Kristinn: Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni Einar Kárason skrifar 28. janúar 2020 22:09 Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, ásamt Erlingi Richardssyni, meðþjálfara sínum. vísir/ „Þetta féll með þeim í lokin og því fór sem fór,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir eins marks tap gegn Val á heimavelli er Olís-deild karla fór aftur af stað eftir hlé. „Þetta er leikur sem klárast á smáatriðum.” Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum þegar gengið var til búningsherbergja en mættu ekki tilbúnir til leiks í síðari hálfleik þar sem gestirnir tóku völd. „Þetta er leikur sem er mjög sveiflukenndur. Við erum að ná þarna tvisvar fjögurra marka forustu. Þeir (Valsmenn) eru að ná henni. Þá ná svo að vera aðeins á undan í seinni hálfleik og við alltaf að jafna.” „Við töluðum um að halda áfram í hálfleik. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja á aðra hluti sem við töldum vera möguleikar en við vorum bara ekki nógu sterkir sóknarlega fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Vorum of staðir og kannski ekki alveg klárir. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða, hvað var það í sóknarleik okkar í upphafi seinni hálfleiks sem var ekki nógu gott og laga það. Það er klárlega kafli í leiknum sem var ekki nógu góður.” ÍBV voru nálægt því að jafna á lokasekúndu leiksins en dómarar leiksins töldu tímann vera liðinn þegar boltinn fór yfir línuna. „Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni. Ég er náttúrulega alveg hlutlaus í því efni,” sagði Kristinn kíminn. „Vonandi hafa þeir haft rétt fyrir sér. Það var örugglega hrikalegt að þurfa að þetta. Var hann inni, var hann ekki inni? Hann þarf að taka ákvörðun og hann tekur þessa ákvörðun að sinni bestu vitund.” Þrátt fyrir tap fannst Kristni spilamennska liðsins ekki vera alls galin. „Við megum ekki grafa okkur niður við eins marks tap á móti liði sem er búið að vera besta liðið í deildinni upp á síðkastið. Það er ekki þar með sagt að maður sé ekki drullusvekktur við að hafa tapað. Við verðum bara að nýta þá daga sem við eigum fram á laugardag en við eigum hörkuleik á móti Selfoss og það verður örugglega eitthvað annað eins bíó.” „Þetta snýst um að vera klókur og stundum höfum við verið það. Við vorum það á móti FH í síðasta leik og núna vorum við undir og við verðum bara að halda áfram. Við verðum að skapa okkar lukku sjálfir,” sagði Kristinn að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
„Þetta féll með þeim í lokin og því fór sem fór,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir eins marks tap gegn Val á heimavelli er Olís-deild karla fór aftur af stað eftir hlé. „Þetta er leikur sem klárast á smáatriðum.” Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum þegar gengið var til búningsherbergja en mættu ekki tilbúnir til leiks í síðari hálfleik þar sem gestirnir tóku völd. „Þetta er leikur sem er mjög sveiflukenndur. Við erum að ná þarna tvisvar fjögurra marka forustu. Þeir (Valsmenn) eru að ná henni. Þá ná svo að vera aðeins á undan í seinni hálfleik og við alltaf að jafna.” „Við töluðum um að halda áfram í hálfleik. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja á aðra hluti sem við töldum vera möguleikar en við vorum bara ekki nógu sterkir sóknarlega fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Vorum of staðir og kannski ekki alveg klárir. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða, hvað var það í sóknarleik okkar í upphafi seinni hálfleiks sem var ekki nógu gott og laga það. Það er klárlega kafli í leiknum sem var ekki nógu góður.” ÍBV voru nálægt því að jafna á lokasekúndu leiksins en dómarar leiksins töldu tímann vera liðinn þegar boltinn fór yfir línuna. „Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni. Ég er náttúrulega alveg hlutlaus í því efni,” sagði Kristinn kíminn. „Vonandi hafa þeir haft rétt fyrir sér. Það var örugglega hrikalegt að þurfa að þetta. Var hann inni, var hann ekki inni? Hann þarf að taka ákvörðun og hann tekur þessa ákvörðun að sinni bestu vitund.” Þrátt fyrir tap fannst Kristni spilamennska liðsins ekki vera alls galin. „Við megum ekki grafa okkur niður við eins marks tap á móti liði sem er búið að vera besta liðið í deildinni upp á síðkastið. Það er ekki þar með sagt að maður sé ekki drullusvekktur við að hafa tapað. Við verðum bara að nýta þá daga sem við eigum fram á laugardag en við eigum hörkuleik á móti Selfoss og það verður örugglega eitthvað annað eins bíó.” „Þetta snýst um að vera klókur og stundum höfum við verið það. Við vorum það á móti FH í síðasta leik og núna vorum við undir og við verðum bara að halda áfram. Við verðum að skapa okkar lukku sjálfir,” sagði Kristinn að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00