Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2020 09:00 Demantshringurinn er svona. Mynd/Markaðsstofa Norðurlands Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. Demantshringurinn hefur lengi verið til en að undanförnu hefur mikil vinna farið í að markaðssetja hringinn, þar sem finna má nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nýtt merki hringsins var kynnt á föstudaginn. „Tilgangurinn er að ramma þetta inn til að við getum búið til sterkt og öflugt vörumerki og vöru fyrir þessa áfangastaði sem eru á þessu svæði,“ segir Björn H. Reynisson, verkefnaastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands sem hefur umsjón með verkefninu. Björn H. Reynisson er verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/Tryggvi Páll. Merkið á að vera samnefnari fyrir demant og hring og geta ferðaþjónustuaðilar á svæðinu nýtt sér það og annað kynningarefni sér að kostnaðarlausu til þess að laða að ferðamenn. Markmiðið er þó ekki að moka ferðamönnum í dagsferðir á svæðið. „Alls ekki. Við sjáum fyrir okkur að þetta sé vara sem eigi að taka þrjá til fimm daga að gera og því að það er svo mikið í boði, það er svo mikið hægt að sjá og gera þannig að við teljum að þetta sé alls ekki dagsferð,“ segir Björn. Helsti faratálminn á hringnum hefur verið Dettifossvegur. Ljúka á endurbótum á honum í sumar. Heimamenn hafa mjög kvartað yfir því að vegurinn sé ekki mokaður á veturna. Óvíst er hvort það breytist næsta vetur. „Eins og staðan er í dag já, þá verður það vandamál. Við ætlum að sjálfsögðu þegar vegurinn verður tilbúinn og malbikaður að gera kröfu um að það verði aukin tíðni á veturnar að opna og við teljum það lykilhagsmunamál á svæðinu öllu, ekki bara fyrir ferðamenn heldur fyrir alla að þessi leið verði opinn yfir veturinn.“ Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19. júní 2019 21:40 Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. Demantshringurinn hefur lengi verið til en að undanförnu hefur mikil vinna farið í að markaðssetja hringinn, þar sem finna má nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nýtt merki hringsins var kynnt á föstudaginn. „Tilgangurinn er að ramma þetta inn til að við getum búið til sterkt og öflugt vörumerki og vöru fyrir þessa áfangastaði sem eru á þessu svæði,“ segir Björn H. Reynisson, verkefnaastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands sem hefur umsjón með verkefninu. Björn H. Reynisson er verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/Tryggvi Páll. Merkið á að vera samnefnari fyrir demant og hring og geta ferðaþjónustuaðilar á svæðinu nýtt sér það og annað kynningarefni sér að kostnaðarlausu til þess að laða að ferðamenn. Markmiðið er þó ekki að moka ferðamönnum í dagsferðir á svæðið. „Alls ekki. Við sjáum fyrir okkur að þetta sé vara sem eigi að taka þrjá til fimm daga að gera og því að það er svo mikið í boði, það er svo mikið hægt að sjá og gera þannig að við teljum að þetta sé alls ekki dagsferð,“ segir Björn. Helsti faratálminn á hringnum hefur verið Dettifossvegur. Ljúka á endurbótum á honum í sumar. Heimamenn hafa mjög kvartað yfir því að vegurinn sé ekki mokaður á veturna. Óvíst er hvort það breytist næsta vetur. „Eins og staðan er í dag já, þá verður það vandamál. Við ætlum að sjálfsögðu þegar vegurinn verður tilbúinn og malbikaður að gera kröfu um að það verði aukin tíðni á veturnar að opna og við teljum það lykilhagsmunamál á svæðinu öllu, ekki bara fyrir ferðamenn heldur fyrir alla að þessi leið verði opinn yfir veturinn.“
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19. júní 2019 21:40 Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42
Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19. júní 2019 21:40
Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00