Þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn og mikil spenna á toppnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2020 23:31 Billy Horschel fór upp um tólf sæti milli daga á Wyndham Championship mótinu í golfi. Hann er jafn þremur öðrum í efsta sæti mótsins. getty/Chris Keane Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrstu tvo hringina á Wyndham Championship mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Tom Hoge, Talor Gooch og Billy Horschel og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Þeir eru allir á tíu höggum undir pari. Horschel lék best þeirra í dag, á sex höggum undir pari, og fór upp um tólf sæti. For a share of the lead ... @BillyHo_Golf has reached 10-under.#QuickHits pic.twitter.com/LpYl6EfT1k— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020 Hoge var einnig á toppnum eftir fyrsta hringinn, þá ásamt landa sínum, Harold Varner III, og Kanadamanninum Roger Sloan. Varner lék á einu höggi undir pari í dag og er í 5. sæti. Sloan lék hins vegar á pari og féll niður í 9. sætið. Írinn Shane Lowry lék sérlega vel í dag, á sjö höggum undir pari, og hoppaði upp um 37 sæti og í það fimmta. Nokkrir þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Má þar nefna Bandaríkjamennina Brooks Koepka og Jim Furyk og Englendingana Justin Thomas og Luke Donald. Þá komst J.T. Poston frá Bandaríkjunum, sem vann Wyndham mótið í fyrra, ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á pari en niðurskurðurinn miðaðist við þrjú högg undir pari. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum á Wyndham mótinu á Stöð 2 Golf. Á morgun hefst útsending klukkan 17:00. Through round 2 of the @WyndhamChamp:1. @HogeGolf (-10)1. Si Woo Kim 1. @TalorGooch 1. @BillyHo_Golf 5. @Harris_English (-9)5. @andrewlgolf 5. @doc_redman 5. @ShaneLowryGolf 5. @HV3_Golf Full leaderboard: https://t.co/9onzT4avIM pic.twitter.com/lwLl7ZiYco— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020 Golf Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrstu tvo hringina á Wyndham Championship mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Tom Hoge, Talor Gooch og Billy Horschel og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Þeir eru allir á tíu höggum undir pari. Horschel lék best þeirra í dag, á sex höggum undir pari, og fór upp um tólf sæti. For a share of the lead ... @BillyHo_Golf has reached 10-under.#QuickHits pic.twitter.com/LpYl6EfT1k— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020 Hoge var einnig á toppnum eftir fyrsta hringinn, þá ásamt landa sínum, Harold Varner III, og Kanadamanninum Roger Sloan. Varner lék á einu höggi undir pari í dag og er í 5. sæti. Sloan lék hins vegar á pari og féll niður í 9. sætið. Írinn Shane Lowry lék sérlega vel í dag, á sjö höggum undir pari, og hoppaði upp um 37 sæti og í það fimmta. Nokkrir þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Má þar nefna Bandaríkjamennina Brooks Koepka og Jim Furyk og Englendingana Justin Thomas og Luke Donald. Þá komst J.T. Poston frá Bandaríkjunum, sem vann Wyndham mótið í fyrra, ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á pari en niðurskurðurinn miðaðist við þrjú högg undir pari. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum á Wyndham mótinu á Stöð 2 Golf. Á morgun hefst útsending klukkan 17:00. Through round 2 of the @WyndhamChamp:1. @HogeGolf (-10)1. Si Woo Kim 1. @TalorGooch 1. @BillyHo_Golf 5. @Harris_English (-9)5. @andrewlgolf 5. @doc_redman 5. @ShaneLowryGolf 5. @HV3_Golf Full leaderboard: https://t.co/9onzT4avIM pic.twitter.com/lwLl7ZiYco— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020
Golf Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira