Tólf konur valdar í fjölmiðlaþjálfun Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. janúar 2020 15:00 Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted eru á meðal þeirra sem fá fjölmiðlaþjálfunina hjá FKA. Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa hleypt af stokkunum verkefni til þriggja ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Verkefninu er um leið ætlað að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir og fréttatengda þætti. Auk Ríkisútvarpsins og FKA kemur starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar að framtakinu að þessu sinni. Um verður að ræða eins dags hagnýta þjálfun laugardaginn 8. febrúar 2020 í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti 1. Sérstök valnefnd sá um yfirferð umsókna og hefur skilað tillögum til FKA. Hana skipuðu Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri FKA, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, Gunnar Hansson, útvarpsmaður á Rás 1 og Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri á Hringbraut. Til stóð að velja tíu konur en urðu þær á endanum tólf. Nöfnin má sjá hér að neðan en meðal kvennanna er frjálsíþróttakempan Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted formaður Viðskiptaráðs. Íþróttir: Silja Úlfarsdóttir Nýsköpun: Elísabet Hjaltadóttir Kolbrún Hrafnkelsdóttir Orkumál: Kolbrún Reinholdsdóttir Sjávarútvegur: Ásta Dís Óladóttir Erla Ósk Pétursdóttir Alþjóða stjórnmál: Guðrún Helga Jóhannsdóttir Upplýsingatækni: Ásta Fjeldsted Ragnhildur Ágústsdóttir Viðskipti: Ásthildur Otharsdóttir Vísindi: Bryndís Marteinsdóttir Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA verður fulltrúi stjórnar á námskeiðinu. Reynslumiklir leiðbeinendur Þátttakendur fá þar leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og tækifæri til að spreyta sig sem viðmælendur við raunverulegar aðstæður í útvarpi og sjónvarpi. Þátttakendur læra m.a. um framkomu í fjölmiðlum, fá undirbúning fyrir viðtöl, setja sig í spor fréttamannsins og fara í viðtöl í myndverum Ríkisútvarpsins. Leiðbeinendur eru Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill. Einnig koma Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, háskólakennari, rithöfundur og fyrrverandi fjölmiðlakona og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, ástríðukokkur og bókaútgefandi að þjálfuninni. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta og spjalla við Bergstein Sigurðsson og Huldu Geirsdóttur, fjölmiðlafólk á Ríkisútvarpinu. FKA gerði könnun meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna í fréttatengdum þáttum á ljósvakamiðlum Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2 og Hringbraut. Spurt var hvort erfiðara væri að finna konur sem viðmælendur á einhverjum tilteknum sérsviðum. Níu sérsvið voru oftast nefnd; Sjávarútvegur og tæknimál voru þar efst á blaði, auk upplýsingatækni, upplýsingaöryggis, orkumála, íþrótta, viðskipta, nýsköpunar, vísinda og stjórnmála. Því var óskað eftir konum með sérþekkingu á þessum sviðum í þetta skipti. Þá segir í tilkynningu á vef FKA að konunum 104 sem komust ekki í tólf manna lokahópinn verði boðið á þriggja tíma námskeið hjá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka. Fjölmiðlar Tengdar fréttir 120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa hleypt af stokkunum verkefni til þriggja ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Verkefninu er um leið ætlað að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir og fréttatengda þætti. Auk Ríkisútvarpsins og FKA kemur starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar að framtakinu að þessu sinni. Um verður að ræða eins dags hagnýta þjálfun laugardaginn 8. febrúar 2020 í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti 1. Sérstök valnefnd sá um yfirferð umsókna og hefur skilað tillögum til FKA. Hana skipuðu Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri FKA, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, Gunnar Hansson, útvarpsmaður á Rás 1 og Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri á Hringbraut. Til stóð að velja tíu konur en urðu þær á endanum tólf. Nöfnin má sjá hér að neðan en meðal kvennanna er frjálsíþróttakempan Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted formaður Viðskiptaráðs. Íþróttir: Silja Úlfarsdóttir Nýsköpun: Elísabet Hjaltadóttir Kolbrún Hrafnkelsdóttir Orkumál: Kolbrún Reinholdsdóttir Sjávarútvegur: Ásta Dís Óladóttir Erla Ósk Pétursdóttir Alþjóða stjórnmál: Guðrún Helga Jóhannsdóttir Upplýsingatækni: Ásta Fjeldsted Ragnhildur Ágústsdóttir Viðskipti: Ásthildur Otharsdóttir Vísindi: Bryndís Marteinsdóttir Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA verður fulltrúi stjórnar á námskeiðinu. Reynslumiklir leiðbeinendur Þátttakendur fá þar leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og tækifæri til að spreyta sig sem viðmælendur við raunverulegar aðstæður í útvarpi og sjónvarpi. Þátttakendur læra m.a. um framkomu í fjölmiðlum, fá undirbúning fyrir viðtöl, setja sig í spor fréttamannsins og fara í viðtöl í myndverum Ríkisútvarpsins. Leiðbeinendur eru Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill. Einnig koma Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, háskólakennari, rithöfundur og fyrrverandi fjölmiðlakona og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, ástríðukokkur og bókaútgefandi að þjálfuninni. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta og spjalla við Bergstein Sigurðsson og Huldu Geirsdóttur, fjölmiðlafólk á Ríkisútvarpinu. FKA gerði könnun meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna í fréttatengdum þáttum á ljósvakamiðlum Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2 og Hringbraut. Spurt var hvort erfiðara væri að finna konur sem viðmælendur á einhverjum tilteknum sérsviðum. Níu sérsvið voru oftast nefnd; Sjávarútvegur og tæknimál voru þar efst á blaði, auk upplýsingatækni, upplýsingaöryggis, orkumála, íþrótta, viðskipta, nýsköpunar, vísinda og stjórnmála. Því var óskað eftir konum með sérþekkingu á þessum sviðum í þetta skipti. Þá segir í tilkynningu á vef FKA að konunum 104 sem komust ekki í tólf manna lokahópinn verði boðið á þriggja tíma námskeið hjá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir 120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48