Selfyssingurinn Haukur Þrastarson fór heldur betur á kostum í gær þegar Íslandsmeistarar Selfoss unnu sigur í fyrsta leik sínum eftir jóla- og EM-frí.
Haukur var með 11 mörk og 10 stoðsendingar í leiknum og náði fyrstu tvöföldu tvennu tímabilsins. Það þarf ekki að koma á óvart að hann fékk tíu frá HB Statz fyrir frammistöðu sína.
Haukur Þrastarson var með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta fyrr í þessum mánuði og fékk aðeins að spila í lok þess. Þar sýndi hann flotta spretti inn á milli og það var gaman að sjá hann láta til sín taka í fyrsta leik með Selfossi eftir EM.
Haukur hafði aðeins skorað tíu mörk eða fleiri í einum leik í Olís deildinni í vetur og þetta var í fyrsta sinn sem hann gaf tíu stoðsendingar í einum og sama leiknum.
Þetta er líka í fyrsta sinn í vetur sem Haukur kemur að meira ein tuttugu mörkum í einum og saman leiknum í Olís deildinni í vetur.
Haukur er efstur í Olís deildinni í bæði mörkum (120) og stoðsendingum (90) og með frammistöðu sinni í gær þá komst hann yfir tvö hundrð marka múrinn.
Haukur kom með beinum hætti að 21 af 34 mörkum Selfossliðsins í leiknum eða 62 prósent markanna. Fimm af stoðsendingum Hauks fóru inn á línu þarf af þrjár á Atla Ævar Ingólfsson. Hann átti síðan tvær stoðsendingar út í vinstra horn og tvær stoðsendingar út í hægra horn. Ein stoðsendinga Hauks kom síðan fyrir gegnumbrot.
Haukur var með 8 mörk og 5 stoðsendingar í fyrri hálfleik og kom þar að 13 af 17 mörkum eða 76 prósent. Hann var síðan með 3 mörk og 5 stoðsendingar í seinni hálfleiknum.
Hér fyrir neðan má tilþrif með Hauki í leiknum á móti HK í gær.
Flest mörk skoruð hjá Hauki Þrastarsyni í einum leik í Olís deild karla 2019-20:
11 mörk - á móti HK í gær
10 mörk - á móti Haukum í nóvember
9 mörk - á móti FH í september
9 mörk - á móti Val í september
9 mörk - á móti KA í október
9 mörk - á móti Aftureldingu í október
9 mörk - á móti Val í desember
Flestar stoðsendingar hjá Hauki Þrastarsyni í einum leik í Olís deild karla 2019-20:
10 stoðsendingar - á móti HK í gær
8 stoðsendingar - á móti KA í október
8 stoðsendingar - á móti FH í desember
7 stoðsendingar - á móti FH í september
7 stoðsendingar - á móti Val í desember
Flest mörk+stoðsendingar hjá Hauki Þrastarsyni í einum leik í Olís deild karla 2019-20:
21 - á móti HK í gær
17 - á móti KA í október
16 - á móti FH í september
16 - á móti Val í desember
15 - á móti Aftureldingu í október
15 - á móti Haukum í nóvember