„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 19:12 Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. Ferðamálaráðherra segir þetta vonbrigði. Nýjar reglur eiga við um alla komufarþega, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða annars staðar. Gjald verður áfram tekið við fyrri sýnatöku við landamærin. Þá tekur við fjögurra til fimm daga sóttkví, eftir því hvort hún lendi á helgi, og önnur sýnataka sem verður gjaldfrjáls. „Við erum að byggja á þeirri aðferðarfræði sem við ákváðum að ráðast í þegar við réðumst í skimun á landamærum. En við erum hins vegar að herða af því við metum að það sé nauðsynlegt. Annars vegar vegna þess að við erum að kljást við smit hér innanlands sem við erum ekki með fulla þekkingu á hvernig hefur gengið manna á milli. Og hins vegar vegna þeirrar augljósu staðreyndar að faraldurinn er í miklum vexti í löndunum í kringum okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fyrirkomulagið verður endurskoðað vikulega. ,,Sérstaklega þá þau lönd sem gætu breyst í einfalda skimun á nýjan leik, miðað við bæði fjölda smita þar en ekki síst hvernig faraldurinn er að þróast í því landi vegna þess að það er ljóst að hann er að fara upp á við víða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Minnkar líkur á að veiran berist til landsins Sóttvarnarlæknir mælti með þessari leið þegar hann lagði níu valkosti fyrir ríkisstjórn í fyrradag. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ segir Þórólfur Guðnason. Með skimun hafi hingað til tekist að koma í veg fyrir að fimmtíu manns hafi borið smit inn í landið. Samt sem áður hafi nú um eitt hundrað og tuttugu manns smitast af einu afbrigði veirunnar sem ekki sé ljóst hvernig komist hafi inn í landið. „Þannig að ef við fáum tíu eða tuttugufalt svona faraldur gætum við verið í verulegum vandræðum hér innanlands og það er þeim grunni sem ég tel að við þurfum að vera mjög hörð. Sérstaklega á meðan faraldurinn er í vexti,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi. Við sjáum að það loforð getur enginn gefið. en við erum að reyna lágmarka áhættuna hér innanlands þannig að röskunin verði sem minnst,“ segir forsætisráðherra. Þannig verði mögulega hægt draga úr öðrum takmörkunum innanlands og koma samfélaginu í eðlilegra horf. Kostnaður og álag vegna skimana og sýntaöku ætti að vera viðráðanlegt þar sem viðbúið er að aðgerðin dragi verulega úr fjölda ferðamanna. Hversu mikið liggur ekki fyrir. Ákvörðunin erfið og vonbrigðum blandin „Það eru auðvitað vonbrigði að taka svona ákvörðun og ekki auðvelt að taka svona ákvörðun. En við höfum verið skýr með það allan tímann að fylgja ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda og þessi ráðlegging var mjög skýr,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Skoða þurfi frekari aðgerðir til að koma til móts við ferðaþjónustuna. „Fólk sem kannski bjó sig undir það að geta viðhaldið einhverjum rekstri í vetur. Það kann að breytast hjá mörgum fyrirtækjum ef við sjáum mjög fáa koma. Þannig ég held að við hljótum að endurmeta það eins og annað í þessu verkefni,“ segir Þórdís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. Ferðamálaráðherra segir þetta vonbrigði. Nýjar reglur eiga við um alla komufarþega, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða annars staðar. Gjald verður áfram tekið við fyrri sýnatöku við landamærin. Þá tekur við fjögurra til fimm daga sóttkví, eftir því hvort hún lendi á helgi, og önnur sýnataka sem verður gjaldfrjáls. „Við erum að byggja á þeirri aðferðarfræði sem við ákváðum að ráðast í þegar við réðumst í skimun á landamærum. En við erum hins vegar að herða af því við metum að það sé nauðsynlegt. Annars vegar vegna þess að við erum að kljást við smit hér innanlands sem við erum ekki með fulla þekkingu á hvernig hefur gengið manna á milli. Og hins vegar vegna þeirrar augljósu staðreyndar að faraldurinn er í miklum vexti í löndunum í kringum okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fyrirkomulagið verður endurskoðað vikulega. ,,Sérstaklega þá þau lönd sem gætu breyst í einfalda skimun á nýjan leik, miðað við bæði fjölda smita þar en ekki síst hvernig faraldurinn er að þróast í því landi vegna þess að það er ljóst að hann er að fara upp á við víða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Minnkar líkur á að veiran berist til landsins Sóttvarnarlæknir mælti með þessari leið þegar hann lagði níu valkosti fyrir ríkisstjórn í fyrradag. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ segir Þórólfur Guðnason. Með skimun hafi hingað til tekist að koma í veg fyrir að fimmtíu manns hafi borið smit inn í landið. Samt sem áður hafi nú um eitt hundrað og tuttugu manns smitast af einu afbrigði veirunnar sem ekki sé ljóst hvernig komist hafi inn í landið. „Þannig að ef við fáum tíu eða tuttugufalt svona faraldur gætum við verið í verulegum vandræðum hér innanlands og það er þeim grunni sem ég tel að við þurfum að vera mjög hörð. Sérstaklega á meðan faraldurinn er í vexti,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi. Við sjáum að það loforð getur enginn gefið. en við erum að reyna lágmarka áhættuna hér innanlands þannig að röskunin verði sem minnst,“ segir forsætisráðherra. Þannig verði mögulega hægt draga úr öðrum takmörkunum innanlands og koma samfélaginu í eðlilegra horf. Kostnaður og álag vegna skimana og sýntaöku ætti að vera viðráðanlegt þar sem viðbúið er að aðgerðin dragi verulega úr fjölda ferðamanna. Hversu mikið liggur ekki fyrir. Ákvörðunin erfið og vonbrigðum blandin „Það eru auðvitað vonbrigði að taka svona ákvörðun og ekki auðvelt að taka svona ákvörðun. En við höfum verið skýr með það allan tímann að fylgja ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda og þessi ráðlegging var mjög skýr,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Skoða þurfi frekari aðgerðir til að koma til móts við ferðaþjónustuna. „Fólk sem kannski bjó sig undir það að geta viðhaldið einhverjum rekstri í vetur. Það kann að breytast hjá mörgum fyrirtækjum ef við sjáum mjög fáa koma. Þannig ég held að við hljótum að endurmeta það eins og annað í þessu verkefni,“ segir Þórdís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira