Varð að hætta keppni á opna ástralska vegna hóstakasts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 10:15 Dalila Jakupovic var ekki sátt með að þurfa að keppa í þessum slæmu loftgæðum enda komu áhrifin af því í ljós. Getty/Julian Finney Gróðureldarnir í Ástralíu eru farnir að hafa bein áhrif á opna ástralska tennismótið en tenniskona varð að hætta keppni í undankeppni þessa virta risamóts. Slóvenska tenniskonan Dalila Jakupovic þurfti hjálp af velli eftir að hún hætti keppni í miðjum leik sínum á móti Stefanie Vogele frá Sviss. Gera þurfti eins klukkutíma hlé á keppninni vegna slæmra loftgæða. Leikur Dalilu fór fram eftir það hlé. Australian Open practice was suspended because of poor air quality in Melbourne caused by the bushfires. More here https://t.co/kMwQQzuRPipic.twitter.com/RvFMj54rh2— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Dalila Jakupovic fékk þá mikið hóstakast undir lok annars setts. „Þetta var mjög slæmt og ég hef aldrei upplifað annað eins áður. Ég varð mjög hrædd um að það myndi líða yfir mig af því ég gat ekki gengið lengur,“ sagði Dalila Jakupovic eftir leikinn. Dalila var ekki sátt með þá ákvörðun mótshaldara að halda keppni áfram eftir hlé því augljóst var að hennar mati að loftgæðin voru ekki nógu góð. „Þetta var ekki sanngjarnt því þetta var ekki heilsusamlegt fyrir okkur. Það kom mér því á óvart. Ég hélt að við myndum ekki keppa í dag en við ráðum víst engu um það,“ sagði Dalila Jakupovic. Fólki í Melbourne var ráðlagt að halda sér inni í dag og að hleypa gæludýrum ekki út. Að minnsta kosti 28 manns hafa látist í gróðureldunum í Ástralíu og yfir hundrað þúsund ferkílómetrar lands hafa brunnið síðan þeir hófust 1. júlí. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tennis Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Gróðureldarnir í Ástralíu eru farnir að hafa bein áhrif á opna ástralska tennismótið en tenniskona varð að hætta keppni í undankeppni þessa virta risamóts. Slóvenska tenniskonan Dalila Jakupovic þurfti hjálp af velli eftir að hún hætti keppni í miðjum leik sínum á móti Stefanie Vogele frá Sviss. Gera þurfti eins klukkutíma hlé á keppninni vegna slæmra loftgæða. Leikur Dalilu fór fram eftir það hlé. Australian Open practice was suspended because of poor air quality in Melbourne caused by the bushfires. More here https://t.co/kMwQQzuRPipic.twitter.com/RvFMj54rh2— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Dalila Jakupovic fékk þá mikið hóstakast undir lok annars setts. „Þetta var mjög slæmt og ég hef aldrei upplifað annað eins áður. Ég varð mjög hrædd um að það myndi líða yfir mig af því ég gat ekki gengið lengur,“ sagði Dalila Jakupovic eftir leikinn. Dalila var ekki sátt með þá ákvörðun mótshaldara að halda keppni áfram eftir hlé því augljóst var að hennar mati að loftgæðin voru ekki nógu góð. „Þetta var ekki sanngjarnt því þetta var ekki heilsusamlegt fyrir okkur. Það kom mér því á óvart. Ég hélt að við myndum ekki keppa í dag en við ráðum víst engu um það,“ sagði Dalila Jakupovic. Fólki í Melbourne var ráðlagt að halda sér inni í dag og að hleypa gæludýrum ekki út. Að minnsta kosti 28 manns hafa látist í gróðureldunum í Ástralíu og yfir hundrað þúsund ferkílómetrar lands hafa brunnið síðan þeir hófust 1. júlí.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tennis Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira