Skilur ekki af hverju stofnuð var nefnd vegna snjóflóðanna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 26. janúar 2020 12:31 Halldór Halldórsson, stjórnarmaður í ofanflóðasjóði. Stjórnarmaður í ofanflóðasjóði gagnrýnir að ríkisstjórnin skuli stofna nefnd vegna snjóflóðanna. Aðeins þurfi að prenta út áætlanir ofanflóðasjóðs. Rætt var um málefni ofanflóðasjóðs á Sprengisandi í morgun. Þar gagnrýndi Halldór Halldórsson stjórnarmaður í ofanflóðasjóðs harðlega að ríkistjórnin hefði skipað sérstaka nefnd til að fara yfir málefni ofanflóðasjóðs. „Já, það er nefndin sem á að yfir hvernig fjármunum verði varið. Ég skil ekki þessa nefnd. Af hverju fengum við ekki bara tölvupóst í ofanflóðasjóði, við hefðum getað prentað út skjalið sem við erum að vinna með,“ sagði Halldór. „Þetta liggur alveg ljóst fyrir. Það liggur alveg ljóst fyrir hvaða verkefni bíða, hvaða verkefni eru eftir, hvaða verkefni er hægt að bjóða út á morgun, hvaða verkefni er hægt að bjóða út á næsta ári og svo restina 2022. Nefndin getur bara fengið útprentun og þá er hennar vinnu lokið. Ég skil ekki, þetta lýsir einhverri ákvarðanafælni.“ Halldór sagði að stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að snjóflóðavörnum. „Húseigendur á Íslandi eru að borga tæpa þrjá milljarða á ári í ofanflóðasjóð en það bara verið að nýta einn milljarð á ári og búið að vera þannig í ansi mörg ár. Ég held þetta sé „þetta reddast-hugarfarið“, kæruleysi og gleymska sem hefur orðið þess valdandi að það er ekki verið að nýta þessa fjármuni. Ástæðan er ekki þekkingarskortur á Íslandi,“ sagði Halldór. „Það er bara ein ástæða fyrir þessu og hún er sú að Alþingi og ríkisstjórn hafa verið með „þetta-reddast hugarfarið. En þetta reddast ekki neitt.“ Efnahagsmál Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Skipa starfshóp til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Flateyri Verkefni starfshópsins er að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum. 24. janúar 2020 16:03 Landsbjörg fær hálfa milljón til að standsetja björgunarskip sem verður á Flateyri Skipinu verði svo siglt til Flateyrar þar sem það verður í höfn í vetur. 24. janúar 2020 18:13 Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Stjórnarmaður í ofanflóðasjóði gagnrýnir að ríkisstjórnin skuli stofna nefnd vegna snjóflóðanna. Aðeins þurfi að prenta út áætlanir ofanflóðasjóðs. Rætt var um málefni ofanflóðasjóðs á Sprengisandi í morgun. Þar gagnrýndi Halldór Halldórsson stjórnarmaður í ofanflóðasjóðs harðlega að ríkistjórnin hefði skipað sérstaka nefnd til að fara yfir málefni ofanflóðasjóðs. „Já, það er nefndin sem á að yfir hvernig fjármunum verði varið. Ég skil ekki þessa nefnd. Af hverju fengum við ekki bara tölvupóst í ofanflóðasjóði, við hefðum getað prentað út skjalið sem við erum að vinna með,“ sagði Halldór. „Þetta liggur alveg ljóst fyrir. Það liggur alveg ljóst fyrir hvaða verkefni bíða, hvaða verkefni eru eftir, hvaða verkefni er hægt að bjóða út á morgun, hvaða verkefni er hægt að bjóða út á næsta ári og svo restina 2022. Nefndin getur bara fengið útprentun og þá er hennar vinnu lokið. Ég skil ekki, þetta lýsir einhverri ákvarðanafælni.“ Halldór sagði að stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að snjóflóðavörnum. „Húseigendur á Íslandi eru að borga tæpa þrjá milljarða á ári í ofanflóðasjóð en það bara verið að nýta einn milljarð á ári og búið að vera þannig í ansi mörg ár. Ég held þetta sé „þetta reddast-hugarfarið“, kæruleysi og gleymska sem hefur orðið þess valdandi að það er ekki verið að nýta þessa fjármuni. Ástæðan er ekki þekkingarskortur á Íslandi,“ sagði Halldór. „Það er bara ein ástæða fyrir þessu og hún er sú að Alþingi og ríkisstjórn hafa verið með „þetta-reddast hugarfarið. En þetta reddast ekki neitt.“
Efnahagsmál Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Skipa starfshóp til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Flateyri Verkefni starfshópsins er að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum. 24. janúar 2020 16:03 Landsbjörg fær hálfa milljón til að standsetja björgunarskip sem verður á Flateyri Skipinu verði svo siglt til Flateyrar þar sem það verður í höfn í vetur. 24. janúar 2020 18:13 Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Skipa starfshóp til að styrkja atvinnulíf og búsetu á Flateyri Verkefni starfshópsins er að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum. 24. janúar 2020 16:03
Landsbjörg fær hálfa milljón til að standsetja björgunarskip sem verður á Flateyri Skipinu verði svo siglt til Flateyrar þar sem það verður í höfn í vetur. 24. janúar 2020 18:13
Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20