Nýr útvarpsstjóri kynntur innan stundar Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2020 12:26 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skipaði Kára Jónasson formann stjórnar en situr nú uppi með það að hann ætlar sér að taka sjálfstæða ákvörðun um hver verður útvarpsstjóri. visir/vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hefur ákveðið hver verður næsti útvarpsstjóri. Þetta var ákveðið á fundi í gærkvöldi. Nokkur einhugur var í stjórninni með valið, sem að endingu snerist um fjóra umsækjendur, samkvæmt heimildum Vísis.Einn stjórnarmeðlima greiddi þó ekki atkvæði með þeim sem fyrir valinu varð. Að loknu umsóknarferlinu stóðu fjórir umsækjendur eftir sem uppfylltu skilyrði sem sett voru fram í umsókn og stóðu sig vel í viðtölum. Samkvæmt heimildum Vísis er næsti útvarpsstjóri nú að ganga frá lausum endum í sinni vinnu, tilkynna samstarfsfólki sínu um að hann sé að sigla á önnur mið. Stefán Eiríksson vildi ekki tjá sig Kjarninn hefur tekið málið upp og telur sig hafa heimildir fyrir því að þeir fjórir sem valið stóð um innan stjórnar væru: Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkur og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi. Stefán Eiríksson er borgarritari í Reykjavík en gegndi áður starfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Reykjavík Vísir hefur rætt við bæði Kolbrúnu og Þorstein sem segjast ekki hafa fengið tilkynningu frá stjórn um að þau séu næstu útvarpsstjórar, þannig að ekki er um þau að ræða. Þá standa eftir Stefán Eiríksson og Karl Garðarsson. Ekki hefur náðst í Karl en Stefán vildi ekkert tjá sig að svo stöddu um málið og sagði að það yrði bara að koma í ljós. Upplýstu ekki um umsækjendur Talsvert hefur verið fjallað um þessa ráðningu en staðan varð óvænt laus þegar Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, ákvað að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra og fékk. Hann hafði þá nýverið skrifað undir endurnýjaðan samning við Ríkisútvarpið ohf. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað að halda því leyndu hverjir sóttu um stöðuna en það hefur reynst afar umdeilt. Blaðamaður kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði að stjórninni væri þetta heimilt, að pukrast með umsækjendur. Samkvæmt heimildum Vísis er sú skoðun uppi innan stjórnar RÚV ofh. að þessi ákvörðun, sem Kári Jónasson formaður stjórnar hefur sagt að væri að ráði Capacent, hefði reynst vel að því leyti til að fram hafi komið umsækjendur sem að öðrum kosti hefðu ekki sótt um. Vísir beindi þá erindi til Umboðsmanns Alþingis sem ritaði harðort bréf til úrskurðarnefndarinnar og krafði hana um frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni. Ljóst er að umboðsmaður telur lagatúlkun sem þar er að baki véfengjanlega og er hann nú með það mál til umfjöllunar innan sinna vébanda.Fréttin var síðast uppfærð 13:45 Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hefur ákveðið hver verður næsti útvarpsstjóri. Þetta var ákveðið á fundi í gærkvöldi. Nokkur einhugur var í stjórninni með valið, sem að endingu snerist um fjóra umsækjendur, samkvæmt heimildum Vísis.Einn stjórnarmeðlima greiddi þó ekki atkvæði með þeim sem fyrir valinu varð. Að loknu umsóknarferlinu stóðu fjórir umsækjendur eftir sem uppfylltu skilyrði sem sett voru fram í umsókn og stóðu sig vel í viðtölum. Samkvæmt heimildum Vísis er næsti útvarpsstjóri nú að ganga frá lausum endum í sinni vinnu, tilkynna samstarfsfólki sínu um að hann sé að sigla á önnur mið. Stefán Eiríksson vildi ekki tjá sig Kjarninn hefur tekið málið upp og telur sig hafa heimildir fyrir því að þeir fjórir sem valið stóð um innan stjórnar væru: Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkur og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi. Stefán Eiríksson er borgarritari í Reykjavík en gegndi áður starfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Reykjavík Vísir hefur rætt við bæði Kolbrúnu og Þorstein sem segjast ekki hafa fengið tilkynningu frá stjórn um að þau séu næstu útvarpsstjórar, þannig að ekki er um þau að ræða. Þá standa eftir Stefán Eiríksson og Karl Garðarsson. Ekki hefur náðst í Karl en Stefán vildi ekkert tjá sig að svo stöddu um málið og sagði að það yrði bara að koma í ljós. Upplýstu ekki um umsækjendur Talsvert hefur verið fjallað um þessa ráðningu en staðan varð óvænt laus þegar Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, ákvað að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra og fékk. Hann hafði þá nýverið skrifað undir endurnýjaðan samning við Ríkisútvarpið ohf. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað að halda því leyndu hverjir sóttu um stöðuna en það hefur reynst afar umdeilt. Blaðamaður kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði að stjórninni væri þetta heimilt, að pukrast með umsækjendur. Samkvæmt heimildum Vísis er sú skoðun uppi innan stjórnar RÚV ofh. að þessi ákvörðun, sem Kári Jónasson formaður stjórnar hefur sagt að væri að ráði Capacent, hefði reynst vel að því leyti til að fram hafi komið umsækjendur sem að öðrum kosti hefðu ekki sótt um. Vísir beindi þá erindi til Umboðsmanns Alþingis sem ritaði harðort bréf til úrskurðarnefndarinnar og krafði hana um frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni. Ljóst er að umboðsmaður telur lagatúlkun sem þar er að baki véfengjanlega og er hann nú með það mál til umfjöllunar innan sinna vébanda.Fréttin var síðast uppfærð 13:45
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42
Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00