Innlent

Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Öxi er suðvestur af Blönduósi.
Öxi er suðvestur af Blönduósi. Kortagrunnur af Map.is

Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu rútuslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Rúta mun hafa farið á hvolf á þjóðvegi 1 nærri bænum Öxl í Austur-Húnavatnssýslu skammt suðvestan af Blönduósi.

Um meiriháttarútkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. Um er að ræða hóp háskólanema á leiðinni til Akureyrar í tveimur rútum. Önnur þeirra valt.

Þjóðveginum hefur verið lokað þar sem slysið varð.

Óskað hefur verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyssins sem er á leið í loftið. Með þyrlunni fara tveir slökkviliðsmenn búnir klippum. Þyrlunni verður lent á flugvellinum á Blönduósi og er reiknað með að hún komi á vettvang um klukkan hálf sjö.

Þá hafa björgunarsveitir á svæðinu fengið kallið en óskað hefur verið eftir aðstoð þeirra vegna slyssins.

Samhæfingarstöð í Skógarhlíð hefur verið virkjuð.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×