Ráðuneytið ber ábyrgð á uppbyggingu innanlandsflugvalla Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 14:08 Upplýsingafulltrúi Isavia hefur svarað gagnrýni formanns byggðarráðs Blönduósbæjar þar sem hann sagði Isavia ekki sinna nauðsynlegu viðhaldi flugvallar bæjarins. Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur svarað gagnrýni Guðmundar Hauks Jakobssonar um skort á viðhaldi við Blönduósflugvöll. Hann segir ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla vera í höndum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Guðmundur birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði Isavia ekki tryggja það viðhald sem til þarf til þess að flugvöllurinn væri nothæfur sem sjúkraflugvöllur. Íbúar á svæðinu hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi þar sem það væri ekki einungis öryggisatriði fyrir þá heldur einnig alla þá sem eiga leið þar um.Sjá einnig: Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í gær. Isavia sýnir sjónarmiðunum skilning Í svari Guðjóns kemur fram að Isavia skilji mjög vel þau sjónarmið sem Guðmundur setur fram í færslunni. Þó sé mikilvægt að leiðrétta misskilninginn og að það sé skýrt að það sé ekki Isavia sem beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem Guðmundur nefnir. „Það er mikilvægt að öllum sé það ljóst að það er ekki Isavia sem tekur ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla á Íslandi heldur er það samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Við hjá Isavia skiljum mjög vel þau sjónarmið sem koma fram í færslunni þinni en á sama tíma er mikilvægt að staðreyndum sé haldið til haga.“ Tilefni færslu Guðmundar var rútuslys sem varð skammt frá Blönduósi á föstudag. Þar hafi nauðsyn flugvallarins sannað sig enn og aftur og það gæti bjargað mannslífum að hafa hann í lagi þar sem sjúkraflug væri bæði ódýrara og hraðvirkara en þyrluflug. Þegar hver mínúta skipti máli gæti mikið verið í húfi. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur,“ sagði Guðmundur. Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar. 11. janúar 2020 17:01 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur svarað gagnrýni Guðmundar Hauks Jakobssonar um skort á viðhaldi við Blönduósflugvöll. Hann segir ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla vera í höndum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Guðmundur birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði Isavia ekki tryggja það viðhald sem til þarf til þess að flugvöllurinn væri nothæfur sem sjúkraflugvöllur. Íbúar á svæðinu hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi þar sem það væri ekki einungis öryggisatriði fyrir þá heldur einnig alla þá sem eiga leið þar um.Sjá einnig: Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í gær. Isavia sýnir sjónarmiðunum skilning Í svari Guðjóns kemur fram að Isavia skilji mjög vel þau sjónarmið sem Guðmundur setur fram í færslunni. Þó sé mikilvægt að leiðrétta misskilninginn og að það sé skýrt að það sé ekki Isavia sem beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem Guðmundur nefnir. „Það er mikilvægt að öllum sé það ljóst að það er ekki Isavia sem tekur ákvarðanir um þjónustustig eða uppbyggingu innanlandsflugvalla á Íslandi heldur er það samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Við hjá Isavia skiljum mjög vel þau sjónarmið sem koma fram í færslunni þinni en á sama tíma er mikilvægt að staðreyndum sé haldið til haga.“ Tilefni færslu Guðmundar var rútuslys sem varð skammt frá Blönduósi á föstudag. Þar hafi nauðsyn flugvallarins sannað sig enn og aftur og það gæti bjargað mannslífum að hafa hann í lagi þar sem sjúkraflug væri bæði ódýrara og hraðvirkara en þyrluflug. Þegar hver mínúta skipti máli gæti mikið verið í húfi. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur,“ sagði Guðmundur.
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar. 11. janúar 2020 17:01 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðaráðs Blönduósbæjar. 11. janúar 2020 17:01
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44