Þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn og mikil spenna á toppnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2020 23:31 Billy Horschel fór upp um tólf sæti milli daga á Wyndham Championship mótinu í golfi. Hann er jafn þremur öðrum í efsta sæti mótsins. getty/Chris Keane Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrstu tvo hringina á Wyndham Championship mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Tom Hoge, Talor Gooch og Billy Horschel og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Þeir eru allir á tíu höggum undir pari. Horschel lék best þeirra í dag, á sex höggum undir pari, og fór upp um tólf sæti. For a share of the lead ... @BillyHo_Golf has reached 10-under.#QuickHits pic.twitter.com/LpYl6EfT1k— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020 Hoge var einnig á toppnum eftir fyrsta hringinn, þá ásamt landa sínum, Harold Varner III, og Kanadamanninum Roger Sloan. Varner lék á einu höggi undir pari í dag og er í 5. sæti. Sloan lék hins vegar á pari og féll niður í 9. sætið. Írinn Shane Lowry lék sérlega vel í dag, á sjö höggum undir pari, og hoppaði upp um 37 sæti og í það fimmta. Nokkrir þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Má þar nefna Bandaríkjamennina Brooks Koepka og Jim Furyk og Englendingana Justin Thomas og Luke Donald. Þá komst J.T. Poston frá Bandaríkjunum, sem vann Wyndham mótið í fyrra, ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á pari en niðurskurðurinn miðaðist við þrjú högg undir pari. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum á Wyndham mótinu á Stöð 2 Golf. Á morgun hefst útsending klukkan 17:00. Through round 2 of the @WyndhamChamp:1. @HogeGolf (-10)1. Si Woo Kim 1. @TalorGooch 1. @BillyHo_Golf 5. @Harris_English (-9)5. @andrewlgolf 5. @doc_redman 5. @ShaneLowryGolf 5. @HV3_Golf Full leaderboard: https://t.co/9onzT4avIM pic.twitter.com/lwLl7ZiYco— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020 Golf Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrstu tvo hringina á Wyndham Championship mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Tom Hoge, Talor Gooch og Billy Horschel og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Þeir eru allir á tíu höggum undir pari. Horschel lék best þeirra í dag, á sex höggum undir pari, og fór upp um tólf sæti. For a share of the lead ... @BillyHo_Golf has reached 10-under.#QuickHits pic.twitter.com/LpYl6EfT1k— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020 Hoge var einnig á toppnum eftir fyrsta hringinn, þá ásamt landa sínum, Harold Varner III, og Kanadamanninum Roger Sloan. Varner lék á einu höggi undir pari í dag og er í 5. sæti. Sloan lék hins vegar á pari og féll niður í 9. sætið. Írinn Shane Lowry lék sérlega vel í dag, á sjö höggum undir pari, og hoppaði upp um 37 sæti og í það fimmta. Nokkrir þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Má þar nefna Bandaríkjamennina Brooks Koepka og Jim Furyk og Englendingana Justin Thomas og Luke Donald. Þá komst J.T. Poston frá Bandaríkjunum, sem vann Wyndham mótið í fyrra, ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á pari en niðurskurðurinn miðaðist við þrjú högg undir pari. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum á Wyndham mótinu á Stöð 2 Golf. Á morgun hefst útsending klukkan 17:00. Through round 2 of the @WyndhamChamp:1. @HogeGolf (-10)1. Si Woo Kim 1. @TalorGooch 1. @BillyHo_Golf 5. @Harris_English (-9)5. @andrewlgolf 5. @doc_redman 5. @ShaneLowryGolf 5. @HV3_Golf Full leaderboard: https://t.co/9onzT4avIM pic.twitter.com/lwLl7ZiYco— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020
Golf Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira