Hélt að risa trukkur hefði keyrt á Ráðhús Árborgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2020 19:15 Íbúum á Suðurlandi og víðar sem fundu snarpan jarðskjálfta í dag var mjög brugðið en skjálftinn var fjórir á richter og átti upptök sín skammt frá Hveragerði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg hélt að risa stór trukkur hafi ekið á ráðhús sveitarfélagsins. Skjálftinn varð tíu mínútur yfir eitt og varð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni 3,9 af stærð og á 8 kílómetra dýpi 4,5 kílómetra Suð Suð austur af Hveragerði. Skjálftinn mældist hins vegar aðeins stærri hjá Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands, sem er staðsett á Selfossi. „Þetta var skjálfti um fjórir á stærð. Hann mældist eitthvað um tvö prósent af þyngdarhröðun hér á Selfossi, þannig að það er rétt ofan við skynjunarmörk. Ég býst nú ekki við miklum skemmdum, þetta er ekki nógu stórt að það verði skemmdir“, segir Símon Ólafsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk Ráðhúss Árborgar og bókasafnsins á Selfossi fann mjög vel fyrir skjálftanum. „Ég kipptist hérna til í stólnum þegar hann reið yfir. Ég hélt að risa stór trukkur hefði keyrt á húsið eða þá að það væru einhverjar framkvæmdir í miðbænum, sem væru að hrista okkur svona duglega en svo gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri aðeins meira en það“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. „Já, ég fann hann. Ég var á klósettinu hérna í Ráðhúsinu. Mér líður alltaf jafn illa í þessu. Skjálftinn var stór og snarpur, allavega klárlega nóg fyrir mig, klárlega“, segir Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður ráðhússins. Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður í ráðhúsi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Ég sat bara í sætinu mínu á skrifstofunni minni og hreinlega færðist til. Mér var ekki alveg um, ég verð að segja það, það er frekar óþægilegt á þessu svæði þegar kemur svona skjálfti. Maður er einhvern veginn vanur því að þetta sé svona sumaratriði, ekki vetraratriði. Maður gerir svo sem ekkert í þessu nema að maður læðist fram og biður starfsfólkið sitt að fara ekki niður í kjallara og ekki loka hurðunum að sér“, segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar. Íbúar í Hveragerði fundu mjög vel fyrir skjálftanum enda segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri að hús í bæjarfélaginu hafi leikið á reiðiskjálfi. Skjálftinn hafi aftur á móti verið stuttur en snarpur og ekkert datt úr hillum og ekkert skemmdist svo vitað sé til. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Ölfus Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Íbúum á Suðurlandi og víðar sem fundu snarpan jarðskjálfta í dag var mjög brugðið en skjálftinn var fjórir á richter og átti upptök sín skammt frá Hveragerði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg hélt að risa stór trukkur hafi ekið á ráðhús sveitarfélagsins. Skjálftinn varð tíu mínútur yfir eitt og varð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni 3,9 af stærð og á 8 kílómetra dýpi 4,5 kílómetra Suð Suð austur af Hveragerði. Skjálftinn mældist hins vegar aðeins stærri hjá Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands, sem er staðsett á Selfossi. „Þetta var skjálfti um fjórir á stærð. Hann mældist eitthvað um tvö prósent af þyngdarhröðun hér á Selfossi, þannig að það er rétt ofan við skynjunarmörk. Ég býst nú ekki við miklum skemmdum, þetta er ekki nógu stórt að það verði skemmdir“, segir Símon Ólafsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk Ráðhúss Árborgar og bókasafnsins á Selfossi fann mjög vel fyrir skjálftanum. „Ég kipptist hérna til í stólnum þegar hann reið yfir. Ég hélt að risa stór trukkur hefði keyrt á húsið eða þá að það væru einhverjar framkvæmdir í miðbænum, sem væru að hrista okkur svona duglega en svo gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri aðeins meira en það“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. „Já, ég fann hann. Ég var á klósettinu hérna í Ráðhúsinu. Mér líður alltaf jafn illa í þessu. Skjálftinn var stór og snarpur, allavega klárlega nóg fyrir mig, klárlega“, segir Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður ráðhússins. Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður í ráðhúsi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Ég sat bara í sætinu mínu á skrifstofunni minni og hreinlega færðist til. Mér var ekki alveg um, ég verð að segja það, það er frekar óþægilegt á þessu svæði þegar kemur svona skjálfti. Maður er einhvern veginn vanur því að þetta sé svona sumaratriði, ekki vetraratriði. Maður gerir svo sem ekkert í þessu nema að maður læðist fram og biður starfsfólkið sitt að fara ekki niður í kjallara og ekki loka hurðunum að sér“, segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar. Íbúar í Hveragerði fundu mjög vel fyrir skjálftanum enda segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri að hús í bæjarfélaginu hafi leikið á reiðiskjálfi. Skjálftinn hafi aftur á móti verið stuttur en snarpur og ekkert datt úr hillum og ekkert skemmdist svo vitað sé til. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Ölfus Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira