Uppgjafarhermaður játar morð á rannsóknarblaðamanni Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 15:25 Marcek játaði morðið við upphaf aðalmeðferðar í dag. Vísir/EPA Fyrrum hermaður játaði að hann hefði verið ráðinn til að myrða Jan Kuciak, rannsóknarblaðamann, fyrir dómi í Slóvakíu í dag. Þekktur kaupsýslumaður er einnig ákærður fyrir morðið á Kuciak og unnustu hans sem átti meðal annars þátt í að stjórnarskipti urðu Slóvakíu í kjölfarið. Morðið á Kuciak og unnustu hans, Martinu Kusnirova, í febrúar árið 2018 olli hneykslan og reiði í Slóvakíu. Þau urðu kveikjan að mótmælum sem beindust gegn spillingu og leiddu á endanum til þess að Robert Fico hraktist úr embætti forsætisráðherra. Kuciak var þekktur rannsóknarblaðamaður sem hafði upplýst um spillingu. Þau Kusnirova voru bæði 27 ára gömul þegar þau voru skotin til bana á heimili sínu nærri höfuðborginni Bratislava. Miroslav Marcek, 37 ára gamall uppgjafarhermaður, sagði fyrir dómi að hann hefði verið ráðinn til að myrða Kuciak. Hann hefði hvorki þekkt blaðamanninn né unnustu hans. Frændi Marcek hafi borið honum tilboð um launmorðið og keyrt hann að íbúð parsins, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Baðst Marcek afsökunar á skaðanum sem hann hefði valdið aðstandendum Kuciak og Kusnirova. Þegar hann hafi séð þjáningar þeirra í sjónvarpinu hafi hann séð sig knúinn til að gangast við glæp sínum. Auk Marcek er Marian Kocner, þekktur kaupsýslumaður, ákærður í málinu, sakaður um að hafa fyrirskipað morðið á Kuciak. Hann neitar sök. Kuciak hafði meðal annars fjallað um viðskipti Kocner. Tomas Szabo, frændi Marcek og fyrrverandi lögreglumaður, hefur ekki tekið afstöðu til ákæru um aðild að morðinu. Alena Zsuzsova er einnig ákærð fyrir að hafa haft milligöngu um morðið. Fimmti einstaklingurinn, Zoltan Andrusko, játaði aðild að morðinu og var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í desember. Slóvakía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. 10. mars 2018 10:30 Kaupsýslumaður ákærður fyrir morð á blaðamanni og unnustu Rúmt ár er liðið frá því að ungur blaðamaður og unnusta hans voru myrt á heimili sínu. Umfjöllun blaðamannsins leiddi til falls ríkisstjórnar Slóvakíu eftir að hann lést. 14. mars 2019 15:02 Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Fyrrum hermaður játaði að hann hefði verið ráðinn til að myrða Jan Kuciak, rannsóknarblaðamann, fyrir dómi í Slóvakíu í dag. Þekktur kaupsýslumaður er einnig ákærður fyrir morðið á Kuciak og unnustu hans sem átti meðal annars þátt í að stjórnarskipti urðu Slóvakíu í kjölfarið. Morðið á Kuciak og unnustu hans, Martinu Kusnirova, í febrúar árið 2018 olli hneykslan og reiði í Slóvakíu. Þau urðu kveikjan að mótmælum sem beindust gegn spillingu og leiddu á endanum til þess að Robert Fico hraktist úr embætti forsætisráðherra. Kuciak var þekktur rannsóknarblaðamaður sem hafði upplýst um spillingu. Þau Kusnirova voru bæði 27 ára gömul þegar þau voru skotin til bana á heimili sínu nærri höfuðborginni Bratislava. Miroslav Marcek, 37 ára gamall uppgjafarhermaður, sagði fyrir dómi að hann hefði verið ráðinn til að myrða Kuciak. Hann hefði hvorki þekkt blaðamanninn né unnustu hans. Frændi Marcek hafi borið honum tilboð um launmorðið og keyrt hann að íbúð parsins, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Baðst Marcek afsökunar á skaðanum sem hann hefði valdið aðstandendum Kuciak og Kusnirova. Þegar hann hafi séð þjáningar þeirra í sjónvarpinu hafi hann séð sig knúinn til að gangast við glæp sínum. Auk Marcek er Marian Kocner, þekktur kaupsýslumaður, ákærður í málinu, sakaður um að hafa fyrirskipað morðið á Kuciak. Hann neitar sök. Kuciak hafði meðal annars fjallað um viðskipti Kocner. Tomas Szabo, frændi Marcek og fyrrverandi lögreglumaður, hefur ekki tekið afstöðu til ákæru um aðild að morðinu. Alena Zsuzsova er einnig ákærð fyrir að hafa haft milligöngu um morðið. Fimmti einstaklingurinn, Zoltan Andrusko, játaði aðild að morðinu og var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í desember.
Slóvakía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. 10. mars 2018 10:30 Kaupsýslumaður ákærður fyrir morð á blaðamanni og unnustu Rúmt ár er liðið frá því að ungur blaðamaður og unnusta hans voru myrt á heimili sínu. Umfjöllun blaðamannsins leiddi til falls ríkisstjórnar Slóvakíu eftir að hann lést. 14. mars 2019 15:02 Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. 10. mars 2018 10:30
Kaupsýslumaður ákærður fyrir morð á blaðamanni og unnustu Rúmt ár er liðið frá því að ungur blaðamaður og unnusta hans voru myrt á heimili sínu. Umfjöllun blaðamannsins leiddi til falls ríkisstjórnar Slóvakíu eftir að hann lést. 14. mars 2019 15:02
Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49
Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00
Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17