Starfsmenn Advania lokuðust inni í brugghúsi Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2020 12:30 Bruggarar Advania eru spenntir að reiða fram sérstakan bjór fyrirtækisins sem kallast Ölgjörvi. Frá vinstri: Ægir Már Þórisson forstjóri Advania, Ásgeir Freyr Kristinsson, Andri Örn Sigurðsson, Steingrímur Óskarsson og Hákon Róbert Jónsson. mynd/advania „Við vorum nokkrir að brugga þennan dag inni í brugghúsi og það skall á brjálað veður. Sumir voru í vandræðum að komast heim og einfaldlega festust inni. En allt saman reddaðist þetta að lokum og það þurfti enginn að gista þarna yfir nótt, en sumir voru fastir þarna í nokkrar klukkustundir,“ segir Ásgeir Freyr Kristinsson, hugbúnaðarsérfræðingur í veflausnum hjá Advania, og formaður bjórklúbbsins sem upplýsingatæknifyrirtækið Advania heldur úti en klúbburinn langstærsti klúbbur fyrirtækisins en um 250 starfsmenn eru skráðir meðlimir. Atvikið áttu sér stað þann 10. desember þegar bandbrjálað veður var um land allt. „Það skapaðist einhver menning hjá fyrirtækinu á sínum tíma og margir höfðu mikinn áhuga á því að brugga. Það var því ákveðið að stofna klúbb sem er mjög virkur innan fyrirtækisins. Töluvert margir starfsmenn hafa verið að prófa sig áfram heima fyrir og brugga þar eigin bjóra. Það lá því beinast við að reyna sameina krafta okkar.“ Klúbburinn hefur bruggað fimm tegundir af bjórum en aðal bjór þeirra nefnist Ölgjörvi. „Hann er svona flaggskip okkar og er bjór sem flestallir geta drukkið. Hann er ekki ýkja þungur eða sterkur,“ segir Ásgeir en bjórinn hefur verið bruggaður í samstarfi við hin ýmsu brugghús í landinu og hefur Ölgjörvinn fengið frábæra dóma frá bjórunnendum á snjallforritinu Untapped. Nú hefur bjórklúbbur Advania bruggað um 1200 lítra af fimmtu uppskeru Ölgjörva. Bjórinn verður borinn fram á hinni árlegu nýársgleði Advania þegar fyrirtækið býður til sín mörg hundruð viðskiptavinum. Stormtrooper varð til í óveðrinu Ölgjörvi 5,0 er léttur og ríkulega humlaður Session IPA bjór og var bruggaður í samstarfi við RVK Brewing. Þá var einnig brugguð önnur tegund af bjór, svokölluð New England IPA sem er örlítið sterkari. Hann var blandaður á óveðursdaginn mikla, þann 10.desember, og lokuðust bjórsérfræðingar Advania inni í brugghúsinu af þeim sökum. Bjórinn fékk því nafnið Stormtrooper. Bjórklúbbur Advania hverfist um jákvæða og heilbrigða bjórmenningu, hófsama drykkju og sjaldgæf blæbrigði bjórs. Íslenskur bjór Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Sjá meira
„Við vorum nokkrir að brugga þennan dag inni í brugghúsi og það skall á brjálað veður. Sumir voru í vandræðum að komast heim og einfaldlega festust inni. En allt saman reddaðist þetta að lokum og það þurfti enginn að gista þarna yfir nótt, en sumir voru fastir þarna í nokkrar klukkustundir,“ segir Ásgeir Freyr Kristinsson, hugbúnaðarsérfræðingur í veflausnum hjá Advania, og formaður bjórklúbbsins sem upplýsingatæknifyrirtækið Advania heldur úti en klúbburinn langstærsti klúbbur fyrirtækisins en um 250 starfsmenn eru skráðir meðlimir. Atvikið áttu sér stað þann 10. desember þegar bandbrjálað veður var um land allt. „Það skapaðist einhver menning hjá fyrirtækinu á sínum tíma og margir höfðu mikinn áhuga á því að brugga. Það var því ákveðið að stofna klúbb sem er mjög virkur innan fyrirtækisins. Töluvert margir starfsmenn hafa verið að prófa sig áfram heima fyrir og brugga þar eigin bjóra. Það lá því beinast við að reyna sameina krafta okkar.“ Klúbburinn hefur bruggað fimm tegundir af bjórum en aðal bjór þeirra nefnist Ölgjörvi. „Hann er svona flaggskip okkar og er bjór sem flestallir geta drukkið. Hann er ekki ýkja þungur eða sterkur,“ segir Ásgeir en bjórinn hefur verið bruggaður í samstarfi við hin ýmsu brugghús í landinu og hefur Ölgjörvinn fengið frábæra dóma frá bjórunnendum á snjallforritinu Untapped. Nú hefur bjórklúbbur Advania bruggað um 1200 lítra af fimmtu uppskeru Ölgjörva. Bjórinn verður borinn fram á hinni árlegu nýársgleði Advania þegar fyrirtækið býður til sín mörg hundruð viðskiptavinum. Stormtrooper varð til í óveðrinu Ölgjörvi 5,0 er léttur og ríkulega humlaður Session IPA bjór og var bruggaður í samstarfi við RVK Brewing. Þá var einnig brugguð önnur tegund af bjór, svokölluð New England IPA sem er örlítið sterkari. Hann var blandaður á óveðursdaginn mikla, þann 10.desember, og lokuðust bjórsérfræðingar Advania inni í brugghúsinu af þeim sökum. Bjórinn fékk því nafnið Stormtrooper. Bjórklúbbur Advania hverfist um jákvæða og heilbrigða bjórmenningu, hófsama drykkju og sjaldgæf blæbrigði bjórs.
Íslenskur bjór Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Sjá meira