Grunur leikur á íkveikju í Vesturbergi 4 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 23:15 Íbúar í Vesturbergi 4 voru á hrakhólum yfir jólahátíðina og eru enn, eftir að kviknaði í stigagangi hússins. Sterkur grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn. Þann 20. desember kviknaði í stigagangi í Vesturbergi 4. Í dag hófust þrif á íbúðum en út frá lykt og sóðaskapnum í húsinu er ljóst að það eru mánuðir en ekki vikur þar til fólk getur flutt inn aftur. Eldurinn átti upptök sín á jarðhæð í stigaganginum. Gangurinn er illa farinn og mikil vinna framundan. Það er þó komið rafmagn aftur á og gert ráð fyrir að klára að þrífa íbúð Önnu Kristbjargar á annarri hæð í dag. „Það er verið að þrífa en ég get ekki séð að við séum að fara hér, allavega ekki í bráð,“ segir Anna í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Anna og fjölskylda eru afar þakklát fyrir lánsíbúð sem þau fengu yfir jólin en missa um mánaðamótin. „Við erum bara búin að gera gott úr þessu og eiga ágætis jól þótt ég hefði viljað eiga þau hér heima,“ segir Anna. „Ég veit náttúrulega ekki um alla íbúa en þeir sem ég hef hitt eru á hrakhólum.“ Fréttir hafa verið sagðar af því að maður hafi játað á sig íkveikju. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi leigt herbergi í stigaganginum. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar en þær að rannsókn sé í fullum gangi og miði ágætlega. „Það gengur skjáskot milli manna og það er maður sem hefur játað að hafa kveikt í,“ segir Anna en bætir við að ekki sé búið að handtaka hann. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Vinnu lokið á vettvangi í Vesturbergi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. 23. desember 2019 15:12 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. 23. desember 2019 10:42 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Íbúar í Vesturbergi 4 voru á hrakhólum yfir jólahátíðina og eru enn, eftir að kviknaði í stigagangi hússins. Sterkur grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn. Þann 20. desember kviknaði í stigagangi í Vesturbergi 4. Í dag hófust þrif á íbúðum en út frá lykt og sóðaskapnum í húsinu er ljóst að það eru mánuðir en ekki vikur þar til fólk getur flutt inn aftur. Eldurinn átti upptök sín á jarðhæð í stigaganginum. Gangurinn er illa farinn og mikil vinna framundan. Það er þó komið rafmagn aftur á og gert ráð fyrir að klára að þrífa íbúð Önnu Kristbjargar á annarri hæð í dag. „Það er verið að þrífa en ég get ekki séð að við séum að fara hér, allavega ekki í bráð,“ segir Anna í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Anna og fjölskylda eru afar þakklát fyrir lánsíbúð sem þau fengu yfir jólin en missa um mánaðamótin. „Við erum bara búin að gera gott úr þessu og eiga ágætis jól þótt ég hefði viljað eiga þau hér heima,“ segir Anna. „Ég veit náttúrulega ekki um alla íbúa en þeir sem ég hef hitt eru á hrakhólum.“ Fréttir hafa verið sagðar af því að maður hafi játað á sig íkveikju. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi leigt herbergi í stigaganginum. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar en þær að rannsókn sé í fullum gangi og miði ágætlega. „Það gengur skjáskot milli manna og það er maður sem hefur játað að hafa kveikt í,“ segir Anna en bætir við að ekki sé búið að handtaka hann.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Vinnu lokið á vettvangi í Vesturbergi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. 23. desember 2019 15:12 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. 23. desember 2019 10:42 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Vinnu lokið á vettvangi í Vesturbergi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag vinnu á vettvangi bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi á föstudag. 23. desember 2019 15:12
Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49
Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. 23. desember 2019 10:42