Króatar í úrslit eftir tvíframlengdan spennutrylli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2020 18:51 Króatar fagna í leikslok. vísir/epa Króatía er komið í úrslit á Evrópumótinu í handbolta eftir sigur á Noregi, 29-28, í tvíframlengdum spennutrylli. Zeljko Musa skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Það var hans eina mark í leiknum og aðeins þriðja markið hans á EM. Zeljko Musa's third goal of the tournament - and the one which really counts!@HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/ZxruhSscMU— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Króatía mætir annað hvort Spáni eða Slóveníu í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Domagoj Duvnjak var markahæstur Króata með átta mörk. Sander Sagosen átti stórleik í norska liðinu og skoraði tíu mörk. Króatar voru lengst af skrefinu á undan en komumst aldrei meira en þremur mörkum yfir. Staðan í hálfleik var 10-12, Króatíu í vil. Króatar komust þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks, 12-15, og fengu tækifæri til að ná fjögurra marka forskoti en Thorbjörn Bergerud varði frá Igor Karacic úr hraðaupphlaupi. With @HRStwitt 3 up, @TSBergerud saves at a crucial moment for @NORhandball#ehfeuro2020 dreamwinremember pic.twitter.com/yKMAp8L5w1— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Noregur skoraði næstu þrjú mörk, jafnaði í 15-15 og Sagosen kom Norðmönnum svo yfir, 17-16, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Magnus Gullerud kom Norðmönnum yfir, 22-21, og þeir fengu tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir en Matetj Asanin varði víti frá Sagosen. Duvnjak skoraði næstu tvö mörk og kom Króatíu yfir, 22-23. Noregur fékk vítakast en Asanin varði frá Magnusi Jondal. Two crucial penalties saved by Matej Asanin in a row for @HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/iIdQTKXHUR— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Bergerud varði frá Duvnjak í næstu sókn Króata og Jondal jafnaði í 23-23. Króatar fengu lokasóknina en vörn Norðmanna varði skot Duvnjaks. FULL-TIME: It's 23:23 and we have EXTRA TIME!@NORhandball vs @HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xf0D7tYhsp— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Hvort lið gerði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik framlengingarinnar og staðan að honum loknum var jöfn, 24-24. Luka Stepancic kom Króatíu yfir í seinni hálfleik fyrri framlengingar en Sagosen jafnaði með sínu tíunda marki. Kristian Björnsen kom Noregi yfir úr hraðaupphlaupi, 26-25, en Króatía fékk vítakast í þann mund sem leiktíminn rann út. Duvnjak fór á vítalínuna, skoraði og því þurfti að framlengja aftur. A penalty in the LAST SECOND and Duvnjak nets it for @HRStwitt . More extra time!#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xrihzlNfFU— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Bæði lið skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik seinni framlengingarinnar. Í þeim seinni voru mistökin fjölmörg og aðeins eitt mark skorað. Það gerði áðurnefndur Musa og tryggði Króötum sæti í úrslitum EM í fyrsta sinn síðan 2010. EM 2020 í handbolta Króatía Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Króatía er komið í úrslit á Evrópumótinu í handbolta eftir sigur á Noregi, 29-28, í tvíframlengdum spennutrylli. Zeljko Musa skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Það var hans eina mark í leiknum og aðeins þriðja markið hans á EM. Zeljko Musa's third goal of the tournament - and the one which really counts!@HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/ZxruhSscMU— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Króatía mætir annað hvort Spáni eða Slóveníu í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Domagoj Duvnjak var markahæstur Króata með átta mörk. Sander Sagosen átti stórleik í norska liðinu og skoraði tíu mörk. Króatar voru lengst af skrefinu á undan en komumst aldrei meira en þremur mörkum yfir. Staðan í hálfleik var 10-12, Króatíu í vil. Króatar komust þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks, 12-15, og fengu tækifæri til að ná fjögurra marka forskoti en Thorbjörn Bergerud varði frá Igor Karacic úr hraðaupphlaupi. With @HRStwitt 3 up, @TSBergerud saves at a crucial moment for @NORhandball#ehfeuro2020 dreamwinremember pic.twitter.com/yKMAp8L5w1— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Noregur skoraði næstu þrjú mörk, jafnaði í 15-15 og Sagosen kom Norðmönnum svo yfir, 17-16, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Magnus Gullerud kom Norðmönnum yfir, 22-21, og þeir fengu tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir en Matetj Asanin varði víti frá Sagosen. Duvnjak skoraði næstu tvö mörk og kom Króatíu yfir, 22-23. Noregur fékk vítakast en Asanin varði frá Magnusi Jondal. Two crucial penalties saved by Matej Asanin in a row for @HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/iIdQTKXHUR— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Bergerud varði frá Duvnjak í næstu sókn Króata og Jondal jafnaði í 23-23. Króatar fengu lokasóknina en vörn Norðmanna varði skot Duvnjaks. FULL-TIME: It's 23:23 and we have EXTRA TIME!@NORhandball vs @HRStwitt#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xf0D7tYhsp— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Hvort lið gerði aðeins eitt mark í fyrri hálfleik framlengingarinnar og staðan að honum loknum var jöfn, 24-24. Luka Stepancic kom Króatíu yfir í seinni hálfleik fyrri framlengingar en Sagosen jafnaði með sínu tíunda marki. Kristian Björnsen kom Noregi yfir úr hraðaupphlaupi, 26-25, en Króatía fékk vítakast í þann mund sem leiktíminn rann út. Duvnjak fór á vítalínuna, skoraði og því þurfti að framlengja aftur. A penalty in the LAST SECOND and Duvnjak nets it for @HRStwitt . More extra time!#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/xrihzlNfFU— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Bæði lið skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik seinni framlengingarinnar. Í þeim seinni voru mistökin fjölmörg og aðeins eitt mark skorað. Það gerði áðurnefndur Musa og tryggði Króötum sæti í úrslitum EM í fyrsta sinn síðan 2010.
EM 2020 í handbolta Króatía Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira