Sport

Sigruðu Dani í undanúrslitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kári Gunnarsson og Davíð Bjarni eru komnir í úrslit.
Kári Gunnarsson og Davíð Bjarni eru komnir í úrslit. Vísir/Blaksamband Íslands

Þeir Kári Gunnarsson og Davíð Bjarni Björnsson eru komnir í úrslit í tvíliðaleik karla í badminton á Reykjavíkurleikunum, RSL Iceland International. Sigruðu þeir par frá Danmörku í undanúrslitum.

Kári og Davíð Bjarni mættu þeim Rasmus Skovborg og Søren Toft í undanúrslitum. Var sigurinn sanngjarn en þeir unnu bæði sett dagsins með 21 stigi gegn 16. 

Í úrslitum mæta þeir Anton Monnberg og Jesper Paul frá Finnlandi sem voru fyrirfram taldir sterkasta par mótsins.

Alls voru tvö önnur íslensk pör að spila í undanúrslitum í morgun. Daníel Jóhannsson og Sigríður Árnadóttir töpuðu í oddaleik gegn pari frá Englandi í tvenndarleik. Þá töpuðu þær Karolina Prus og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir einnig fyrir ensku pari í tvíliðaleik kvenna. 

Á tourna­mentsoftware.com má sjá yf­ir­lit yfir leiki dags­ins í TBR hús­inu. Sýnt verður beint frá úr­slit­un­um sem hefjast klukk­an 15:30 á Youtu­be rás Badm­int­on­sam­bands Íslands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×