Djúp lægð á Grænlandshafi veldur stormi í dag og fleiri lægðir í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 07:25 Víða verður skyggni takmarkða og akstursskilyrði erfið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Búast má við austanhvassviðri eða stormi á landinu í dag með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum en rigningu syðst. Orsök stormsins er djúp lægð á Grænlandshafi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Seinni partinn lægir þó smám saman og rofar til, fyrst sunnan til á landinu. Gular hríðarviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og Breiðafirði fram á kvöld og ferðalangar beðnir að kanna þær áður en lagt er af stað. Þar er búist við austan- og norðaustan 15-25 m/s með snjókomu og skafrenningi. Skyggni verður takmarkað og akstursskilyrði erfið, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Tvær smálægðir sækja svo að landinu á morgun og valda breytilegum vindáttum, þó líklega fremur hægum. Úrkoma verður varla mikil en kólnar smám saman. „Fleiri lægðir koma við sögu í næstu viku, en fara líklega flestar austur fyrir land, þ.a. norðanáttir verða tíðari,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þegar þetta er ritað er enn beðið eftir upplýsingum um færð vega víða á landinu en vetrarfærð er nær alls staðar og nokkuð hvasst. Mikill vindur er á Snæfellsnesi og í Borgarfirði, þæfingsfærð á Svínadal en ófært um Bröttubrekku. Mjög hvasst er núna á Vestfjörðum en þæfingsfærð er einnig milli Patreksfjarðar og Bíldudals. Ófært er um Klettsháls. Þungfært er um Öxnadalsheiði og éljagangur í Eyjafirði. Ófært er um Hófaskarð og hálsa. Þá er veginum um Fróðárheiði lokað vegna veðurs. Töluvert hvasst er austan Hafnar og þæfingsfærð á Biskupstungnabraut og um Reynisfjall. Upplýsingar um færð vega má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samgöngur Veður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Sjá meira
Búast má við austanhvassviðri eða stormi á landinu í dag með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum en rigningu syðst. Orsök stormsins er djúp lægð á Grænlandshafi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Seinni partinn lægir þó smám saman og rofar til, fyrst sunnan til á landinu. Gular hríðarviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og Breiðafirði fram á kvöld og ferðalangar beðnir að kanna þær áður en lagt er af stað. Þar er búist við austan- og norðaustan 15-25 m/s með snjókomu og skafrenningi. Skyggni verður takmarkað og akstursskilyrði erfið, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Tvær smálægðir sækja svo að landinu á morgun og valda breytilegum vindáttum, þó líklega fremur hægum. Úrkoma verður varla mikil en kólnar smám saman. „Fleiri lægðir koma við sögu í næstu viku, en fara líklega flestar austur fyrir land, þ.a. norðanáttir verða tíðari,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þegar þetta er ritað er enn beðið eftir upplýsingum um færð vega víða á landinu en vetrarfærð er nær alls staðar og nokkuð hvasst. Mikill vindur er á Snæfellsnesi og í Borgarfirði, þæfingsfærð á Svínadal en ófært um Bröttubrekku. Mjög hvasst er núna á Vestfjörðum en þæfingsfærð er einnig milli Patreksfjarðar og Bíldudals. Ófært er um Klettsháls. Þungfært er um Öxnadalsheiði og éljagangur í Eyjafirði. Ófært er um Hófaskarð og hálsa. Þá er veginum um Fróðárheiði lokað vegna veðurs. Töluvert hvasst er austan Hafnar og þæfingsfærð á Biskupstungnabraut og um Reynisfjall. Upplýsingar um færð vega má nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Samgöngur Veður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Sjá meira