Breiðablik kaupir markvörð frá Njarðvík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 23:00 Brynjar Atli var á reynslu hjá Sheffield United fyrr í vetur. Vísir/VF Pepsi Max deildarlið Breiðabliks hefur fest kaup á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Er hann annar markvörðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik síðan síðasta tímabili lauk en Anton Ari Einarsson gekk til liðs við félagið frá Val fyrr í vetur. Þá ákvað Gunnleifur Gunnleifsson að leggja hanskana á hilluna en hann mun sjá um markmannsþjálfun liðsins á næsta tímabili. Frá þessu er greint á 433.is. Brynjar Atli er með efnilegri markvörðum Íslands en hann er aðeins tvítugur að aldri, fæddur árið 2000. Hann var aðalmarkvörður Njarðvíkur síðasta sumar en liðið féll þá úr Inkasso deildinni niður í 2. deild eftir að hafa fengið 44 mörk á sig í 22 leikjum. Ljóst er að Blikar eru ekki að sækja Brynjar Atla til að vera aðalmarkvörð en Anton Ari verður í rammanum næsta sumar. Talið er að Óskar Hrafn Þorvaldsson og þjálfarateymi Breiðabliks vilji lána leikmanninn aftur í 1. deildina og leyfa honum þannig að öðlast reynslu til að geta sett pressu á Anton Ara þegar fram líða stundir. Brynjar Atli er fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik frá því að síðasta tímabili lauk. Anton Ari kom sem fyrr segir frá Val, Róbert Orri Þorkelsson kom frá Aftureldingu, Oliver Sigurjónsson kom heim úr atvinnumennsku en hann lék með Bödo/Glimt í Noregi og þá kom Höskuldur Gunnlaugsson einnig heim úr atvinnumennsku. Þá komu þeir Óskar Hrafn og Halldór Árnason inn sem þjálfarar en þeir höfðu komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum en Grótta leikur í fyrsta skipti í sögunni í efstu deild í knattspyrnu næsta sumar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar fóru illa með FH-inga Breiðablik hefur litið virkilega vel út á undirbúningstímabilinu. 25. janúar 2020 12:52 Höskuldur skoraði degi eftir að bróðir hans lést: „Fótboltinn var okkar tenging“ Höskuldur Gunnlaugsson tileinkaði bróður sínum mark sem hann skoraði fyrir Breiðablik gegn ÍA síðasta sumar. 13. janúar 2020 07:00 Erla tekur við af Óskari Hrafni hjá VÍS Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Vátryggingafélags Íslands. 16. desember 2019 16:27 Breiðablik selur fimmtán ára Kristian til Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson er genginn í raðir hollenska stórliðsins Ajax en þetta var staðfest í dag. 10. janúar 2020 15:45 Gunnleifur í breytt hlutverk hjá Blikum Markvörðurinn þrautreyndi er orðinn hluti af þjálfarateymi Breiðabliks. 14. janúar 2020 21:20 Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu fá ekki greidd nein laun í Pepsi Max deildinni næsta sumar Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. 4. desember 2019 16:45 Oliver aftur til Breiðabliks Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. 14. janúar 2020 17:29 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Pepsi Max deildarlið Breiðabliks hefur fest kaup á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Er hann annar markvörðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik síðan síðasta tímabili lauk en Anton Ari Einarsson gekk til liðs við félagið frá Val fyrr í vetur. Þá ákvað Gunnleifur Gunnleifsson að leggja hanskana á hilluna en hann mun sjá um markmannsþjálfun liðsins á næsta tímabili. Frá þessu er greint á 433.is. Brynjar Atli er með efnilegri markvörðum Íslands en hann er aðeins tvítugur að aldri, fæddur árið 2000. Hann var aðalmarkvörður Njarðvíkur síðasta sumar en liðið féll þá úr Inkasso deildinni niður í 2. deild eftir að hafa fengið 44 mörk á sig í 22 leikjum. Ljóst er að Blikar eru ekki að sækja Brynjar Atla til að vera aðalmarkvörð en Anton Ari verður í rammanum næsta sumar. Talið er að Óskar Hrafn Þorvaldsson og þjálfarateymi Breiðabliks vilji lána leikmanninn aftur í 1. deildina og leyfa honum þannig að öðlast reynslu til að geta sett pressu á Anton Ara þegar fram líða stundir. Brynjar Atli er fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik frá því að síðasta tímabili lauk. Anton Ari kom sem fyrr segir frá Val, Róbert Orri Þorkelsson kom frá Aftureldingu, Oliver Sigurjónsson kom heim úr atvinnumennsku en hann lék með Bödo/Glimt í Noregi og þá kom Höskuldur Gunnlaugsson einnig heim úr atvinnumennsku. Þá komu þeir Óskar Hrafn og Halldór Árnason inn sem þjálfarar en þeir höfðu komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum en Grótta leikur í fyrsta skipti í sögunni í efstu deild í knattspyrnu næsta sumar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar fóru illa með FH-inga Breiðablik hefur litið virkilega vel út á undirbúningstímabilinu. 25. janúar 2020 12:52 Höskuldur skoraði degi eftir að bróðir hans lést: „Fótboltinn var okkar tenging“ Höskuldur Gunnlaugsson tileinkaði bróður sínum mark sem hann skoraði fyrir Breiðablik gegn ÍA síðasta sumar. 13. janúar 2020 07:00 Erla tekur við af Óskari Hrafni hjá VÍS Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Vátryggingafélags Íslands. 16. desember 2019 16:27 Breiðablik selur fimmtán ára Kristian til Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson er genginn í raðir hollenska stórliðsins Ajax en þetta var staðfest í dag. 10. janúar 2020 15:45 Gunnleifur í breytt hlutverk hjá Blikum Markvörðurinn þrautreyndi er orðinn hluti af þjálfarateymi Breiðabliks. 14. janúar 2020 21:20 Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu fá ekki greidd nein laun í Pepsi Max deildinni næsta sumar Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. 4. desember 2019 16:45 Oliver aftur til Breiðabliks Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. 14. janúar 2020 17:29 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Blikar fóru illa með FH-inga Breiðablik hefur litið virkilega vel út á undirbúningstímabilinu. 25. janúar 2020 12:52
Höskuldur skoraði degi eftir að bróðir hans lést: „Fótboltinn var okkar tenging“ Höskuldur Gunnlaugsson tileinkaði bróður sínum mark sem hann skoraði fyrir Breiðablik gegn ÍA síðasta sumar. 13. janúar 2020 07:00
Erla tekur við af Óskari Hrafni hjá VÍS Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Vátryggingafélags Íslands. 16. desember 2019 16:27
Breiðablik selur fimmtán ára Kristian til Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson er genginn í raðir hollenska stórliðsins Ajax en þetta var staðfest í dag. 10. janúar 2020 15:45
Gunnleifur í breytt hlutverk hjá Blikum Markvörðurinn þrautreyndi er orðinn hluti af þjálfarateymi Breiðabliks. 14. janúar 2020 21:20
Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu fá ekki greidd nein laun í Pepsi Max deildinni næsta sumar Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. 4. desember 2019 16:45
Oliver aftur til Breiðabliks Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. 14. janúar 2020 17:29