Reykurinn frá kjarreldunum í Ástralíu er nú á leið í kringum hnöttinn og ekki er langt í að hann reykjarbólstrinn nái aftur til Ástralíu.
Þetta er mat Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, sem fylgst hefur grannt með menguninni af völdum eldanna sem brenna nú sem aldrei fyrr.
Reykjarbólstrarnir hafa farið yfir Kyrrahafið og segjast sérfræðingarnir sjá að bólstrar sem mynduðust í eldum á nýársdag hafi nú farið yfir Suður-Ameríku. Þeir hafi verið komnir hálfa leið í kringum hnöttinn þann 8. janúar síðastliðinn. Reykurinn hefur borist allt að 17,7 kílómetra upp í heiðhvolfið.
Talið er að reykurinn klári brátt hringferð sína en óvíst er hversu lengi hann endist til að hægt sé að segja til um hvort sami reykurinn nái öðrum hring.
Hundruð kjarrelda hafa brunnið í Ástralíu frá því í september og hafa 28 látið lífið og um 2000 heimili brunnið til grunna. Loftgæði í áströlskum stórborgum hafa jafnframt verið slæm. Þannig voru íbúar Melbourne varar við því að lífshættuleg skilyrði kynnu að hafa myndast í gær og í dag, slík var mengunin.
A fleet of NASA satellites working together has been analyzing the aerosols and smoke from the massive fires burning in Australia.https://t.co/93geNvCBnU pic.twitter.com/ZedZ199lvJ
— NASA Goddard (@NASAGoddard) January 9, 2020