Íslendingur en fær allt frítt í breska heilbrigðiskerfinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. janúar 2020 13:30 Halldóra Skúladóttir, markþjálfi. Stöð 2 „Ég hef verið að glíma við alls konar heilsukvilla í gegnum árin, ég hef verið að glíma við mjaðmasjúkdóm síðan ég var krakki og er búin að fara í nokkrar aðgerðir síðan 2009,” segir Halldóra Skúladóttir markþjálfi sem flutti ásamt eiginmanni sínum og yngstu dóttur til Leeds á Englandi haustið 2015. Það sem kom henni í opna skjöldu á Englandi var hvernig hún gekk snurðulaust inn í breska heilbrigðiskerfið þegar bakverkir fór að þjaka hana svo illa að hún var að verða óvinnufær. Halldóra, Maríus Sigurjónsson eiginmaður hennar og dóttir þeirra Eyrún eru viðmælendur Lóu Pind Aldísardóttur í 7. þætti af „Hvar er best að búa?“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Skömmu áður en Lóa heimsótti þau í Leeds neyddist Halldóra til að hætta að vinna þegar bakverkir eftir bílslys fóru að ágerast mjög. Í myndskeiðinu sem hér fylgir lýsir Halldóra samskiptum sínum við breska heilbrigðiskerfið í samanburði við það íslenska. „Íslenskir læknar eru frábærir en viðmótið er einhvern veginn öðruvísi hér.“ Hjálpar fólki í sex löndum Þau hjónin, Halldóra og Maríus, voru árið 2015 komin á fimmtugsaldur og fannst þau föst í streituhring á Íslandi. Tvær af fjórum dætrum voru fluttar að heiman, ein var á leið til Bretlands sem au-pair og þá ákváðu þau að láta langþráðan draum um að flytja til útlanda rætast. Maríus fékk vinnu sem flugvirki hjá Jet 2 flugfélaginu en Halldóra vann við að þjálfa starfsfólk í heimaaðhlynningu og halda forvarnnámskeið fyrir fólk í áhættuhópi fyrir sykursýki - þar til hún neyddist til að hætta að vinna fyrir rúmu ári. Í dag eru Halldóra og Maríus flutt til Þýskalands, þar sem honum bauðst vinna á Frankfurt Hahn-flugvellinum. Halldóra hefur haldið áfram að sinna markþjálfun í gegnum netið og er núna að hjálpa fólki í sex mismunandi löndum, allt frá Norðurlöndunum til Amman í Jórdaníu. Auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra og stundar nám í lausnamiðaðri dáleiðslu- og sálmeðferð (Solution focused hypnotherapy and pshychotherapy) og í sumar setti hún vefsíðuna www.kvennarad.is í loftið með greinum og pistlum um hugarfar, hegðun og heilsu kvenna. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Halldóru, Maríus og Eyrúnu fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 7. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Lúðvík Páll Lúðvíksson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira
„Ég hef verið að glíma við alls konar heilsukvilla í gegnum árin, ég hef verið að glíma við mjaðmasjúkdóm síðan ég var krakki og er búin að fara í nokkrar aðgerðir síðan 2009,” segir Halldóra Skúladóttir markþjálfi sem flutti ásamt eiginmanni sínum og yngstu dóttur til Leeds á Englandi haustið 2015. Það sem kom henni í opna skjöldu á Englandi var hvernig hún gekk snurðulaust inn í breska heilbrigðiskerfið þegar bakverkir fór að þjaka hana svo illa að hún var að verða óvinnufær. Halldóra, Maríus Sigurjónsson eiginmaður hennar og dóttir þeirra Eyrún eru viðmælendur Lóu Pind Aldísardóttur í 7. þætti af „Hvar er best að búa?“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Skömmu áður en Lóa heimsótti þau í Leeds neyddist Halldóra til að hætta að vinna þegar bakverkir eftir bílslys fóru að ágerast mjög. Í myndskeiðinu sem hér fylgir lýsir Halldóra samskiptum sínum við breska heilbrigðiskerfið í samanburði við það íslenska. „Íslenskir læknar eru frábærir en viðmótið er einhvern veginn öðruvísi hér.“ Hjálpar fólki í sex löndum Þau hjónin, Halldóra og Maríus, voru árið 2015 komin á fimmtugsaldur og fannst þau föst í streituhring á Íslandi. Tvær af fjórum dætrum voru fluttar að heiman, ein var á leið til Bretlands sem au-pair og þá ákváðu þau að láta langþráðan draum um að flytja til útlanda rætast. Maríus fékk vinnu sem flugvirki hjá Jet 2 flugfélaginu en Halldóra vann við að þjálfa starfsfólk í heimaaðhlynningu og halda forvarnnámskeið fyrir fólk í áhættuhópi fyrir sykursýki - þar til hún neyddist til að hætta að vinna fyrir rúmu ári. Í dag eru Halldóra og Maríus flutt til Þýskalands, þar sem honum bauðst vinna á Frankfurt Hahn-flugvellinum. Halldóra hefur haldið áfram að sinna markþjálfun í gegnum netið og er núna að hjálpa fólki í sex mismunandi löndum, allt frá Norðurlöndunum til Amman í Jórdaníu. Auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra og stundar nám í lausnamiðaðri dáleiðslu- og sálmeðferð (Solution focused hypnotherapy and pshychotherapy) og í sumar setti hún vefsíðuna www.kvennarad.is í loftið með greinum og pistlum um hugarfar, hegðun og heilsu kvenna. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Halldóru, Maríus og Eyrúnu fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 7. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Lúðvík Páll Lúðvíksson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Sjá meira