Munu funda um MAX-þoturnar í kjölfar nýbirtra samskipta Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 12. janúar 2020 11:40 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Vísir/Hanna Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú verið kyrrsettar í næstum tíu mánuði eftir tvö mannskæð flugslys og enn er ekki vitað hvenær þær munu aftur taka á loft. Áætlanir Icelandair, sem var með sex slíkar þotur í notkun og átti von á þremur til viðbótar, gera hins vegar ráð fyrir að hægt verði að fljúga þeim aftur í maí næstkomandi, en fyrri áætlanir hafa ítrekað færst aftur. Fréttaflutningur gefi tilefni til að kalla eftir upplýsingum Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fór þess á leit að nefndin tæki málefni MAX-þotanna til skoðunar. „Þá fór ég fram á það núna fyrir helgi að nefndin fundaði við fyrsta tækifæri með fulltrúum frá Isavia og Samgöngustofu, og Icelandair þess vegna, til þess að fara yfir þessi mál. Upplýsa nefndina t.d. um hvernig stöðumat innan þessara stofnana á MAX-þotunum og kyrrsetningunni sjálfri fer fram,“ segir Hanna Katrín. Fréttaflutningur síðustu vikna gefi fullt tilefni til að kalla eftir upplýsingum. „Í síðustu viku voru gerð opinber samskipti á milli háttsettra starfsmanna Boeing verksmiðjanna, m.a. flugstjóra fyrirtækisins, og í þessum samskiptum kemur fram að þeir hafi lagt mikla áherslu á að flugmenn MAX-þota þyrftu ekki sérstaka þjálfun, þegar þær koma úr kyrrsetningu, ef þeir hafa þegar réttindi á eldri gerðir.“ Segir samskipti gefa til kynna vantraust Innri samskipti Boeing beri einnig með sér vantraust stjórnenda í garð þotnanna. „Og að það hafi kannski ekki fyllilega heiðarleiki ríkt í samskiptum fyrirtækisins við flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim.“ Fundarboðunin er þó ekki til marks um að Hanna Katrín vantreysti íslenskum flugmálayfirvöldum eða Icelandair. „Ég tel jafnframt mjög mikilvægt að við í umhverfis- og samgöngunefnd séum vel upplýst og eigum gott samtal við þessa aðila. Mögulega þar með getum við komið á framfæri einhverju því sem við höfum áhuga á að sé skoðað sérstaklega en eins og staðan er núna ríkir fullt traust í garð þessara stofnanna og fyrirtækja.“ Frekari inngrip löggjafans séu hins vegar framtíðarmúsík. „Það er bara seinni tíma mál að skoða hvort að við þurfum að gera eitthvað, vera með einhverjar sérstakar aðgerðar eða eitthvað ítarlegra,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Í samtali við fréttastofu segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, að orðið verði við beiðni Hönnu Katrínar en nákvæmur fundartími liggur ekki fyrir á þessari stundu. Alþingi Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú verið kyrrsettar í næstum tíu mánuði eftir tvö mannskæð flugslys og enn er ekki vitað hvenær þær munu aftur taka á loft. Áætlanir Icelandair, sem var með sex slíkar þotur í notkun og átti von á þremur til viðbótar, gera hins vegar ráð fyrir að hægt verði að fljúga þeim aftur í maí næstkomandi, en fyrri áætlanir hafa ítrekað færst aftur. Fréttaflutningur gefi tilefni til að kalla eftir upplýsingum Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fór þess á leit að nefndin tæki málefni MAX-þotanna til skoðunar. „Þá fór ég fram á það núna fyrir helgi að nefndin fundaði við fyrsta tækifæri með fulltrúum frá Isavia og Samgöngustofu, og Icelandair þess vegna, til þess að fara yfir þessi mál. Upplýsa nefndina t.d. um hvernig stöðumat innan þessara stofnana á MAX-þotunum og kyrrsetningunni sjálfri fer fram,“ segir Hanna Katrín. Fréttaflutningur síðustu vikna gefi fullt tilefni til að kalla eftir upplýsingum. „Í síðustu viku voru gerð opinber samskipti á milli háttsettra starfsmanna Boeing verksmiðjanna, m.a. flugstjóra fyrirtækisins, og í þessum samskiptum kemur fram að þeir hafi lagt mikla áherslu á að flugmenn MAX-þota þyrftu ekki sérstaka þjálfun, þegar þær koma úr kyrrsetningu, ef þeir hafa þegar réttindi á eldri gerðir.“ Segir samskipti gefa til kynna vantraust Innri samskipti Boeing beri einnig með sér vantraust stjórnenda í garð þotnanna. „Og að það hafi kannski ekki fyllilega heiðarleiki ríkt í samskiptum fyrirtækisins við flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim.“ Fundarboðunin er þó ekki til marks um að Hanna Katrín vantreysti íslenskum flugmálayfirvöldum eða Icelandair. „Ég tel jafnframt mjög mikilvægt að við í umhverfis- og samgöngunefnd séum vel upplýst og eigum gott samtal við þessa aðila. Mögulega þar með getum við komið á framfæri einhverju því sem við höfum áhuga á að sé skoðað sérstaklega en eins og staðan er núna ríkir fullt traust í garð þessara stofnanna og fyrirtækja.“ Frekari inngrip löggjafans séu hins vegar framtíðarmúsík. „Það er bara seinni tíma mál að skoða hvort að við þurfum að gera eitthvað, vera með einhverjar sérstakar aðgerðar eða eitthvað ítarlegra,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Í samtali við fréttastofu segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, að orðið verði við beiðni Hönnu Katrínar en nákvæmur fundartími liggur ekki fyrir á þessari stundu.
Alþingi Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira