Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 09:00 Bílarnir frusu fastir við veginn og voru svo klakabrynjaðir að hvorki sást inn um þá né út um þá. kyndill Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. Ferðamennirnir, sem voru í þremur bílum, voru á leiðinni að austan en komust hvorki lönd né strönd. Ferðalöngunum var komið á hótel en bílarnir skildir eftir þar sem þeir höfðu frosið fastir við veginn vegna hita frá vélarrúmi. Um þetta leyti var verulega hvasst og voru vindhviður við fjallið Lómagnúp yfir 50 metrar á sekúndu. „Það voru þrír bílar sem komust að austan og lentu í vandræðum við Núpá í kófi og brjáluðu veðri. Þau voru bara stopp á þjóðveginum,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils, í samtali við Vísi sem fór við annan björgunarsveitarmann til aðstoðar fólkinu í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi áður séð bíla frjósa fasta við þjóðveginn svarar Jón því neitandi. „Ég hef aldrei séð þetta áður á ævinni en þegar bílarnir eru orðnir stopp í þessu kófi þá virðist hitinn frá vélunum náð að bræða snjóinn. Það lekur niður klaki og byggist bara upp samfelldur klaki frá malbikinu og inn í vélarrúmið á bílunum. Þeir eru bara steyptir fastir við veginn,“ segir Jón. Það var kóf og brjálað veður við Lómagnúp í gærkvöldi.kyndill Sást hvorki inn né út úr bílunum vegna klaka Bílarnir voru því skildir eftir og þar eru þeir enn, frosnir við veginn, en Jón segir von á verktaka fljótlega sem mun koma og losa þá af veginum. Eins og áður var veðrið á þessum slóðum snælduvitlaust í gærkvöldi. Ferðamennirnir voru því skiljanlega fegin að sjá björgunarsveitarmennina þegar þeir komu þeim til bjargar. „Bílarnir voru bara klakabrynjaðir, það sást hvorki inn í þá né út úr þeim þannig að fólkið vissi varla hvað sneri upp eða niður á meðan þau voru að bíða,“ segir Jón. Veðurspáin er áfram slæm í dag og er appelsínugul veðurviðvörun í gildi á Suðausturlandi. Björgunarsveitarfólk mannar því aftur lokunarpósta við Núpá í dag. „Það er arfavitlaust veður hérna fyrir austan, við Lómagnúp og á Skeiðarársandinum, en við erum að vona að hótelin haldi fólki í húsi allavega fram að hádegi,“ segir Jón. Ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Björgunarsveitir Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. Ferðamennirnir, sem voru í þremur bílum, voru á leiðinni að austan en komust hvorki lönd né strönd. Ferðalöngunum var komið á hótel en bílarnir skildir eftir þar sem þeir höfðu frosið fastir við veginn vegna hita frá vélarrúmi. Um þetta leyti var verulega hvasst og voru vindhviður við fjallið Lómagnúp yfir 50 metrar á sekúndu. „Það voru þrír bílar sem komust að austan og lentu í vandræðum við Núpá í kófi og brjáluðu veðri. Þau voru bara stopp á þjóðveginum,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils, í samtali við Vísi sem fór við annan björgunarsveitarmann til aðstoðar fólkinu í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi áður séð bíla frjósa fasta við þjóðveginn svarar Jón því neitandi. „Ég hef aldrei séð þetta áður á ævinni en þegar bílarnir eru orðnir stopp í þessu kófi þá virðist hitinn frá vélunum náð að bræða snjóinn. Það lekur niður klaki og byggist bara upp samfelldur klaki frá malbikinu og inn í vélarrúmið á bílunum. Þeir eru bara steyptir fastir við veginn,“ segir Jón. Það var kóf og brjálað veður við Lómagnúp í gærkvöldi.kyndill Sást hvorki inn né út úr bílunum vegna klaka Bílarnir voru því skildir eftir og þar eru þeir enn, frosnir við veginn, en Jón segir von á verktaka fljótlega sem mun koma og losa þá af veginum. Eins og áður var veðrið á þessum slóðum snælduvitlaust í gærkvöldi. Ferðamennirnir voru því skiljanlega fegin að sjá björgunarsveitarmennina þegar þeir komu þeim til bjargar. „Bílarnir voru bara klakabrynjaðir, það sást hvorki inn í þá né út úr þeim þannig að fólkið vissi varla hvað sneri upp eða niður á meðan þau voru að bíða,“ segir Jón. Veðurspáin er áfram slæm í dag og er appelsínugul veðurviðvörun í gildi á Suðausturlandi. Björgunarsveitarfólk mannar því aftur lokunarpósta við Núpá í dag. „Það er arfavitlaust veður hérna fyrir austan, við Lómagnúp og á Skeiðarársandinum, en við erum að vona að hótelin haldi fólki í húsi allavega fram að hádegi,“ segir Jón. Ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum.
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00