Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 06:00 Veðurviðvaranir á hádegi í dag. Veðurstofan Færðin spilltist á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. Til að mynda hefur Holtavörðuheiði verið lokuð í nótt vegna óveðurs, rétt eins og sunnanvert Snæfellsnes, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Ekki er gert ráð fyrir að hvassviðrið á landinu, sem endurspeglast í gulum- og appelsínugulum viðvörunum, gangi niður fyrr en síðdegis í dag. Þrátt fyrir hálku og hliðarvind hefur ekki verið talið tilefni til að loka Hellisheiði eða Þrengslum. Báðir vegir eru því opnir; rétt eins og aðrar stærri umferðaræðar í kringum borgina. Ökumenn á suðvesturhorninu ættu þó að vera vakandi fyrir hálkublettum. Vegir um Vesfirði eru nær alfarið lokaðir sem stendur; Súðavíkurhlíð, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldar, Vestfjarðarvegur, Flateyrarvegur, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar - allt ófært vegna óveðurs og snjóa. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi. Lokað er um Vatnsskarð, ófært er á milli Blönduós og Hvammstanga, ekki þykir öruggt að aka á Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarvegum vegna snjóflóðahættu, Öxnadalsheiði er lokuð og Víkurskarðið ófært. Færðin á suðvesturhorninu klukkan 6.Vegagerðin. Staðan virðist vera nokkuð skárri á Norðurlandi eystra. Hringvegurinn virðist greiðfær en ófært er um Dettifossveg vestri, Hólafjallaleið og Hólaskarð, auk þess sem Loðmundarfjarðarvegur og Mjóafjarðarvegur eru ófærir. Hringveginum um Austfirði hefur ekki heldur verið lokað. Þó hálendisvegir séu flestir ófærir er lítið um lokanir á þessum slóðum. Vegurinn um Öxi og Þordalsheiðarvegur eru þó sagðir ófærir. Þjóðvegur 1 á suðausturhorninu, frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni, er þó lokaður vegna óveðurs. Þar hafa vindhviður náð 50 metrum á sekúndu, ekki síst í Öræfum, og er þar ekkert ferðaveður þessa stundina. Hringvegurinn milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal er einnig lokaður enda bálhvasst, sérstaklega undir Eyjafjöllum. Þaðan er þæfingur að Selfossi en ekki svo mikill að tilefni hefur verið talið til að loka veginum. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar. Samgöngur Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Færðin spilltist á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. Til að mynda hefur Holtavörðuheiði verið lokuð í nótt vegna óveðurs, rétt eins og sunnanvert Snæfellsnes, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Ekki er gert ráð fyrir að hvassviðrið á landinu, sem endurspeglast í gulum- og appelsínugulum viðvörunum, gangi niður fyrr en síðdegis í dag. Þrátt fyrir hálku og hliðarvind hefur ekki verið talið tilefni til að loka Hellisheiði eða Þrengslum. Báðir vegir eru því opnir; rétt eins og aðrar stærri umferðaræðar í kringum borgina. Ökumenn á suðvesturhorninu ættu þó að vera vakandi fyrir hálkublettum. Vegir um Vesfirði eru nær alfarið lokaðir sem stendur; Súðavíkurhlíð, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldar, Vestfjarðarvegur, Flateyrarvegur, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar - allt ófært vegna óveðurs og snjóa. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi. Lokað er um Vatnsskarð, ófært er á milli Blönduós og Hvammstanga, ekki þykir öruggt að aka á Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarvegum vegna snjóflóðahættu, Öxnadalsheiði er lokuð og Víkurskarðið ófært. Færðin á suðvesturhorninu klukkan 6.Vegagerðin. Staðan virðist vera nokkuð skárri á Norðurlandi eystra. Hringvegurinn virðist greiðfær en ófært er um Dettifossveg vestri, Hólafjallaleið og Hólaskarð, auk þess sem Loðmundarfjarðarvegur og Mjóafjarðarvegur eru ófærir. Hringveginum um Austfirði hefur ekki heldur verið lokað. Þó hálendisvegir séu flestir ófærir er lítið um lokanir á þessum slóðum. Vegurinn um Öxi og Þordalsheiðarvegur eru þó sagðir ófærir. Þjóðvegur 1 á suðausturhorninu, frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni, er þó lokaður vegna óveðurs. Þar hafa vindhviður náð 50 metrum á sekúndu, ekki síst í Öræfum, og er þar ekkert ferðaveður þessa stundina. Hringvegurinn milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal er einnig lokaður enda bálhvasst, sérstaklega undir Eyjafjöllum. Þaðan er þæfingur að Selfossi en ekki svo mikill að tilefni hefur verið talið til að loka veginum. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar.
Samgöngur Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira