Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 13:43 Conor, Darragh og Carla McGinley ásamt föður sínum, Andrew. Írska lögreglan Faðir þriggja írskra systkina, sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á föstudagskvöld, segir að hver einasti andardráttur sé „barátta“ í kjölfar andláts þeirra. Talið er að börnunum hafi verið byrlað og þau svo kæfð. Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Móðir barnanna, Deirdre Morley, fannst í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Líkin fundust skömmu síðar. Morley var flutt á sjúkrahús og er enn þar til meðferðar. Eyðilegging, sorg og örvænting Andrew McGinley, faðir barnanna, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem írska lögreglan hafði milligöngu um. „Það eru engin orð. Það er aðeins eyðilegging, sorg og örvænting. Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ segir í yfirlýsingunni. „Til allra foreldra, faðmið börnin ykkar þegar þið fáið tækifæri til þess, segið þeim hversu heitt þið elskið þau eins oft og þið getið. […] Framtíðin er nú orðin óvinur okkar en við munum berjast við hana hvern einasta dag til að halda minningu Conor, Darragh og Cörlu á lofti.“ Komast til botns í því hvaða lyf voru í húsinu Eins og áður segir fannst Deirdre Morley, móðir barnanna, í uppnámi fyrir utan heimilið á föstudag. Í frétt Irish Times segir að hún liggi nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Haft hefur verið eftir lögreglu að ekki verði unnt að ræða við hana fyrr en henni batni. Þá sé hún alvarlega veik en búist er við því að hún lifi af. Frá vettvangi við heimili fjölskyldunnar aðfaranótt laugardags.Vísir/getty Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt Irish Times. Enn hefur ekkert verið staðfest um dánarorsök barnanna en lögregla segir rannsókn málsins „sakamálalegs eðlis“. Málið verði ekki formlega rannsakað sem morð fyrr en lögreglu gefst tækifæri til að ræða við móður barnanna. Biðin eftir því gæti tekið nokkra daga. Þá hefur Irish Times eftir lögreglu að nú sé talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Þá muni rannsókn m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið blasti við honum miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem hann gerði. Í frétt Irish Times segir að annar miði hafi fundist á vettvangi, þar sem „lýst var yfir áhyggjum af framtíð barnanna“. Írland Tengdar fréttir Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Faðir þriggja írskra systkina, sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á föstudagskvöld, segir að hver einasti andardráttur sé „barátta“ í kjölfar andláts þeirra. Talið er að börnunum hafi verið byrlað og þau svo kæfð. Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Móðir barnanna, Deirdre Morley, fannst í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Líkin fundust skömmu síðar. Morley var flutt á sjúkrahús og er enn þar til meðferðar. Eyðilegging, sorg og örvænting Andrew McGinley, faðir barnanna, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem írska lögreglan hafði milligöngu um. „Það eru engin orð. Það er aðeins eyðilegging, sorg og örvænting. Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ segir í yfirlýsingunni. „Til allra foreldra, faðmið börnin ykkar þegar þið fáið tækifæri til þess, segið þeim hversu heitt þið elskið þau eins oft og þið getið. […] Framtíðin er nú orðin óvinur okkar en við munum berjast við hana hvern einasta dag til að halda minningu Conor, Darragh og Cörlu á lofti.“ Komast til botns í því hvaða lyf voru í húsinu Eins og áður segir fannst Deirdre Morley, móðir barnanna, í uppnámi fyrir utan heimilið á föstudag. Í frétt Irish Times segir að hún liggi nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Haft hefur verið eftir lögreglu að ekki verði unnt að ræða við hana fyrr en henni batni. Þá sé hún alvarlega veik en búist er við því að hún lifi af. Frá vettvangi við heimili fjölskyldunnar aðfaranótt laugardags.Vísir/getty Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt Irish Times. Enn hefur ekkert verið staðfest um dánarorsök barnanna en lögregla segir rannsókn málsins „sakamálalegs eðlis“. Málið verði ekki formlega rannsakað sem morð fyrr en lögreglu gefst tækifæri til að ræða við móður barnanna. Biðin eftir því gæti tekið nokkra daga. Þá hefur Irish Times eftir lögreglu að nú sé talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Þá muni rannsókn m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið blasti við honum miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem hann gerði. Í frétt Irish Times segir að annar miði hafi fundist á vettvangi, þar sem „lýst var yfir áhyggjum af framtíð barnanna“.
Írland Tengdar fréttir Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08
Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48