Morðhótanir eftir brandara um andlát Kobe Bryant Sylvía Hall skrifar 29. janúar 2020 21:21 Ari Shaffir. Vísir/Getty Uppistandsklúbburinn The New York Comedy Club hefur tilkynnt lögreglu um morðhótanir sem aðstandendum staðarins hafa borist í kjölfar brandara sem uppistandarinn Ari Shaffir birti á Twitter-síðu sinni. Shaffir átti að koma fram á staðnum á þriðjudagskvöld en sýningu hans var aflýst eftir færslu hans um andlát körfuboltastjörnunnar. Í umræddri færslu mátti sjá myndband af Shaffir þar sem hann segir Bryant hafa dáið 23 árum of seint. Hann hafi komist upp með nauðgun því „frjálslynda fólkið í Hollywood sem ræðst fær meira út úr því að halda með Lakers en að fyrirlíta nauðganir“. „Lof til hetjunnar sem gleymdi að setja bensín á þyrluna. Ég hata Lakers. Frábær dagur,“ sagði Shaffir en Bryant lést í þyrluslysi á sunnudag. Shaffir birti í kjölfarið yfirlýsingu þar sem hann sagði myndbandið vera í takt við grín sem hann gerir í hvert skipti sem einhver frægur deyr. Þá rifji hann upp eitthvað hræðilegt sem viðkomandi hefur gert og birti það á netinu. „Ég hef gert þetta í mörg ár núna. Mér finnst gaman að eyðileggja guði. Og þegar fræg manneskja deyr nær dýrkunin hápunkti. Svo til þess að svara allri samkenndinni á samfélagsmiðlum birti ég eitthvað hræðilegt. Það er bara brandari. Ég hata ekki þetta fólk,“ sagði Shaffir og lýsti brandaranum sem „svörtum húmor“ sem aðdáendur hans kunna að meta. Þá bætti hann við að myndbandið hafi verið birt áður en hann vissi að börn voru á meðal þeirra sem fórust í þyrluslysinu. Á meðal hinna látnu var þrettán ára dóttir Bryant. Forsvarsmenn staðarins hafa lýst því yfir að þeir muni ekki starfa með uppistandaranum í framtíðinni eftir atvikið. Þeir vildu þó ekki tjá sig frekar um málið í samtali við The Hollywood Reporter. Andlát Kobe Bryant Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Uppistandsklúbburinn The New York Comedy Club hefur tilkynnt lögreglu um morðhótanir sem aðstandendum staðarins hafa borist í kjölfar brandara sem uppistandarinn Ari Shaffir birti á Twitter-síðu sinni. Shaffir átti að koma fram á staðnum á þriðjudagskvöld en sýningu hans var aflýst eftir færslu hans um andlát körfuboltastjörnunnar. Í umræddri færslu mátti sjá myndband af Shaffir þar sem hann segir Bryant hafa dáið 23 árum of seint. Hann hafi komist upp með nauðgun því „frjálslynda fólkið í Hollywood sem ræðst fær meira út úr því að halda með Lakers en að fyrirlíta nauðganir“. „Lof til hetjunnar sem gleymdi að setja bensín á þyrluna. Ég hata Lakers. Frábær dagur,“ sagði Shaffir en Bryant lést í þyrluslysi á sunnudag. Shaffir birti í kjölfarið yfirlýsingu þar sem hann sagði myndbandið vera í takt við grín sem hann gerir í hvert skipti sem einhver frægur deyr. Þá rifji hann upp eitthvað hræðilegt sem viðkomandi hefur gert og birti það á netinu. „Ég hef gert þetta í mörg ár núna. Mér finnst gaman að eyðileggja guði. Og þegar fræg manneskja deyr nær dýrkunin hápunkti. Svo til þess að svara allri samkenndinni á samfélagsmiðlum birti ég eitthvað hræðilegt. Það er bara brandari. Ég hata ekki þetta fólk,“ sagði Shaffir og lýsti brandaranum sem „svörtum húmor“ sem aðdáendur hans kunna að meta. Þá bætti hann við að myndbandið hafi verið birt áður en hann vissi að börn voru á meðal þeirra sem fórust í þyrluslysinu. Á meðal hinna látnu var þrettán ára dóttir Bryant. Forsvarsmenn staðarins hafa lýst því yfir að þeir muni ekki starfa með uppistandaranum í framtíðinni eftir atvikið. Þeir vildu þó ekki tjá sig frekar um málið í samtali við The Hollywood Reporter.
Andlát Kobe Bryant Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30
Jimmy Kimmel og Fallon börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe Bryant Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna í spjallþætti sínum í gærkvöldi. 28. janúar 2020 12:30
Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30