Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2020 16:56 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. Vísir/KTD Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. Þau verða aðgengileg úr farsímum og mun þessu að líkindum fylgja þægindi fyrir fólk, að mati dómsmálaráðherra, enda síminn oft með í för. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Þar segir hún jafnframt að unnið hafi verið að gerð stafrænna ökuskírteina á síðustu mánuðum, sú vinna hafi verið á borði Stafræns Íslands og Ríkislögreglustjóra. Snjallsímaþjónustu sé sífellt að verða öruggari sem gerir mögulegt að gefa út ökuskírteini á öðru formi en hinu hefðbundna plasti. Þannig urðu Norðmenn fyrsta ríkið í Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma í október síðastliðnum. Norskir ökumenn þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því þó þeir gleymi skírteininu heima því þeir geta framvísað stafrænu ökuskírteini, séu þeir stöðvaðir af lögreglu. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður smáforriti og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. „Nú er tæknileg útfærsla tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að hefja útgáfu á stafrænum ökuskírteinum fyrir snjallsíma, jafnt fyrir Android og iOS stýrikerfi. Notendur mun geta fengið stafrænu ökuskírteinin með því að sækja um þau á Íslandi með rafrænum skilríkjum,“ skrifar Áslaug Arna og bætir við að stefnt sé að því að koma stafrænu skírteinunum í gagnið á Íslandi fyrir 1. júní næstkomandi. Í vor verður hægt að fá ökuskírteini í símann! Fjölmargir nota nú símann sem greiðslukort, flugmiða https://t.co/Y66jIi3W8M.v. Stafræn ökuskírteini verða til hagsbóta fyrir fólk enda síminn oftast með í för og líkur á að þessu fylgi töluverð þægindi fyrir einstaklinga. pic.twitter.com/kFHaULICUM— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 29, 2020 Áslaug Arna ræddi breytingarnar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðtalið má heyra að neðan. Samgöngur Stjórnsýsla Tækni Tengdar fréttir Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. Fylgst sé með gangi mála í Noregi. 6. október 2019 23:30 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. Þau verða aðgengileg úr farsímum og mun þessu að líkindum fylgja þægindi fyrir fólk, að mati dómsmálaráðherra, enda síminn oft með í för. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Þar segir hún jafnframt að unnið hafi verið að gerð stafrænna ökuskírteina á síðustu mánuðum, sú vinna hafi verið á borði Stafræns Íslands og Ríkislögreglustjóra. Snjallsímaþjónustu sé sífellt að verða öruggari sem gerir mögulegt að gefa út ökuskírteini á öðru formi en hinu hefðbundna plasti. Þannig urðu Norðmenn fyrsta ríkið í Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma í október síðastliðnum. Norskir ökumenn þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því þó þeir gleymi skírteininu heima því þeir geta framvísað stafrænu ökuskírteini, séu þeir stöðvaðir af lögreglu. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður smáforriti og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. „Nú er tæknileg útfærsla tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að hefja útgáfu á stafrænum ökuskírteinum fyrir snjallsíma, jafnt fyrir Android og iOS stýrikerfi. Notendur mun geta fengið stafrænu ökuskírteinin með því að sækja um þau á Íslandi með rafrænum skilríkjum,“ skrifar Áslaug Arna og bætir við að stefnt sé að því að koma stafrænu skírteinunum í gagnið á Íslandi fyrir 1. júní næstkomandi. Í vor verður hægt að fá ökuskírteini í símann! Fjölmargir nota nú símann sem greiðslukort, flugmiða https://t.co/Y66jIi3W8M.v. Stafræn ökuskírteini verða til hagsbóta fyrir fólk enda síminn oftast með í för og líkur á að þessu fylgi töluverð þægindi fyrir einstaklinga. pic.twitter.com/kFHaULICUM— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 29, 2020 Áslaug Arna ræddi breytingarnar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðtalið má heyra að neðan.
Samgöngur Stjórnsýsla Tækni Tengdar fréttir Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. Fylgst sé með gangi mála í Noregi. 6. október 2019 23:30 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. Fylgst sé með gangi mála í Noregi. 6. október 2019 23:30