Innlent

Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð

Andri Eysteinsson skrifar
Truflanir gætu orðið á umferð á morgun.
Truflanir gætu orðið á umferð á morgun. Vísir/Vilhelm

Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu minnir borgarbúa á að jafnvel gæti verið gott að leggja fyrr af stað en venjulega.

Í færslu á Facebook-síðu Lögreglunnar er höfuðborgarbúum ráðlagt að vakna snemma og byrja daginn á því að athuga með veður og færð.

Lögreglan hvetur ökumenn einnig til þess að fara varlega, skafa vel af öllum rúðum og speglum og muna eftir því að kveikja á öllum ljósum. Ekki skal skilja þolinmæðina og tillitssemina eftir heima þegar haldið er út í daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×