „Ég fylgdi honum ekki á enda en maðurinn sem kom hingað sagði að þetta væri ungur og hraustur fugl og það væri minnsta málið að keyra hann niður að sjó.“ Hlíf náði meðfylgjandi myndum af skarfinum sem hún sagði hafa verið nokkuð gæfan eftir að hann plantaði sér á Káratorg, þar sem hann var í um tvo tíma áður en hann var fluttur niður að sjónum. Skarfar eru sjófuglar sem halda sig helst við ströndina eða á vötnum nálægt sjó, en eru alla jafna sjaldséðir inn í íbúðarhverfum.
Dýr Reykjavík Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira