Þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn og mikil spenna á toppnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2020 23:31 Billy Horschel fór upp um tólf sæti milli daga á Wyndham Championship mótinu í golfi. Hann er jafn þremur öðrum í efsta sæti mótsins. getty/Chris Keane Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrstu tvo hringina á Wyndham Championship mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Tom Hoge, Talor Gooch og Billy Horschel og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Þeir eru allir á tíu höggum undir pari. Horschel lék best þeirra í dag, á sex höggum undir pari, og fór upp um tólf sæti. For a share of the lead ... @BillyHo_Golf has reached 10-under.#QuickHits pic.twitter.com/LpYl6EfT1k— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020 Hoge var einnig á toppnum eftir fyrsta hringinn, þá ásamt landa sínum, Harold Varner III, og Kanadamanninum Roger Sloan. Varner lék á einu höggi undir pari í dag og er í 5. sæti. Sloan lék hins vegar á pari og féll niður í 9. sætið. Írinn Shane Lowry lék sérlega vel í dag, á sjö höggum undir pari, og hoppaði upp um 37 sæti og í það fimmta. Nokkrir þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Má þar nefna Bandaríkjamennina Brooks Koepka og Jim Furyk og Englendingana Justin Thomas og Luke Donald. Þá komst J.T. Poston frá Bandaríkjunum, sem vann Wyndham mótið í fyrra, ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á pari en niðurskurðurinn miðaðist við þrjú högg undir pari. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum á Wyndham mótinu á Stöð 2 Golf. Á morgun hefst útsending klukkan 17:00. Through round 2 of the @WyndhamChamp:1. @HogeGolf (-10)1. Si Woo Kim 1. @TalorGooch 1. @BillyHo_Golf 5. @Harris_English (-9)5. @andrewlgolf 5. @doc_redman 5. @ShaneLowryGolf 5. @HV3_Golf Full leaderboard: https://t.co/9onzT4avIM pic.twitter.com/lwLl7ZiYco— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020 Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrstu tvo hringina á Wyndham Championship mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Tom Hoge, Talor Gooch og Billy Horschel og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Þeir eru allir á tíu höggum undir pari. Horschel lék best þeirra í dag, á sex höggum undir pari, og fór upp um tólf sæti. For a share of the lead ... @BillyHo_Golf has reached 10-under.#QuickHits pic.twitter.com/LpYl6EfT1k— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020 Hoge var einnig á toppnum eftir fyrsta hringinn, þá ásamt landa sínum, Harold Varner III, og Kanadamanninum Roger Sloan. Varner lék á einu höggi undir pari í dag og er í 5. sæti. Sloan lék hins vegar á pari og féll niður í 9. sætið. Írinn Shane Lowry lék sérlega vel í dag, á sjö höggum undir pari, og hoppaði upp um 37 sæti og í það fimmta. Nokkrir þekktir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Má þar nefna Bandaríkjamennina Brooks Koepka og Jim Furyk og Englendingana Justin Thomas og Luke Donald. Þá komst J.T. Poston frá Bandaríkjunum, sem vann Wyndham mótið í fyrra, ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á pari en niðurskurðurinn miðaðist við þrjú högg undir pari. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum á Wyndham mótinu á Stöð 2 Golf. Á morgun hefst útsending klukkan 17:00. Through round 2 of the @WyndhamChamp:1. @HogeGolf (-10)1. Si Woo Kim 1. @TalorGooch 1. @BillyHo_Golf 5. @Harris_English (-9)5. @andrewlgolf 5. @doc_redman 5. @ShaneLowryGolf 5. @HV3_Golf Full leaderboard: https://t.co/9onzT4avIM pic.twitter.com/lwLl7ZiYco— PGA TOUR (@PGATOUR) August 14, 2020
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira