Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 20:44 Birgitta Jónsdóttir, fv. þingmaður, greinir frá því á Facebook að kennsl hafi verið borin á líkamsleifar föður hennar. Myndin er úr safni. Vísir/Stöð 2 Maður sem hvarf fyrir þrjátíu árum og kennsl voru borin á í dag var faðir Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanns Pírata. Birgitta þakkar lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa loks skorið úr um afdrif föður hennar í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti í dag að tekist hefði að bera kennsl á höfuðkúpu manns sem var talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag árið 1987. Hluti höfuðkúpunnar fannst við Ölfusá árið 1994. DNA-sýni úr kúpunni sem var sent til rannsóknar í Svíþjóð leiddi í ljós að hún var úr Jóni Ólafssyni, föður Birgittu. Í Facebook-færslunni skrifar Birgitta að faðir hennar hafi nú loks fundið frið. „Við systkinin erum óendanlega þakklát yfirlögregluþjóni Suðurlands Oddi Árnasyni fyrir að fylgja þessu máli eftir alla leið svo að loks sé hægt að jarðsetja pabba og vera fullviss um afdrif hans,“ skrifar hún. Ekki reyndist hægt að bera kennsl á höfuðkúpuna með tækni þess tíma þegar hún fannst árið 1994. Ákveðið var að reyna aftur í lok mars í fyrra og var þá tekið sýni úr höfuðkúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaðan barst í haust um að beinin væru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. Þá var sýnið sent til DNA-rannsóknar í Svíþjóð og barst niðurstaða úr henni í þessum mánuði. Í tilkynningu lögreglu kom fram að börn Jóns verði afhentar jarðneskar leifar föður þeirra á næstu dögum. Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Maður sem hvarf fyrir þrjátíu árum og kennsl voru borin á í dag var faðir Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanns Pírata. Birgitta þakkar lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa loks skorið úr um afdrif föður hennar í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti í dag að tekist hefði að bera kennsl á höfuðkúpu manns sem var talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag árið 1987. Hluti höfuðkúpunnar fannst við Ölfusá árið 1994. DNA-sýni úr kúpunni sem var sent til rannsóknar í Svíþjóð leiddi í ljós að hún var úr Jóni Ólafssyni, föður Birgittu. Í Facebook-færslunni skrifar Birgitta að faðir hennar hafi nú loks fundið frið. „Við systkinin erum óendanlega þakklát yfirlögregluþjóni Suðurlands Oddi Árnasyni fyrir að fylgja þessu máli eftir alla leið svo að loks sé hægt að jarðsetja pabba og vera fullviss um afdrif hans,“ skrifar hún. Ekki reyndist hægt að bera kennsl á höfuðkúpuna með tækni þess tíma þegar hún fannst árið 1994. Ákveðið var að reyna aftur í lok mars í fyrra og var þá tekið sýni úr höfuðkúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaðan barst í haust um að beinin væru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. Þá var sýnið sent til DNA-rannsóknar í Svíþjóð og barst niðurstaða úr henni í þessum mánuði. Í tilkynningu lögreglu kom fram að börn Jóns verði afhentar jarðneskar leifar föður þeirra á næstu dögum.
Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17