Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 06:00 Veðurviðvaranir á hádegi í dag. Veðurstofan Færðin spilltist á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. Til að mynda hefur Holtavörðuheiði verið lokuð í nótt vegna óveðurs, rétt eins og sunnanvert Snæfellsnes, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Ekki er gert ráð fyrir að hvassviðrið á landinu, sem endurspeglast í gulum- og appelsínugulum viðvörunum, gangi niður fyrr en síðdegis í dag. Þrátt fyrir hálku og hliðarvind hefur ekki verið talið tilefni til að loka Hellisheiði eða Þrengslum. Báðir vegir eru því opnir; rétt eins og aðrar stærri umferðaræðar í kringum borgina. Ökumenn á suðvesturhorninu ættu þó að vera vakandi fyrir hálkublettum. Vegir um Vesfirði eru nær alfarið lokaðir sem stendur; Súðavíkurhlíð, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldar, Vestfjarðarvegur, Flateyrarvegur, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar - allt ófært vegna óveðurs og snjóa. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi. Lokað er um Vatnsskarð, ófært er á milli Blönduós og Hvammstanga, ekki þykir öruggt að aka á Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarvegum vegna snjóflóðahættu, Öxnadalsheiði er lokuð og Víkurskarðið ófært. Færðin á suðvesturhorninu klukkan 6.Vegagerðin. Staðan virðist vera nokkuð skárri á Norðurlandi eystra. Hringvegurinn virðist greiðfær en ófært er um Dettifossveg vestri, Hólafjallaleið og Hólaskarð, auk þess sem Loðmundarfjarðarvegur og Mjóafjarðarvegur eru ófærir. Hringveginum um Austfirði hefur ekki heldur verið lokað. Þó hálendisvegir séu flestir ófærir er lítið um lokanir á þessum slóðum. Vegurinn um Öxi og Þordalsheiðarvegur eru þó sagðir ófærir. Þjóðvegur 1 á suðausturhorninu, frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni, er þó lokaður vegna óveðurs. Þar hafa vindhviður náð 50 metrum á sekúndu, ekki síst í Öræfum, og er þar ekkert ferðaveður þessa stundina. Hringvegurinn milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal er einnig lokaður enda bálhvasst, sérstaklega undir Eyjafjöllum. Þaðan er þæfingur að Selfossi en ekki svo mikill að tilefni hefur verið talið til að loka veginum. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar. Samgöngur Veður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður kallar þjóðaröryggisráð saman við heimkomu Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira
Færðin spilltist á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. Til að mynda hefur Holtavörðuheiði verið lokuð í nótt vegna óveðurs, rétt eins og sunnanvert Snæfellsnes, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Ekki er gert ráð fyrir að hvassviðrið á landinu, sem endurspeglast í gulum- og appelsínugulum viðvörunum, gangi niður fyrr en síðdegis í dag. Þrátt fyrir hálku og hliðarvind hefur ekki verið talið tilefni til að loka Hellisheiði eða Þrengslum. Báðir vegir eru því opnir; rétt eins og aðrar stærri umferðaræðar í kringum borgina. Ökumenn á suðvesturhorninu ættu þó að vera vakandi fyrir hálkublettum. Vegir um Vesfirði eru nær alfarið lokaðir sem stendur; Súðavíkurhlíð, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldar, Vestfjarðarvegur, Flateyrarvegur, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar - allt ófært vegna óveðurs og snjóa. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi. Lokað er um Vatnsskarð, ófært er á milli Blönduós og Hvammstanga, ekki þykir öruggt að aka á Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarvegum vegna snjóflóðahættu, Öxnadalsheiði er lokuð og Víkurskarðið ófært. Færðin á suðvesturhorninu klukkan 6.Vegagerðin. Staðan virðist vera nokkuð skárri á Norðurlandi eystra. Hringvegurinn virðist greiðfær en ófært er um Dettifossveg vestri, Hólafjallaleið og Hólaskarð, auk þess sem Loðmundarfjarðarvegur og Mjóafjarðarvegur eru ófærir. Hringveginum um Austfirði hefur ekki heldur verið lokað. Þó hálendisvegir séu flestir ófærir er lítið um lokanir á þessum slóðum. Vegurinn um Öxi og Þordalsheiðarvegur eru þó sagðir ófærir. Þjóðvegur 1 á suðausturhorninu, frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni, er þó lokaður vegna óveðurs. Þar hafa vindhviður náð 50 metrum á sekúndu, ekki síst í Öræfum, og er þar ekkert ferðaveður þessa stundina. Hringvegurinn milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal er einnig lokaður enda bálhvasst, sérstaklega undir Eyjafjöllum. Þaðan er þæfingur að Selfossi en ekki svo mikill að tilefni hefur verið talið til að loka veginum. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar.
Samgöngur Veður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður kallar þjóðaröryggisráð saman við heimkomu Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira