Sportpakkinn: Stöngin inn og stöngin út í Dalhúsum og Eyjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2020 18:00 Tandri skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Fjölni. vísir/bára Heil umferð fór fram í Olís-deild karla í gær. Tveir leikjanna voru æsispennandi, leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Dalhúsum og leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Fjölnir byrjaði af krafti gegn Stjörnunni og þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður var Grafarholtsliðið með sex marka forystu, 11-5. Munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 15-11. Stjarnan saxaði á forystuna og Ari Magnús Þorgeirsson jafnaði í 25-25 þegar rúm mínúta var eftir. Fjölnir reyndi sirkusmark og Stjarnan vann boltann. Skömmu síðar tók Garðabæjarliðið leikhlé þegar 15 sekúndur voru eftir. Stjarnan nýtti tímann vel, Ólafur Bjarki Ragnarsson fór inná línuna og dró varnarmann með sér. Hann skildi eftir stórt svæði fyrir Tandra Má Konráðsson og hnitmiðað skot hans fór í bláhornið. Fjölnir fékk engan tíma til að svara þessu marki og Stjarnan fagnaði sigrinum. Liðið var einu sinni með forystu í leiknum og það var í lokin. Lokakaflinn í Vestmannaeyjum var einnig dramatískur. Jafnt var á öllum tölum eftir kaflaskiptan leik en þegar þrjár og hálf mínúta var eftir kom Agnar Smári Jónsson Val í 24-23; skoraði fimmta mark sitt þegar Eyjamenn voru með einn leikmann í skammarkróknum. Fannar Þór Friðgeirsson jafnaði metin skömmu síðar og þrjár mínútur eftir. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir var dæmdur ruðningur á Eyjamenn. Anton Rúnarsson skoraði sjötta mark sitt þegar tæp mínúta var eftir þegar hann lék Eyjamenn grátt í vörninni. Valsmenn komnir yfir en það tók Eyjamenn ekki langan tíma að jafna aftur. Kristján Örn Kristjánsson kom boltanum út í hornið og Gabríel Martinez Róbertsson skoraði. 25-25 og 45 sekúndur til leiksloka. Valsmenn nýttu tímann vel. Róbert Aron Hostert átti þá frábæra sendingu á Finn Inga Stefánsson sem flaug inn úr horninu og skoraði 25. mark Vals þegar sjö sekúndur voru eftir. ÍBV tók leikhlé og þeir höfðu fimm sekúndur til að jafna og ná í stig. Dagur Arnarsson brunaði fram, sendi á Kristján Örn og sending hans inná línuna kom sekúndubroti oft seint. Elliði Snær Viðarsson kom boltanum í netið en tíminn var runninn út. Valur vann níunda leikinn í röð og er fjórum stigum á eftir Haukum sem núna eru með þriggja stiga forystu á Aftureldingu. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík í Olís-deildinni Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Heil umferð fór fram í Olís-deild karla í gær. Tveir leikjanna voru æsispennandi, leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Dalhúsum og leikur ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Fjölnir byrjaði af krafti gegn Stjörnunni og þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður var Grafarholtsliðið með sex marka forystu, 11-5. Munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 15-11. Stjarnan saxaði á forystuna og Ari Magnús Þorgeirsson jafnaði í 25-25 þegar rúm mínúta var eftir. Fjölnir reyndi sirkusmark og Stjarnan vann boltann. Skömmu síðar tók Garðabæjarliðið leikhlé þegar 15 sekúndur voru eftir. Stjarnan nýtti tímann vel, Ólafur Bjarki Ragnarsson fór inná línuna og dró varnarmann með sér. Hann skildi eftir stórt svæði fyrir Tandra Má Konráðsson og hnitmiðað skot hans fór í bláhornið. Fjölnir fékk engan tíma til að svara þessu marki og Stjarnan fagnaði sigrinum. Liðið var einu sinni með forystu í leiknum og það var í lokin. Lokakaflinn í Vestmannaeyjum var einnig dramatískur. Jafnt var á öllum tölum eftir kaflaskiptan leik en þegar þrjár og hálf mínúta var eftir kom Agnar Smári Jónsson Val í 24-23; skoraði fimmta mark sitt þegar Eyjamenn voru með einn leikmann í skammarkróknum. Fannar Þór Friðgeirsson jafnaði metin skömmu síðar og þrjár mínútur eftir. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir var dæmdur ruðningur á Eyjamenn. Anton Rúnarsson skoraði sjötta mark sitt þegar tæp mínúta var eftir þegar hann lék Eyjamenn grátt í vörninni. Valsmenn komnir yfir en það tók Eyjamenn ekki langan tíma að jafna aftur. Kristján Örn Kristjánsson kom boltanum út í hornið og Gabríel Martinez Róbertsson skoraði. 25-25 og 45 sekúndur til leiksloka. Valsmenn nýttu tímann vel. Róbert Aron Hostert átti þá frábæra sendingu á Finn Inga Stefánsson sem flaug inn úr horninu og skoraði 25. mark Vals þegar sjö sekúndur voru eftir. ÍBV tók leikhlé og þeir höfðu fimm sekúndur til að jafna og ná í stig. Dagur Arnarsson brunaði fram, sendi á Kristján Örn og sending hans inná línuna kom sekúndubroti oft seint. Elliði Snær Viðarsson kom boltanum í netið en tíminn var runninn út. Valur vann níunda leikinn í röð og er fjórum stigum á eftir Haukum sem núna eru með þriggja stiga forystu á Aftureldingu. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík í Olís-deildinni
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Sjá meira
Umfjöllun og viðöl: Fjölnir - Stjarnan 25-26 | Stjörnumenn stálu sigrunum Sigurmarkið kom á lokasekúndunum en það var í fyrsta skipti sem Stjarnan var yfir í leiknum. 28. janúar 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00