Í beinni í dag: Manchester liðin í FA bikarnum og stórleikir á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 06:00 Roberto Firmino og félagar í Liverpool mæta Shrewsbury á útivelli í dag. Vísir/Getty Alls eru hvorki né minna en 13 beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við byrjum daginn snemma eða klukkan 08:30 á Omega Dubai Desert Classic. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Rétt fyrir kvöldmat er svo PGA mótaröðin í beinni útsendingu en bæði mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. Gainbridge LPGA at Boca Rio er svo í beinni útsendingu klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4. Í ensku bikarkeppninni verða Manchester liðin í eldlínunni. Manchester City fær B-deildarlið Fulham í heimsókn klukkan 13:00. Manchester United fær svo tækifæri til að rétta úr kútnum eftir 2-0 tap gegn bæði Liverpool og Burnley nýverið. Þeir mæta Tranmere Rovers á útivelli en reikna má með erfiðum leik þar sem heimavöllur Tranmere er eitt moldarsvað þessa dagana. Þá fara verðandi Englandsmeistarar Liverpool í heimsókn til Shrewsbury Town. Er það síðasti leikur dagsins hjá okkur í FA bikarnum. Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag. Inter Milan mætir Cagliari í fyrsta leik dagsins rétt fyrir hádegi. Þar á eftir hefst leikur Parma og Udinese áður en stórleikri dagsins hefjast. Erkifjendurnir í Roma og Lazio mætast á Ólympíuleikvanginum í Róm klukkan 17:00. Lazio sitja í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 45 stig en Roma eru sæti á eftir með sjö stigum minna. Því má reikna með hörkuleik að venju í þessum hatramma slag. Topplið Juventus heimsækir svo Napoli í síðasta leik dagsins en gengi heimamanna hefur ekki verið sem skyldi það sem af er leiktíð. Maurizio Sarri, núverandi þjálfari Juventus, þjálfaði auðvitað Napoli áður en hann tók við Chelsea fyrir tímabilið 2018/2019. Að lokum eru þrír leikir úr spænsku úrvalsdeildinni á dagskrá. Atletico Madrid, sem datt óvænt út úr spænska konungsbikarnum á dögunum, fær Leganes í heimsókn í fyrsta leik dagsins klukkan 11:00. Real Sociedad fær sólstrandargæana í Real Mallorca í heimsókn klukkan 15:00 og drengirnir hans Zinedine Zidane loka dagskránni með leik sínum geng Real Valladolid á útivelli.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:08:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 10:55 Atl. Madrid - Leganes, Stöð 2 Sport 2 11:25 Inter Milan - Cagliari, Stöð 2 Sport 3 12:50 Manchester City Fulham, Stöð 2 Sport 13:55 Parma - Udinese, Stöð 2 Sport 2 14:55 Tranmere Rovers - Manchester United, Stöð 2 Sport 14:55 Real Sociedad - Real Mallorca, Stöð 2 Sport 3 16:55 Shrewsbury Town - Liverpool, Stöð 2 Sport 16:55 Roma - Lazio, Stöð 2 Sport 2 18:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 19:40 Napoli - Juventus, Stöð 2 Sport 19:55 Real Valladolid - Real Madrid, Stöð 2 Sport 2 20:00 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Sport 4 Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Alls eru hvorki né minna en 13 beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við byrjum daginn snemma eða klukkan 08:30 á Omega Dubai Desert Classic. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Rétt fyrir kvöldmat er svo PGA mótaröðin í beinni útsendingu en bæði mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. Gainbridge LPGA at Boca Rio er svo í beinni útsendingu klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4. Í ensku bikarkeppninni verða Manchester liðin í eldlínunni. Manchester City fær B-deildarlið Fulham í heimsókn klukkan 13:00. Manchester United fær svo tækifæri til að rétta úr kútnum eftir 2-0 tap gegn bæði Liverpool og Burnley nýverið. Þeir mæta Tranmere Rovers á útivelli en reikna má með erfiðum leik þar sem heimavöllur Tranmere er eitt moldarsvað þessa dagana. Þá fara verðandi Englandsmeistarar Liverpool í heimsókn til Shrewsbury Town. Er það síðasti leikur dagsins hjá okkur í FA bikarnum. Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag. Inter Milan mætir Cagliari í fyrsta leik dagsins rétt fyrir hádegi. Þar á eftir hefst leikur Parma og Udinese áður en stórleikri dagsins hefjast. Erkifjendurnir í Roma og Lazio mætast á Ólympíuleikvanginum í Róm klukkan 17:00. Lazio sitja í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 45 stig en Roma eru sæti á eftir með sjö stigum minna. Því má reikna með hörkuleik að venju í þessum hatramma slag. Topplið Juventus heimsækir svo Napoli í síðasta leik dagsins en gengi heimamanna hefur ekki verið sem skyldi það sem af er leiktíð. Maurizio Sarri, núverandi þjálfari Juventus, þjálfaði auðvitað Napoli áður en hann tók við Chelsea fyrir tímabilið 2018/2019. Að lokum eru þrír leikir úr spænsku úrvalsdeildinni á dagskrá. Atletico Madrid, sem datt óvænt út úr spænska konungsbikarnum á dögunum, fær Leganes í heimsókn í fyrsta leik dagsins klukkan 11:00. Real Sociedad fær sólstrandargæana í Real Mallorca í heimsókn klukkan 15:00 og drengirnir hans Zinedine Zidane loka dagskránni með leik sínum geng Real Valladolid á útivelli.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:08:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 10:55 Atl. Madrid - Leganes, Stöð 2 Sport 2 11:25 Inter Milan - Cagliari, Stöð 2 Sport 3 12:50 Manchester City Fulham, Stöð 2 Sport 13:55 Parma - Udinese, Stöð 2 Sport 2 14:55 Tranmere Rovers - Manchester United, Stöð 2 Sport 14:55 Real Sociedad - Real Mallorca, Stöð 2 Sport 3 16:55 Shrewsbury Town - Liverpool, Stöð 2 Sport 16:55 Roma - Lazio, Stöð 2 Sport 2 18:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 19:40 Napoli - Juventus, Stöð 2 Sport 19:55 Real Valladolid - Real Madrid, Stöð 2 Sport 2 20:00 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Sport 4
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira