Strigaskór úr kaffi Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 13. janúar 2020 08:30 „Úrgangur og mengun eru ekki slys, heldur afleiðingar ákvarðana okkar. Um 80% af ákvörðunum sem hafa áhrif á umhverfið eru teknar á hugmyndastigi hönnunar,“ segir Ellen MacArthur, en stofnun í hennar nafni er leiðandi hugveita á sviði hringrásarhagkerfisins. „Ef við lítum á sóun sem hönnunargalla, getum við gengið úr skugga um að úrgangur og mengun verða ekki til yfir höfuð.“ „Stærsta viðskiptatækifærið“ Hringrásarhagkerfi er byggt á þeirri grundvallarreglu að hanna burt úrgang og mengun, endurnýta vörur og efni og endurnýja eða endurbyggja náttúruna í leiðinni. William McDonough, leiðandi sjálfbærni arkitekt við Stanford háskóla og höfundur Cradle to Cradle, segir hringrásarhagkerfið fela í sér „stærsta viðskiptatækifærið sem okkar tegund hefur séð”. Frans Van Houten, forstjóri Philips, tekur í sama streng en Philips hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir breyting á viðskiptamódelum sínum yfir í hringrásarhagkerfi. “Hjá Philips er markmið okkar að taka aftur á móti öllum vörum sem við höfum selt til heilbrigðisgeirans. Með því að skipta við sama hóp viðskiptavina aftur og aftur, sem í raun eru að kaupa vörur okkar sem þjónustu, getum við skapað mjög arðsaman og endurtekinn tekjustraum.” Atvinnusköpun á forsendum hringrásar Um allan heim drekkum við næstum því 2 milljarða kaffibolla á hverjum degi. Stærstur hluti kaffikorgsins fer ofan í vaskinn eða í landfyllingar. Rens framleiðir strigaskó úr kaffikorgi og endurunnu plasti. Hvert par vegur um 460 grömm; 300 grömm eru úr kaffi. Endurunna plastið í hverju pari jafnast á við sex plastflöskur. Lehigh Technologies er fyrirtæki sem breytir notuðum dekkjum og gúmmíi sem annars yrði hent, í gúmmípúður, sem er notað til að búa til ný dekk, malbik og byggingarefni. HYLA Mobile starfa í samstarfi við mörg af leiðandi framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum heims við að gefa notuðum snjallsímum og - tækjum annað líf. Áætlað er að fyrirtækið hafi endurnotað meira en 50 milljarða tækja, greitt 4 milljarða dollara til eigenda þeirra og komið í veg fyrir að 6500 tonn fari í landfyllingar. Viðmiðaskipti Mike Barry, fyrrverandi forstjóri sjálfbærni hjá Marks & Spencer í Bretlandi er þekktur fyrir að vera höfundur ‘Áætlunar A’, sem hafði það markmið að gera M&S sjálfbærasta smásölufyrirtækið í Bretlandi. Mike segir neysluhegðun okkar komna í þrot. „Ef fram heldur sem horfir, þarf jörðin að framleiða 50% meiri orku, 50% meiri mat, 30% meira vatn næstu áratugina. Þetta mun aldrei takast, nema við breytum neysluhegðun okkar.“ Skrifstofur standa auðar 60% af tímanum, bílar standa óhreyfðir 92-98% af tímanum og þriðjungi matar er sóað. Fimmtíuogsjö prósent alls fatnaðar endar sem landfylling, 35% af öllu efni sem kemur til í virðiskeðjunni endar sem úrgangur áður en flíkin eða vefnaðarvaran fer í hendur kaupenda. Íslensk hringrás í beinni Að umbreyta kerfum og viðskiptamódelum krefst víðtækrar samvinnu atvinnulífs, skóla, yfirvalda, sveitafélaga og eintaklinga. Á Janúarráðstefnu Festu 30. janúar næstkomandi, munu fimm ólík, en leiðandi fyrirtæki segja frá vegferð sinni innanlands og erlendis í átt að hringrásarhagkerfinu. Sögur þeirra innihalda áskoranir samfara tækifærum og varpa ljósi á hlutverk ólíkra aðila. Að lokum ætla þau að setja sér metnaðarfull markmið fyrir næstu 12 mánuðina og kynna árangurinn að þeim tíma loknum í samstarfi við Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Umhverfismál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
„Úrgangur og mengun eru ekki slys, heldur afleiðingar ákvarðana okkar. Um 80% af ákvörðunum sem hafa áhrif á umhverfið eru teknar á hugmyndastigi hönnunar,“ segir Ellen MacArthur, en stofnun í hennar nafni er leiðandi hugveita á sviði hringrásarhagkerfisins. „Ef við lítum á sóun sem hönnunargalla, getum við gengið úr skugga um að úrgangur og mengun verða ekki til yfir höfuð.“ „Stærsta viðskiptatækifærið“ Hringrásarhagkerfi er byggt á þeirri grundvallarreglu að hanna burt úrgang og mengun, endurnýta vörur og efni og endurnýja eða endurbyggja náttúruna í leiðinni. William McDonough, leiðandi sjálfbærni arkitekt við Stanford háskóla og höfundur Cradle to Cradle, segir hringrásarhagkerfið fela í sér „stærsta viðskiptatækifærið sem okkar tegund hefur séð”. Frans Van Houten, forstjóri Philips, tekur í sama streng en Philips hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir breyting á viðskiptamódelum sínum yfir í hringrásarhagkerfi. “Hjá Philips er markmið okkar að taka aftur á móti öllum vörum sem við höfum selt til heilbrigðisgeirans. Með því að skipta við sama hóp viðskiptavina aftur og aftur, sem í raun eru að kaupa vörur okkar sem þjónustu, getum við skapað mjög arðsaman og endurtekinn tekjustraum.” Atvinnusköpun á forsendum hringrásar Um allan heim drekkum við næstum því 2 milljarða kaffibolla á hverjum degi. Stærstur hluti kaffikorgsins fer ofan í vaskinn eða í landfyllingar. Rens framleiðir strigaskó úr kaffikorgi og endurunnu plasti. Hvert par vegur um 460 grömm; 300 grömm eru úr kaffi. Endurunna plastið í hverju pari jafnast á við sex plastflöskur. Lehigh Technologies er fyrirtæki sem breytir notuðum dekkjum og gúmmíi sem annars yrði hent, í gúmmípúður, sem er notað til að búa til ný dekk, malbik og byggingarefni. HYLA Mobile starfa í samstarfi við mörg af leiðandi framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum heims við að gefa notuðum snjallsímum og - tækjum annað líf. Áætlað er að fyrirtækið hafi endurnotað meira en 50 milljarða tækja, greitt 4 milljarða dollara til eigenda þeirra og komið í veg fyrir að 6500 tonn fari í landfyllingar. Viðmiðaskipti Mike Barry, fyrrverandi forstjóri sjálfbærni hjá Marks & Spencer í Bretlandi er þekktur fyrir að vera höfundur ‘Áætlunar A’, sem hafði það markmið að gera M&S sjálfbærasta smásölufyrirtækið í Bretlandi. Mike segir neysluhegðun okkar komna í þrot. „Ef fram heldur sem horfir, þarf jörðin að framleiða 50% meiri orku, 50% meiri mat, 30% meira vatn næstu áratugina. Þetta mun aldrei takast, nema við breytum neysluhegðun okkar.“ Skrifstofur standa auðar 60% af tímanum, bílar standa óhreyfðir 92-98% af tímanum og þriðjungi matar er sóað. Fimmtíuogsjö prósent alls fatnaðar endar sem landfylling, 35% af öllu efni sem kemur til í virðiskeðjunni endar sem úrgangur áður en flíkin eða vefnaðarvaran fer í hendur kaupenda. Íslensk hringrás í beinni Að umbreyta kerfum og viðskiptamódelum krefst víðtækrar samvinnu atvinnulífs, skóla, yfirvalda, sveitafélaga og eintaklinga. Á Janúarráðstefnu Festu 30. janúar næstkomandi, munu fimm ólík, en leiðandi fyrirtæki segja frá vegferð sinni innanlands og erlendis í átt að hringrásarhagkerfinu. Sögur þeirra innihalda áskoranir samfara tækifærum og varpa ljósi á hlutverk ólíkra aðila. Að lokum ætla þau að setja sér metnaðarfull markmið fyrir næstu 12 mánuðina og kynna árangurinn að þeim tíma loknum í samstarfi við Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun