Stjörnuútherji Patriots handtekinn eftir að hann hoppaði upp á húdd á bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 13:30 Julian Edelman er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Tom Brady og New England Patriots. Getty/Adam Glanzman Það bjuggust flestir við því að New England Patriots væri að keppa í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina en eftir óvænt tap um síðustu helgi var ljóst að liðið myndi ekki verja titil sinn í ár. Þess í stað var eins af stjörnum liðsins að koma sér í vandræði á laugardagskvöldið í Los Angeles. Julian Edelman, stjörnuútherji New England Patriots og mikilvægasti leikmaður Super Bowl í fyrra, var nefnilega handtekinn í Beverly Hills fyrir skemmdarverk. Edelman hoppaði upp á húdd á bíl annars manns og skemmdi hann. Það fylgdi sögunni að þetta var Mercedes en ekki kom fram hver átti bílinn eða af hverju Edelman hoppaði upp á húdd hans. Lögreglan mætti á staðinn og handtók hann. Edelman var seinna sleppt en þarf að mæta fyrir dómara í apríl. Julian Edelman was arrested after allegedly jumping on the hood of someone’s Mercedes “for some unknown reason” and causing damage. Edelman was cited for misdemeanor vandalism and released. (Via @TMZ) pic.twitter.com/yqHRPeQni3— Bleacher Report (@BleacherReport) January 12, 2020 Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir hinn 33 ára gamla Julian Edelman sem var búinn að harka af sér allt tímabilið. Eftir að Patriots liðið féll úr leik kom í ljós að hann þyrfti að fara í fleiri en eina aðgerð í sumar. hann var búinn að spila í gegnum meiðsli sem hefði haldið flestum frá hreyfingu hvað þá að spila í jafn erfiðri deild og NFL. Edelman ætlaði greinilega aðeins að sletta út klaufunum á laugardagskvöldið en fór þá út á lífið með mönnum eins og fyrrum Boston Celtics manninum Paul Pierce. Paul Pierce birti mynd af sér og Julian Edelman á Instagram frá þessu sama kvöldi. More on Patriots’ WR Julian Edelman being arrested after allegedly jumping on car:https://t.co/apCvRWN95n— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 12, 2020 Julian Edelman hefur verið lykilmaður í tveimur síðustu meistaratitlum New England Patriots liðsins. Hann var allt í öllu í endurkomunni frægu á móti Atlanta árið 2017 og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í Super Bowl í fyrra þegar Patriots vann 20-17 sigur á Los Angeles Rams. Edelman var sá útherji New England Patriots sem greip flesta bolta og skoraði flest snertimörk í sumar en sást ekki í leiknum á móti Tennessee Titans í úrslitakeppninni þar sem liðið tapaði óvænt. NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Það bjuggust flestir við því að New England Patriots væri að keppa í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina en eftir óvænt tap um síðustu helgi var ljóst að liðið myndi ekki verja titil sinn í ár. Þess í stað var eins af stjörnum liðsins að koma sér í vandræði á laugardagskvöldið í Los Angeles. Julian Edelman, stjörnuútherji New England Patriots og mikilvægasti leikmaður Super Bowl í fyrra, var nefnilega handtekinn í Beverly Hills fyrir skemmdarverk. Edelman hoppaði upp á húdd á bíl annars manns og skemmdi hann. Það fylgdi sögunni að þetta var Mercedes en ekki kom fram hver átti bílinn eða af hverju Edelman hoppaði upp á húdd hans. Lögreglan mætti á staðinn og handtók hann. Edelman var seinna sleppt en þarf að mæta fyrir dómara í apríl. Julian Edelman was arrested after allegedly jumping on the hood of someone’s Mercedes “for some unknown reason” and causing damage. Edelman was cited for misdemeanor vandalism and released. (Via @TMZ) pic.twitter.com/yqHRPeQni3— Bleacher Report (@BleacherReport) January 12, 2020 Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir hinn 33 ára gamla Julian Edelman sem var búinn að harka af sér allt tímabilið. Eftir að Patriots liðið féll úr leik kom í ljós að hann þyrfti að fara í fleiri en eina aðgerð í sumar. hann var búinn að spila í gegnum meiðsli sem hefði haldið flestum frá hreyfingu hvað þá að spila í jafn erfiðri deild og NFL. Edelman ætlaði greinilega aðeins að sletta út klaufunum á laugardagskvöldið en fór þá út á lífið með mönnum eins og fyrrum Boston Celtics manninum Paul Pierce. Paul Pierce birti mynd af sér og Julian Edelman á Instagram frá þessu sama kvöldi. More on Patriots’ WR Julian Edelman being arrested after allegedly jumping on car:https://t.co/apCvRWN95n— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 12, 2020 Julian Edelman hefur verið lykilmaður í tveimur síðustu meistaratitlum New England Patriots liðsins. Hann var allt í öllu í endurkomunni frægu á móti Atlanta árið 2017 og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í Super Bowl í fyrra þegar Patriots vann 20-17 sigur á Los Angeles Rams. Edelman var sá útherji New England Patriots sem greip flesta bolta og skoraði flest snertimörk í sumar en sást ekki í leiknum á móti Tennessee Titans í úrslitakeppninni þar sem liðið tapaði óvænt.
NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira