Gular og appelsínugular viðvaranir frá hádegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 06:10 Vindaspáin fyrir kvöldið ber með sér hvassviðri á miðhálendinu, suðvesturhorninu og Vestfjörðum. Veðurstofa Íslands Veðurstofan hefur boðað gula veðurviðvörun vegna hvassviðris við Faxaflóa í dag. Hún tekur gildi á hádegi og stendur yfir til klukkan 21 í kvöld. Gular og appelsínugular viðvaranir taka jafnframt gildi á Suðurlandi og miðhálendinu í hádeginu og má þar gera ráð fyrir erfiðu ferðaveðri. Eftir því sem líður á daginn skánar veðrið syðst en versnar eftir því sem vestar dregur. Þannig tekur gul viðurvörun gildi við Breiðafjörð seinni partinn áður en appelsínugult ástand tekur við á Vestfjörðum vegna hríðarveðurs. Gert er ráð fyrir að það standi fram yfir hádegi á morgun, laugardag. Vindur verður víða á bilinu 15-23 m/s á Suðvesturhorninu í hádeginu í dag og má gera ráð fyrir vindhviðum allt að 35 m/s við fjöll, ekki síst á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Ökumenn eru því beðnir um að hafa hugann við aksturinn og gæta að ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Búist er við afmörkuðum samgöngutruflunum á Suðurlandi seinni partinn og ekki útilokað að vegum verði lokað. Fólk er hvatt til að sýna aðgát á Suðurlandi og ganga frá lausum munum til að forðast tjon. Á Breiðafirði og miðhálendinu er aukinnheldur spáð snjókomu og skafrenningi. Því er ekki útilokað að skyggni verði mjög lítið á köflum og því eru ferðalög ekki sögð æskileg. Af appelsínugulu viðvöruninni á Vestfjörðum er sömu sögu að segja; búast má við talsverðri eða mikilli snjókomu eða éljagang með skafrenning og lélegu skyggni, einkum í ofankomu. Áframhaldandi slæm akstursskilyrði, samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám í dag. Veður Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira
Veðurstofan hefur boðað gula veðurviðvörun vegna hvassviðris við Faxaflóa í dag. Hún tekur gildi á hádegi og stendur yfir til klukkan 21 í kvöld. Gular og appelsínugular viðvaranir taka jafnframt gildi á Suðurlandi og miðhálendinu í hádeginu og má þar gera ráð fyrir erfiðu ferðaveðri. Eftir því sem líður á daginn skánar veðrið syðst en versnar eftir því sem vestar dregur. Þannig tekur gul viðurvörun gildi við Breiðafjörð seinni partinn áður en appelsínugult ástand tekur við á Vestfjörðum vegna hríðarveðurs. Gert er ráð fyrir að það standi fram yfir hádegi á morgun, laugardag. Vindur verður víða á bilinu 15-23 m/s á Suðvesturhorninu í hádeginu í dag og má gera ráð fyrir vindhviðum allt að 35 m/s við fjöll, ekki síst á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Ökumenn eru því beðnir um að hafa hugann við aksturinn og gæta að ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Búist er við afmörkuðum samgöngutruflunum á Suðurlandi seinni partinn og ekki útilokað að vegum verði lokað. Fólk er hvatt til að sýna aðgát á Suðurlandi og ganga frá lausum munum til að forðast tjon. Á Breiðafirði og miðhálendinu er aukinnheldur spáð snjókomu og skafrenningi. Því er ekki útilokað að skyggni verði mjög lítið á köflum og því eru ferðalög ekki sögð æskileg. Af appelsínugulu viðvöruninni á Vestfjörðum er sömu sögu að segja; búast má við talsverðri eða mikilli snjókomu eða éljagang með skafrenning og lélegu skyggni, einkum í ofankomu. Áframhaldandi slæm akstursskilyrði, samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám í dag.
Veður Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira